Fyrirsláttulok? Ólafur Þ. Stephensen skrifar 28. mars 2011 08:52 Ríkisendurskoðun tekur í nýrri skýrslu undir með þeim sem hafa gagnrýnt samkrull ríkisvaldsins og Bændasamtakanna. Margir hafa talið í hæsta máta óeðlilegt að hagsmunasamtökum sé falið að úthluta ríkisstyrkjum til félagsmanna sinna og hafa jafnframt eftirlit með úthlutuninni. Sama á við þegar hagsmunasamtökin safna hagtölum um landbúnaðinn fyrir hönd ríkisins, en á slíkum tölum geta stjórnvöld þurft að byggja ákvarðanir sem snerta hagsmuni bænda. Kerfið býður annars vegar upp á hagsmunaárekstra og hins vegar að hagsmunasamtökin verði í raun sá sem valdið hefur og segi ríkisvaldinu fyrir verkum. Ríkisendurskoðun bendir einmitt á hættuna á hagsmunaárekstrum og telur ríkisvaldið hafa ónógt eftirlit með þeirri starfsemi sem Bændasamtökunum hefur verið falin. Stofnunin leggur til að ríkið taki ýmis stjórnsýsluverkefni úr höndum Bændasamtakanna, þar á meðal hagskýrslugerðina og eftirlit með því að úthlutun framlaga til landbúnaðarins sé í samræmi við lög og reglur. Ríkisendurskoðun vill eyða óvissu um þær lagalegu skyldur sem Bændasamtökunum eru lagðar á herðar með samningum við ríkið, til dæmis hvort ákvæði stjórnsýslulaga, upplýsingalaga og fleiri lagabálka eigi við. Loks leggur Ríkisendurskoðun til að Matvælastofnun "annist sjálf stjórnsýsluverkefni á ábyrgðarsviði sínu, s.s. eftirlit, ráðstöfun á almannafé, upplýsingagjöf og umsjón skráa um rétthafa greiðslumarks, en ekki Bændasamtökin". Allar virðast þessar breytingar í raun borðleggjandi. Það getur engan veginn talizt eðlilegt að hagsmunasamtök sýsli með almannafé og hafi eftirlit með sjálfum sér. Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtakanna, sagði í samtali við Fréttablaðið á laugardaginn að samtökin "hefðu ekkert á móti því að losna við eitthvað af þessum verkefnum". Það væri hins vegar undir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu komið að svara því hvort annað fyrirkomulag kynni að vera betra. Hér kveður við allt annan tón en þegar Búnaðarþing dró á dögunum upp "varnarlínur" sínar vegna aðildarviðræðnanna við Evrópusambandið. Þar sagði að kæmi til ESB-aðildar yrði að tryggja samtökum bænda "sambærilega stöðu og nú" og sjá til þess að þau fengju áfram ríkisstyrki. Þetta eru væntanlega viðbrögð við því að af hálfu Evrópusambandsins hafa verið gerðar athugasemdir við stöðu Bændasamtakanna; bæði að þau úthluti ríkisstyrkjum og að þau sjái um hagskýrslugerð. Skýrsla Ríkisendurskoðunar undirstrikar hins vegar að breytingar á stöðu Bændasamtakanna eru nauðsynlegar, hvort sem kemur til ESB-aðildar eða ekki. Og viðbrögð formanns Bændasamtakanna nú sýna að "varnarlínur" bænda og áhyggjur þeirra af "aðlögun" að reglum ESB í þessu efni eru fyrirsláttur. Er ekki tímabært að hætta honum? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Ríkisendurskoðun tekur í nýrri skýrslu undir með þeim sem hafa gagnrýnt samkrull ríkisvaldsins og Bændasamtakanna. Margir hafa talið í hæsta máta óeðlilegt að hagsmunasamtökum sé falið að úthluta ríkisstyrkjum til félagsmanna sinna og hafa jafnframt eftirlit með úthlutuninni. Sama á við þegar hagsmunasamtökin safna hagtölum um landbúnaðinn fyrir hönd ríkisins, en á slíkum tölum geta stjórnvöld þurft að byggja ákvarðanir sem snerta hagsmuni bænda. Kerfið býður annars vegar upp á hagsmunaárekstra og hins vegar að hagsmunasamtökin verði í raun sá sem valdið hefur og segi ríkisvaldinu fyrir verkum. Ríkisendurskoðun bendir einmitt á hættuna á hagsmunaárekstrum og telur ríkisvaldið hafa ónógt eftirlit með þeirri starfsemi sem Bændasamtökunum hefur verið falin. Stofnunin leggur til að ríkið taki ýmis stjórnsýsluverkefni úr höndum Bændasamtakanna, þar á meðal hagskýrslugerðina og eftirlit með því að úthlutun framlaga til landbúnaðarins sé í samræmi við lög og reglur. Ríkisendurskoðun vill eyða óvissu um þær lagalegu skyldur sem Bændasamtökunum eru lagðar á herðar með samningum við ríkið, til dæmis hvort ákvæði stjórnsýslulaga, upplýsingalaga og fleiri lagabálka eigi við. Loks leggur Ríkisendurskoðun til að Matvælastofnun "annist sjálf stjórnsýsluverkefni á ábyrgðarsviði sínu, s.s. eftirlit, ráðstöfun á almannafé, upplýsingagjöf og umsjón skráa um rétthafa greiðslumarks, en ekki Bændasamtökin". Allar virðast þessar breytingar í raun borðleggjandi. Það getur engan veginn talizt eðlilegt að hagsmunasamtök sýsli með almannafé og hafi eftirlit með sjálfum sér. Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtakanna, sagði í samtali við Fréttablaðið á laugardaginn að samtökin "hefðu ekkert á móti því að losna við eitthvað af þessum verkefnum". Það væri hins vegar undir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu komið að svara því hvort annað fyrirkomulag kynni að vera betra. Hér kveður við allt annan tón en þegar Búnaðarþing dró á dögunum upp "varnarlínur" sínar vegna aðildarviðræðnanna við Evrópusambandið. Þar sagði að kæmi til ESB-aðildar yrði að tryggja samtökum bænda "sambærilega stöðu og nú" og sjá til þess að þau fengju áfram ríkisstyrki. Þetta eru væntanlega viðbrögð við því að af hálfu Evrópusambandsins hafa verið gerðar athugasemdir við stöðu Bændasamtakanna; bæði að þau úthluti ríkisstyrkjum og að þau sjái um hagskýrslugerð. Skýrsla Ríkisendurskoðunar undirstrikar hins vegar að breytingar á stöðu Bændasamtakanna eru nauðsynlegar, hvort sem kemur til ESB-aðildar eða ekki. Og viðbrögð formanns Bændasamtakanna nú sýna að "varnarlínur" bænda og áhyggjur þeirra af "aðlögun" að reglum ESB í þessu efni eru fyrirsláttur. Er ekki tímabært að hætta honum?
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun