NBA í nótt: Ótrúleg frammistaða þríeyksins í Miami Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. mars 2011 09:00 LeBron James í leiknum í nótt. Mynd/AP Miami vann í nótt öruggan sigur á Houston, 125-119, í NBA-deildinni í körfubolta og þar með áttunda sigur liðsins í síðustu níu leikjum þess. Þríeykið öfluga í Miami - sem samanstendur af þeim LeBron James, Dwayne Wade og Chris Bosh - átti ótrúlegan leik í nótt en allir skiluðu minnst 30 stigum og 10 fráköstum. James var með 33 stig og tíu fráköst, Bosh 31 stig og tólf fráköst og Wade 30 stig og ellefu fráköst. Er þetta í fyrsta sinn síðan í febrúarmánuði 1961 að þrír leikmenn sama liðsins ná svoleiðis tölum í óframlengdum leik. Mike Bibby skoraði fjórtán stig fyrir Miami sem vantar ekki mikið upp á að komast upp fyrir Boston í annað sæti Austurdeildarinnar. Chicago er í efsta sætinu sem stendur. Kevin Martin skoraði 29 stig fyrir Houston, Luis Scola 28 og Kyle Lowry 25 stig auk þess sem hann gaf níu stoðsendingar og sjö fráköst. Houston hafði unnið fimm leiki í röð fyrir leik næturinnar. Miami var yfir allan fjórða leikhlutann en Wade tryggði sínum mönnum endanlega sigurinn með körfu þegar 33 sekúndur voru til leiksloka. Memphis vann San Antonio, 111-104. Tony Allen og Zach Randolph skoruðu 23 stig hver fyrir Memphis.Boston vann Minnesota, 85-82. Paul Pierce skoraði 23 stig og tók sjö fráköst fyrir Boston.Oklahoma City vann Portland, 99-90. Russell Westbrook setti niður þrjá þrista á lokakaflanum, þar af einn sem að tryggði sigurinn þegar 21 sekúnda var til leiksloka. Gerald Wallace skoraði 40 stig fyrir Portland en það dugði ekki til. Með sigrinum tryggði Oklahoma City sér sæti í úrslitakeppninni.Atlanta vann Cleveland, 99-83. Marvin Williams skoraði 31 stig fyrir Atlanta og Al Horford 20. Sacramento vann Philadelphia, 114-111. Marcus Thornton skoraði 32 stig fyrir Sacramento.Golden State vann Washington, 114-104. Monta Ellis skoraði 37 stig og gaf þrettán stoðsendingar fyrir Golden State.LA Lakers vann New Orleans, 102-84. Kobe Bryant skoraði 30 stig og Pau Gasol var með 23 stig og sextán fráköst. Þetta var fimmtándi sigur liðsins í síðustu sextán leikjum.Dallas vann Phoenix, 91-83. Jason Kidd setti niður tvo þrista undir lokin sem dugði Dallas til sigurs í leiknum. Útlitið hjá Phoenix um sæti í úrslitakeppninni er nú orðið ansi dökkt.Staðan í deildinni. NBA Mest lesið Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ Körfubolti Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Fótbolti Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Fótbolti Draumaprinsinn Benóný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og hvaða lið verður síðast inn í átta liða úrslitin Sport Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Enski boltinn Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Enski boltinn „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Körfubolti Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Körfubolti Fleiri fréttir „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Sjá meira
Miami vann í nótt öruggan sigur á Houston, 125-119, í NBA-deildinni í körfubolta og þar með áttunda sigur liðsins í síðustu níu leikjum þess. Þríeykið öfluga í Miami - sem samanstendur af þeim LeBron James, Dwayne Wade og Chris Bosh - átti ótrúlegan leik í nótt en allir skiluðu minnst 30 stigum og 10 fráköstum. James var með 33 stig og tíu fráköst, Bosh 31 stig og tólf fráköst og Wade 30 stig og ellefu fráköst. Er þetta í fyrsta sinn síðan í febrúarmánuði 1961 að þrír leikmenn sama liðsins ná svoleiðis tölum í óframlengdum leik. Mike Bibby skoraði fjórtán stig fyrir Miami sem vantar ekki mikið upp á að komast upp fyrir Boston í annað sæti Austurdeildarinnar. Chicago er í efsta sætinu sem stendur. Kevin Martin skoraði 29 stig fyrir Houston, Luis Scola 28 og Kyle Lowry 25 stig auk þess sem hann gaf níu stoðsendingar og sjö fráköst. Houston hafði unnið fimm leiki í röð fyrir leik næturinnar. Miami var yfir allan fjórða leikhlutann en Wade tryggði sínum mönnum endanlega sigurinn með körfu þegar 33 sekúndur voru til leiksloka. Memphis vann San Antonio, 111-104. Tony Allen og Zach Randolph skoruðu 23 stig hver fyrir Memphis.Boston vann Minnesota, 85-82. Paul Pierce skoraði 23 stig og tók sjö fráköst fyrir Boston.Oklahoma City vann Portland, 99-90. Russell Westbrook setti niður þrjá þrista á lokakaflanum, þar af einn sem að tryggði sigurinn þegar 21 sekúnda var til leiksloka. Gerald Wallace skoraði 40 stig fyrir Portland en það dugði ekki til. Með sigrinum tryggði Oklahoma City sér sæti í úrslitakeppninni.Atlanta vann Cleveland, 99-83. Marvin Williams skoraði 31 stig fyrir Atlanta og Al Horford 20. Sacramento vann Philadelphia, 114-111. Marcus Thornton skoraði 32 stig fyrir Sacramento.Golden State vann Washington, 114-104. Monta Ellis skoraði 37 stig og gaf þrettán stoðsendingar fyrir Golden State.LA Lakers vann New Orleans, 102-84. Kobe Bryant skoraði 30 stig og Pau Gasol var með 23 stig og sextán fráköst. Þetta var fimmtándi sigur liðsins í síðustu sextán leikjum.Dallas vann Phoenix, 91-83. Jason Kidd setti niður tvo þrista undir lokin sem dugði Dallas til sigurs í leiknum. Útlitið hjá Phoenix um sæti í úrslitakeppninni er nú orðið ansi dökkt.Staðan í deildinni.
NBA Mest lesið Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ Körfubolti Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Fótbolti Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Fótbolti Draumaprinsinn Benóný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og hvaða lið verður síðast inn í átta liða úrslitin Sport Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Enski boltinn Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Enski boltinn „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Körfubolti Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Körfubolti Fleiri fréttir „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli