Umfjöllun: Vængbrotið KR-lið jafnaði metin Jón Júlíus Karlsson skrifar 22. mars 2011 20:58 Melissa Jelterna í leiknum í kvöld. Mynd/Valli Staðan í rimmu KR og Keflavíkur í undanúrslitum í úrslitakeppni Iceland Express deildar kvenna er jöfn, 1-1, eftir að KR hafði í kvöld sigur, 75-64, í öðrum leik liðanna. Leikurinn var jafn og spennandi en staðan í hálfleik var 37-38 fyrir Keflavík. Heimastúlkur í KR mættu vængbrotnar til leiks og léku án bæði Margrétar Köru Sturludóttir, sem tók úr leikbann, og Chanzy Morris, sem reif liðþófa á dögunum. KR-ingar tefldu hins vegar fram nýjum bandarískum leikmanni, Melissa Ann Jeltema, sem greinilega mætti tilbúin í úrslitakeppnina því hún var besti leikmaður vallarins í kvöld. Það var mikil taugaspenna á fyrstu mínútunum hjá báðum liðum og skoraði Keflavík ekki sín fyrstu stig fyrr en eftir þriggja mínútna leik. Þá skiptu gestirnir úr Keflavík um gír og breyttu stöðunni úr 4-0 yfir í 4-13. KR svaraði hins vegar með frábærum kafla og jafnaði metinn 13-13 áður er fyrsti leikhluti var allur. Jafnræði var með liðunum í öðrum leikhluta. KR-ingar höfðu nauma forystuna framan af en Pálína Gunnlaugsdóttir svaraði fyrir Keflvíkinga með tveimur þristum. Liðin skiptust á að hafa forystuna og staðan í hálfleik, 37-38 fyrir gestina úr Keflavík. Mikill kraftur var í Melissu Jeltema í fyrri hálfleik því hún skoraði alls 19 stig og tók 7 fráköst. Það var stál í stál í þriðja leikhluta því liðin skiptust á að hafa forystuna sem aldrei fór yfir fjögur stig. Nokkuð dró af Jeltema í liði KR sem skoraði aðeins tvö stig í þriðja leikhluta en liðsfélagar hennar stigu upp. Staðan eftir þriðja leikhluta, 52-51 fyrir heimastúlkur og allt í járnum. KR náði yfirhöndinni í lokaleikhlutanum og munaði þar mesta um góða vörn sem setti sóknarleika Keflvíkinga úr skorðum. KR-ingar sigu fram úr og náðu mest 11 stiga forystu þegar um tvær mínútur voru eftir af leiknum. Keflvíkingar pressuðu KR-ingar hátt upp völlinn á lokamínútunum en höfðu ekki erindi sem erfiði. Lokatölur 75-64 og mætast liðin í þriðja sinn á föstudag. Jeltema var atkvæðamest í liði KR með 25 stig, tók 10 fráköst og gaf sex stoðsendingar. Hildur Sigurðardóttir kom næst með 12 stig. Bryndís Guðmundsdóttir dró vagninn hjá Keflavík með 21 stig og Pálína Guðmundsdóttir skoraði 15 stig. KR-Keflavík 75-64 (37-38)KR: Melissa Ann Jeltema 25/12 fráköst/6 stoðsendingar, Hildur Sigurðardóttir 12/5 fráköst, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 11/6 fráköst, Helga Einarsdóttir 10, Signý Hermannsdóttir 8/8 fráköst, Sólveig Helga Gunnlaugsdóttir 5, Hafrún Hálfdánardóttir 4/4 fráköst.Keflavík: Bryndís Guðmundsdóttir 21/5 fráköst, Pálína Gunnlaugsdóttir 16/7 fráköst, Jacquline Adamshick 12/12 fráköst, Ingibjörg Jakobsdóttir 8, Marina Caran 7. Dominos-deild kvenna Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Í beinni: Man. City - Everton | Lýkur martröð City? Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Fleiri fréttir „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Sjá meira
Staðan í rimmu KR og Keflavíkur í undanúrslitum í úrslitakeppni Iceland Express deildar kvenna er jöfn, 1-1, eftir að KR hafði í kvöld sigur, 75-64, í öðrum leik liðanna. Leikurinn var jafn og spennandi en staðan í hálfleik var 37-38 fyrir Keflavík. Heimastúlkur í KR mættu vængbrotnar til leiks og léku án bæði Margrétar Köru Sturludóttir, sem tók úr leikbann, og Chanzy Morris, sem reif liðþófa á dögunum. KR-ingar tefldu hins vegar fram nýjum bandarískum leikmanni, Melissa Ann Jeltema, sem greinilega mætti tilbúin í úrslitakeppnina því hún var besti leikmaður vallarins í kvöld. Það var mikil taugaspenna á fyrstu mínútunum hjá báðum liðum og skoraði Keflavík ekki sín fyrstu stig fyrr en eftir þriggja mínútna leik. Þá skiptu gestirnir úr Keflavík um gír og breyttu stöðunni úr 4-0 yfir í 4-13. KR svaraði hins vegar með frábærum kafla og jafnaði metinn 13-13 áður er fyrsti leikhluti var allur. Jafnræði var með liðunum í öðrum leikhluta. KR-ingar höfðu nauma forystuna framan af en Pálína Gunnlaugsdóttir svaraði fyrir Keflvíkinga með tveimur þristum. Liðin skiptust á að hafa forystuna og staðan í hálfleik, 37-38 fyrir gestina úr Keflavík. Mikill kraftur var í Melissu Jeltema í fyrri hálfleik því hún skoraði alls 19 stig og tók 7 fráköst. Það var stál í stál í þriðja leikhluta því liðin skiptust á að hafa forystuna sem aldrei fór yfir fjögur stig. Nokkuð dró af Jeltema í liði KR sem skoraði aðeins tvö stig í þriðja leikhluta en liðsfélagar hennar stigu upp. Staðan eftir þriðja leikhluta, 52-51 fyrir heimastúlkur og allt í járnum. KR náði yfirhöndinni í lokaleikhlutanum og munaði þar mesta um góða vörn sem setti sóknarleika Keflvíkinga úr skorðum. KR-ingar sigu fram úr og náðu mest 11 stiga forystu þegar um tvær mínútur voru eftir af leiknum. Keflvíkingar pressuðu KR-ingar hátt upp völlinn á lokamínútunum en höfðu ekki erindi sem erfiði. Lokatölur 75-64 og mætast liðin í þriðja sinn á föstudag. Jeltema var atkvæðamest í liði KR með 25 stig, tók 10 fráköst og gaf sex stoðsendingar. Hildur Sigurðardóttir kom næst með 12 stig. Bryndís Guðmundsdóttir dró vagninn hjá Keflavík með 21 stig og Pálína Guðmundsdóttir skoraði 15 stig. KR-Keflavík 75-64 (37-38)KR: Melissa Ann Jeltema 25/12 fráköst/6 stoðsendingar, Hildur Sigurðardóttir 12/5 fráköst, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 11/6 fráköst, Helga Einarsdóttir 10, Signý Hermannsdóttir 8/8 fráköst, Sólveig Helga Gunnlaugsdóttir 5, Hafrún Hálfdánardóttir 4/4 fráköst.Keflavík: Bryndís Guðmundsdóttir 21/5 fráköst, Pálína Gunnlaugsdóttir 16/7 fráköst, Jacquline Adamshick 12/12 fráköst, Ingibjörg Jakobsdóttir 8, Marina Caran 7.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Í beinni: Man. City - Everton | Lýkur martröð City? Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Fleiri fréttir „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum