Hægt gengur siðbótin Guðmundur Andri Thorsson skrifar 28. mars 2011 08:47 Umbæturnar ganga hægt. Siðbót í öllum greinum sem hér átti að fara fram lætur á sér standa. Hvers vegna? Því ráða "lögmál byrst" eins og Hallgrímur kvað: ýmis lögmál, tregðu og hagsmuna og valdamisgengis. Valdamisgengið er fyrst og fremst þetta: Sjálfstæðisflokkurinn er í senn utan stjórnar og innan garðs. Hann getur stöðvað mál, flækt mál og eyðilagt mál - og hann getur hleypt málum áfram. Þökk sé stjórnarandstöðunni í VG á ríkisstjórnin í reynd allt undir því að Sjálfstæðisflokkurinn hleypi málum áfram. Okkur hefur lengi verið stjórnað af karlmönnum í Sjálfstæðisflokknum sem gengu fyrst í MR og síðan í lagadeild Háskóla Íslands áður en þeir hurfu inn í kerfið til þjónustu fyrir flokk og meðbræður. Þessir menn hverfa ekki þó að sjálft kerfið sem þeir sköpuðu og þjónuðu hrynji með braki og brestum. Þeir sitja áfram í sínum háu embættum og þverskallast við. Óþekkti embættismaðurinn verður Óþekki embættismaðurinn. Þeir segja sem svo: Það var ekkert sem hrundi. Það var ekkert að kerfinu. Við gerðum ekkert rangt. Jón Ásgeir og Kaupþingsplebbarnir eyðilögðu allt, en sjálft kerfið var fínt. Þessum mönnum finnst það ósvinna að hér eigi að fara fram stjórnlagaþing og að fólk eigi að fá að koma nálægt því að búa þjóðinni stjórnarskrá sem hefur jafn fráleitar forsendur til þess og að vera heimspekingar, listamenn, sjómenn, bændur, hagfræðingar fjölmiðlamenn og manneskjur. Þarna eiga bara lögfræðingar úr Lagadeild Háskóla Íslands að starfa að málum enda hefur þeim gengið mjög vel við það starf að endurskoða ekki Stjórnarskrána. Allt að kenna? Ekki þarf að fara í grafgötur með að Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt stein í götu þess að hin fallega hugmynd um stjórnlagaþing fengi að líta almennilega dagsins ljós. Samt var það ekki Sjálfstæðisflokkurinn sem fór verst með þetta þing. Það var annars vegar vanmat þeirra sem um framkvæmdina véluðu á hugkvæmni og heift andstæðinganna og hins vegar hitt sem þyngst vóg: áhugaleysi íslensku þjóðarinnar á því að velja sjálf sína fulltrúa við að setja sér stjórnarskrá. Við megum samt ekki kenna Sjálfstæðisflokknum um kjarnorkugeislunina í Japan, átökin í Líbíu - eða klúður sem núverandi ríkisstjórn hefur virst fullfær sjálf um að skapa. Jóhanna Sigurðardóttir var að fá úrskurð frá Kærunefnd Jafnréttismála um að hún hefði brotið jafnréttislög þegar hún skipaði karlmann skrifstofustjóra í Forsætisráðuneytinu en gekk framhjá konu sem hafnað hafði í fimmta sæti þegar hæfum umsækjendum var raðað eftir verðleikum til starfans. Bent hefur verið á að formaður Kærunefndar Jafnréttismála sé karlmaður úr Lagadeild Háskólans - gott ef ekki "einn af strákunum". Kannski það. En hvernig var þá hægt að gefa manneskju sem er svo gott sem tvítyngd einkunnina núll í færni í meðferð erlendra tungumála? Eru "mannauðsfræðin" sem að baki þessu mati búa svona bágborin eða voru hér einhver önnur sjónarmið í gangi? Fullt starf að vera manneskja Stundum er eins og það sé fullt starf að reyna að vera sæmilega upplýstur almenningur hér á landi. Maður þarf helst að sökkva sér niður í flókna milliríkjasamninga um skuldir og svo strax í kjölfarið að kynna sér langar greinargerðir fyrir stöðuveitingum. Fáir efast um að Jóhanna Sigurðardóttir er einlæg í viðleitni sinni til siðbótar hér á landi og er að reyna að gera hlutina "rétt". Í téðri stöðuveitingu innan síns ráðuneytis er svo á henni að skilja að hún hafi eftirlátið " faglegum aðilum " að annast allt ráðningarferlið. Með þessum árangri: hún fær á sig dóm fyrir að brjóta jafnréttislög. Jóhanna Sigurðardóttir. Og þarf að sitja undir ákúrum frá Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, fyrir að brjóta jafnréttislög. Þetta er býsna ævintýralegt. Og hægt gengur siðbótin. Kannski að óþekka embættismanninn sé víðar að finna en innan Sjálfstæðisflokksins? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun
Umbæturnar ganga hægt. Siðbót í öllum greinum sem hér átti að fara fram lætur á sér standa. Hvers vegna? Því ráða "lögmál byrst" eins og Hallgrímur kvað: ýmis lögmál, tregðu og hagsmuna og valdamisgengis. Valdamisgengið er fyrst og fremst þetta: Sjálfstæðisflokkurinn er í senn utan stjórnar og innan garðs. Hann getur stöðvað mál, flækt mál og eyðilagt mál - og hann getur hleypt málum áfram. Þökk sé stjórnarandstöðunni í VG á ríkisstjórnin í reynd allt undir því að Sjálfstæðisflokkurinn hleypi málum áfram. Okkur hefur lengi verið stjórnað af karlmönnum í Sjálfstæðisflokknum sem gengu fyrst í MR og síðan í lagadeild Háskóla Íslands áður en þeir hurfu inn í kerfið til þjónustu fyrir flokk og meðbræður. Þessir menn hverfa ekki þó að sjálft kerfið sem þeir sköpuðu og þjónuðu hrynji með braki og brestum. Þeir sitja áfram í sínum háu embættum og þverskallast við. Óþekkti embættismaðurinn verður Óþekki embættismaðurinn. Þeir segja sem svo: Það var ekkert sem hrundi. Það var ekkert að kerfinu. Við gerðum ekkert rangt. Jón Ásgeir og Kaupþingsplebbarnir eyðilögðu allt, en sjálft kerfið var fínt. Þessum mönnum finnst það ósvinna að hér eigi að fara fram stjórnlagaþing og að fólk eigi að fá að koma nálægt því að búa þjóðinni stjórnarskrá sem hefur jafn fráleitar forsendur til þess og að vera heimspekingar, listamenn, sjómenn, bændur, hagfræðingar fjölmiðlamenn og manneskjur. Þarna eiga bara lögfræðingar úr Lagadeild Háskóla Íslands að starfa að málum enda hefur þeim gengið mjög vel við það starf að endurskoða ekki Stjórnarskrána. Allt að kenna? Ekki þarf að fara í grafgötur með að Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt stein í götu þess að hin fallega hugmynd um stjórnlagaþing fengi að líta almennilega dagsins ljós. Samt var það ekki Sjálfstæðisflokkurinn sem fór verst með þetta þing. Það var annars vegar vanmat þeirra sem um framkvæmdina véluðu á hugkvæmni og heift andstæðinganna og hins vegar hitt sem þyngst vóg: áhugaleysi íslensku þjóðarinnar á því að velja sjálf sína fulltrúa við að setja sér stjórnarskrá. Við megum samt ekki kenna Sjálfstæðisflokknum um kjarnorkugeislunina í Japan, átökin í Líbíu - eða klúður sem núverandi ríkisstjórn hefur virst fullfær sjálf um að skapa. Jóhanna Sigurðardóttir var að fá úrskurð frá Kærunefnd Jafnréttismála um að hún hefði brotið jafnréttislög þegar hún skipaði karlmann skrifstofustjóra í Forsætisráðuneytinu en gekk framhjá konu sem hafnað hafði í fimmta sæti þegar hæfum umsækjendum var raðað eftir verðleikum til starfans. Bent hefur verið á að formaður Kærunefndar Jafnréttismála sé karlmaður úr Lagadeild Háskólans - gott ef ekki "einn af strákunum". Kannski það. En hvernig var þá hægt að gefa manneskju sem er svo gott sem tvítyngd einkunnina núll í færni í meðferð erlendra tungumála? Eru "mannauðsfræðin" sem að baki þessu mati búa svona bágborin eða voru hér einhver önnur sjónarmið í gangi? Fullt starf að vera manneskja Stundum er eins og það sé fullt starf að reyna að vera sæmilega upplýstur almenningur hér á landi. Maður þarf helst að sökkva sér niður í flókna milliríkjasamninga um skuldir og svo strax í kjölfarið að kynna sér langar greinargerðir fyrir stöðuveitingum. Fáir efast um að Jóhanna Sigurðardóttir er einlæg í viðleitni sinni til siðbótar hér á landi og er að reyna að gera hlutina "rétt". Í téðri stöðuveitingu innan síns ráðuneytis er svo á henni að skilja að hún hafi eftirlátið " faglegum aðilum " að annast allt ráðningarferlið. Með þessum árangri: hún fær á sig dóm fyrir að brjóta jafnréttislög. Jóhanna Sigurðardóttir. Og þarf að sitja undir ákúrum frá Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, fyrir að brjóta jafnréttislög. Þetta er býsna ævintýralegt. Og hægt gengur siðbótin. Kannski að óþekka embættismanninn sé víðar að finna en innan Sjálfstæðisflokksins?