NBA: Rose rosalegur í lokin í sigri Chicago og New York tapar enn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. mars 2011 11:00 Derrick Rose fagnar í nótt. Mynd/AP Það bendir allt til þess að Derrick Rose, leikstjórnandi Chicago Bulls, verði kosinn besti leikmaður NBA-deildarinnar á þessu tímabili og hann sýndi af hverju í nótt þegar hann vann leik liðsins við Milwaukee Bucks nánast upp á sitt einsdæmi. Atlanta Hawks tryggði sér endanlega sæti í úrslitakeppninni en New York Knicks tapaði hinsvegar sínum sjötta leik í röð og hefur gjörsamlega hrunið við komu Carmelo Anthony. Derrick Rose var allt í öllu á lokamínútunum þegar Chicago Bulls skoraði tólf síðustu stig leiksins í 95-87 sigri á Milwaukee Bucks. Rose var með 30 stig og 17 stoðsendingar í leiknum en það var framlag hans á síðustu þremur mínútum leiksins sem gerði útslagið en Chicago var þá 83-87 undir í leiknum. „Það versta sem þú getur gert á móti mér er að gefa mér sjálfstraust í einhverju sem ég geri. Ef ég fæ eitthvað sjálfstraust þá verður erfitt að stöðva mig," sagði Derrick Rose eftir leikinn. Rose byrjaði á því að hitta úr tveimur vítum og síðan gaf hann stoðsendingu á Joakim Noah, sem tróð í hraðaupphlaupi. Rose skoraði þá þrjár körfur í röð og endaði síðan á því að gefa stoðsendingu á Ronnie Brewer, sem tróð í hraðaupphlaupi. Rose var því með átta stig og tvær stoðsendingar og kom að öllum stigum Bulls-liðsins í þessum 12-0 lokaspretti. Carlos Boozer var með 14 stig og 11 fráköst hjá Chicago og Joakim Noah bætti við 12 stigum og 11 fráköstum. John Salmons skoraði 25 stig fyrir Milwaukee og Carlos Delfino var með 23 stig.Mynd/APBoris Diaw skoraði 20 stig og Stephen Jackson var með 19 stig þegar Charlotte Bobcats vann 114-106 sigur á New York Knicks, kvöldið eftir að Charlotte-liðið vann glæsilegan sigur í Boston. Carmelo Anthony skoraði 36 stig fyrir New York en það kom ekki í veg fyrir sjötta tap liðsins í röð. New York liðið hefur aðeins unnið 7 af 19 leikjum sínum síðan að Carmelo kom frá Denver. Al Horford var með 23 stig og 12 fráköst þegar Atlanta Hawks tryggði sér sæti í úrslitakeppninni með 98-87 sigri á New Jersey Nets. Liðið missti Joe Johnson af velli í seinni hálfleik meiddan á þumalputta. Josh Smith skoraði 22 stig fyrir Hawks sem eru í úrslitakeppninni fjórða árið í röð. Anthony Morrow skoraði 25 stig fyrir Nets-liðið sem hefur tapað sex af síðustu sjö leikjum sínum. Richard Hamilton skoraði 23 stig þegar Detroit Pistons vann 100-88 sigur á Indiana Pacers. Brandon Rush skoraði mest 19 stig fyrir Indiana sem er að berjast um sæti í úrslitakeppnina.Mynd/APJason Terry skoraði 5 af 22 stigum sínum í 13-0 spretti í fjórða leikhluta þegar Dallas Mavericks vann 94-77 útisigur á Utah Jazz. Þetta var fimmta tap Utah í röð. Dirk Nowitzki skoraði 19 stig og hefur nú hitt úr 72 vítum í röð. Blake Griffin var með 22 stig og 16 fráköst þegar Los Angeles Clippers vann 94-90 sigur á Toronto Raptors sem tapaði sínum fjórða leik í röð. Chris Kaman var með 17 stig og 12 fráköst hjá Clippers og Eric Gordon skoraði 17 stig. Ed Davis var með 21 stig og 11 fráköst hjá Toronto. Úrslit allra leikja í NBA-deildinni í nótt:Mynd/APAtlanta Hawks-New Jersey Nets 98-87 Charlotte Bobcats-New York Knicks 114-106 Detroit Pistons-Indiana Pacers 100-88 Milwaukee Bucks-Chicago Bulls 87-95 Utah Jazz-Dallas Mavericks 77-94 Los Angeles Clippers-Toronto Raptors 94-90 NBA Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti Víkingar komnir í 750 milljónir og gætu spilað fram í febrúar Fótbolti Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Körfubolti Tvenna Diallo tryggði fyrsta sigurinn Fótbolti Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Handbolti Sigrinum óvænt stolið af Sociedad eftir jöfnunarmark Orra Fótbolti Fleiri fréttir Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Sjá meira
Það bendir allt til þess að Derrick Rose, leikstjórnandi Chicago Bulls, verði kosinn besti leikmaður NBA-deildarinnar á þessu tímabili og hann sýndi af hverju í nótt þegar hann vann leik liðsins við Milwaukee Bucks nánast upp á sitt einsdæmi. Atlanta Hawks tryggði sér endanlega sæti í úrslitakeppninni en New York Knicks tapaði hinsvegar sínum sjötta leik í röð og hefur gjörsamlega hrunið við komu Carmelo Anthony. Derrick Rose var allt í öllu á lokamínútunum þegar Chicago Bulls skoraði tólf síðustu stig leiksins í 95-87 sigri á Milwaukee Bucks. Rose var með 30 stig og 17 stoðsendingar í leiknum en það var framlag hans á síðustu þremur mínútum leiksins sem gerði útslagið en Chicago var þá 83-87 undir í leiknum. „Það versta sem þú getur gert á móti mér er að gefa mér sjálfstraust í einhverju sem ég geri. Ef ég fæ eitthvað sjálfstraust þá verður erfitt að stöðva mig," sagði Derrick Rose eftir leikinn. Rose byrjaði á því að hitta úr tveimur vítum og síðan gaf hann stoðsendingu á Joakim Noah, sem tróð í hraðaupphlaupi. Rose skoraði þá þrjár körfur í röð og endaði síðan á því að gefa stoðsendingu á Ronnie Brewer, sem tróð í hraðaupphlaupi. Rose var því með átta stig og tvær stoðsendingar og kom að öllum stigum Bulls-liðsins í þessum 12-0 lokaspretti. Carlos Boozer var með 14 stig og 11 fráköst hjá Chicago og Joakim Noah bætti við 12 stigum og 11 fráköstum. John Salmons skoraði 25 stig fyrir Milwaukee og Carlos Delfino var með 23 stig.Mynd/APBoris Diaw skoraði 20 stig og Stephen Jackson var með 19 stig þegar Charlotte Bobcats vann 114-106 sigur á New York Knicks, kvöldið eftir að Charlotte-liðið vann glæsilegan sigur í Boston. Carmelo Anthony skoraði 36 stig fyrir New York en það kom ekki í veg fyrir sjötta tap liðsins í röð. New York liðið hefur aðeins unnið 7 af 19 leikjum sínum síðan að Carmelo kom frá Denver. Al Horford var með 23 stig og 12 fráköst þegar Atlanta Hawks tryggði sér sæti í úrslitakeppninni með 98-87 sigri á New Jersey Nets. Liðið missti Joe Johnson af velli í seinni hálfleik meiddan á þumalputta. Josh Smith skoraði 22 stig fyrir Hawks sem eru í úrslitakeppninni fjórða árið í röð. Anthony Morrow skoraði 25 stig fyrir Nets-liðið sem hefur tapað sex af síðustu sjö leikjum sínum. Richard Hamilton skoraði 23 stig þegar Detroit Pistons vann 100-88 sigur á Indiana Pacers. Brandon Rush skoraði mest 19 stig fyrir Indiana sem er að berjast um sæti í úrslitakeppnina.Mynd/APJason Terry skoraði 5 af 22 stigum sínum í 13-0 spretti í fjórða leikhluta þegar Dallas Mavericks vann 94-77 útisigur á Utah Jazz. Þetta var fimmta tap Utah í röð. Dirk Nowitzki skoraði 19 stig og hefur nú hitt úr 72 vítum í röð. Blake Griffin var með 22 stig og 16 fráköst þegar Los Angeles Clippers vann 94-90 sigur á Toronto Raptors sem tapaði sínum fjórða leik í röð. Chris Kaman var með 17 stig og 12 fráköst hjá Clippers og Eric Gordon skoraði 17 stig. Ed Davis var með 21 stig og 11 fráköst hjá Toronto. Úrslit allra leikja í NBA-deildinni í nótt:Mynd/APAtlanta Hawks-New Jersey Nets 98-87 Charlotte Bobcats-New York Knicks 114-106 Detroit Pistons-Indiana Pacers 100-88 Milwaukee Bucks-Chicago Bulls 87-95 Utah Jazz-Dallas Mavericks 77-94 Los Angeles Clippers-Toronto Raptors 94-90
NBA Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti Víkingar komnir í 750 milljónir og gætu spilað fram í febrúar Fótbolti Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Körfubolti Tvenna Diallo tryggði fyrsta sigurinn Fótbolti Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Handbolti Sigrinum óvænt stolið af Sociedad eftir jöfnunarmark Orra Fótbolti Fleiri fréttir Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti