Chazny Morris með rifinn liðþófa - ekki meira með KR í úrslitakeppninni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. mars 2011 17:00 Chazny Paige Morris. Mynd/Stefán KR-konur urðu fyrir öðru áfalli í gær þegar ljóst var að bandaríski leikmaðurinn Chazny Paige Morris er með rifinn liðþófa og verður ekki meira með í úrslitakeppninni. Áður hafði Margrét Kara Sturludóttir verið dæmd í tveggja leikja bann og þær verða því hvorugar með í öðrum leiknum í undanúrslitaeinvígi Keflavíkur og KR sem fram fer í DHL-höllinni á morgun. „Það kom í ljós seint í gær að hún er með rifinn liðþófa. Við vissum ekki hvað þetta var en vissum að þetta væri eitthvað mikið," sagði Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR. „Hún var eyðilögð yfir þessu en við vorum kannski ánægð að heyra að þetta væri liðþófaskaði en ekki eitthvað í krossböndunum. Okkur fannst þetta vera krossbönd á staðnum," segir Hrafn. „Eins og staðan er núna þá verða stelpurnar bara að einbeita sér að því sem þær gerðu vel í fyrsta leiknum og þá sérstaklega varnarlega. Þær geta ekki treyst á það að það verði komin einhver hjálp í næsta leik," segir Hrafn en hann segist ekki vera búinn að finna bandarískan leikmann til þess að fylla í skarð Morris. „Það er alltaf þannig þegar svona gerist að maður sendir út einhverjar fyrirspurnir og er opinn fyrir öllu. Það er bara svo margir óvissuþættir á þessum árstíma eins og hvort leikmenn séu í formi eða tilbúnir að koma hingað fyrir einn eða tvo leiki. Svona samningar eru ekki mjög einfaldir. Það væri eitthvað kraftaverk ef við náum inn nýjum leikmanni fyrir morgundaginn," segir Hrafn. Hrafn er þegar búinn að ákveða það að Sólveig Gunnlaugsdóttir komi inn í byrjunarliðið fyrir Morris á morgun. Sólveig lék mjög vel í síðasta leik en hún er nýbúinn að taka fram skóna í nýjan leik. „Þetta er bara spennandi. Sólveig Helga kemur inn í byrjunarliðið á morgun. Hún er búin að vera að vaxa, vaxa og vaxa og hefur rosalegan leikskilning. Það reynir meira á þessar stelpur en það er það sem þessir leikmenn vilja," segir Hrafn. „Sama hvernig fer þá ætlum við bara að reyna að ná fyrsta leiknum til baka og búa til nýja þriggja leikja seríu með Köru í liðinu," sagði Hrafn en Margrét Kara Sturludóttir kemur inn í KR-liðið í þriðja leiknum sem fram fer á föstudaginn kemur. Dominos-deild kvenna Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Leik lokið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Handbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Fleiri fréttir „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Leik lokið: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrjú lið jöfn og þrenna hjá Beeman Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ Sjá meira
KR-konur urðu fyrir öðru áfalli í gær þegar ljóst var að bandaríski leikmaðurinn Chazny Paige Morris er með rifinn liðþófa og verður ekki meira með í úrslitakeppninni. Áður hafði Margrét Kara Sturludóttir verið dæmd í tveggja leikja bann og þær verða því hvorugar með í öðrum leiknum í undanúrslitaeinvígi Keflavíkur og KR sem fram fer í DHL-höllinni á morgun. „Það kom í ljós seint í gær að hún er með rifinn liðþófa. Við vissum ekki hvað þetta var en vissum að þetta væri eitthvað mikið," sagði Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR. „Hún var eyðilögð yfir þessu en við vorum kannski ánægð að heyra að þetta væri liðþófaskaði en ekki eitthvað í krossböndunum. Okkur fannst þetta vera krossbönd á staðnum," segir Hrafn. „Eins og staðan er núna þá verða stelpurnar bara að einbeita sér að því sem þær gerðu vel í fyrsta leiknum og þá sérstaklega varnarlega. Þær geta ekki treyst á það að það verði komin einhver hjálp í næsta leik," segir Hrafn en hann segist ekki vera búinn að finna bandarískan leikmann til þess að fylla í skarð Morris. „Það er alltaf þannig þegar svona gerist að maður sendir út einhverjar fyrirspurnir og er opinn fyrir öllu. Það er bara svo margir óvissuþættir á þessum árstíma eins og hvort leikmenn séu í formi eða tilbúnir að koma hingað fyrir einn eða tvo leiki. Svona samningar eru ekki mjög einfaldir. Það væri eitthvað kraftaverk ef við náum inn nýjum leikmanni fyrir morgundaginn," segir Hrafn. Hrafn er þegar búinn að ákveða það að Sólveig Gunnlaugsdóttir komi inn í byrjunarliðið fyrir Morris á morgun. Sólveig lék mjög vel í síðasta leik en hún er nýbúinn að taka fram skóna í nýjan leik. „Þetta er bara spennandi. Sólveig Helga kemur inn í byrjunarliðið á morgun. Hún er búin að vera að vaxa, vaxa og vaxa og hefur rosalegan leikskilning. Það reynir meira á þessar stelpur en það er það sem þessir leikmenn vilja," segir Hrafn. „Sama hvernig fer þá ætlum við bara að reyna að ná fyrsta leiknum til baka og búa til nýja þriggja leikja seríu með Köru í liðinu," sagði Hrafn en Margrét Kara Sturludóttir kemur inn í KR-liðið í þriðja leiknum sem fram fer á föstudaginn kemur.
Dominos-deild kvenna Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Leik lokið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Handbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Fleiri fréttir „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Leik lokið: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrjú lið jöfn og þrenna hjá Beeman Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn