Frystingarleið Pawel Bartoszek skrifar 18. mars 2011 06:00 Þær hugmyndir að breytingum í sjávarútvegskerfinu sem greint var frá á forsíðu Fréttablaðsins í gær gefa fullt tilefni til að álykta að réttast væri að slá af hvers kyns áformum um endurbætur greininni þangað til að markaðsvænni straumar fari að blása í ráðuneyti sjávarútvegsmála. Það er í öllu falli miður ráðlegt að smíða löggjöf og setja af stað atburðarrás til margra ára, ef byggja á á framtíðarsýn ráðherra sem gjarnan vildi að klukkan væri útbúin handbremsu og helst bakkgír líka.Kubbakvótar Í fljótu bragði virðist sem umræddar tillögur gangi út á að skipta kvótakerfinu upp í tvo, misstóra, hluta. Fyrri hlutinn, hinn smærri, er dótakassi fullur af kvóta sem íslenskir pólitíkusar geta kubbað með. Úr dótakassanum verður hægt að dreifa í þágu "atvinnuuppbyggingar" og "byggðamála" sem eru feluorð stjórnmálanna yfir óhagkvæmni. Ef ríkið þarf að verja fé til einhverra atvinnumála þá þýðir það að enginn annar er til í að gera það, og fé sem enginn vill verja er oftar en ekki illa varið. Seinni hluti, sá stærri, á síðan að vera verri útgáfa af gildandi kvótakerfi þar sem núverandi kvótastaða er fryst og reynt að hindra að kvóti geti mögulega skipt um hendur. Þannig er það nefnilega að þegar einn selur og annar kaupir þá græðir oft annar þeirra og enn oftar báðir. Það finnst mönnum slæmt. Vont að menn græði. Slíkt verður reynt að stöðva. Sé eitthvað til dæmis að marka nokkurra mánaða gömul skrif Lilju Rafneyjar, alþingiskonu VG, um framtíð kvótakerfisins þá verða það skilyrði fyrir kvótasölu að enginn hagnist (þýðist: báðir tapi) ríkið veiti samþykkti og kvótinn færist ekki á milli bæjarfélaga. Hljómar eins og sjoppurekstur í helvíti. Og einhvern veginn tekst mönnum síðan að finna það út að sú leið að gefa núverandi kvótaeigendum hluta hans til langframa og leyfa Jón Bjarnasyni að ráðstafa hinum hlutanum sé leið til að auka nýliðun. Einmitt.Velferðaratvinnulíf Öflugt atvinnulíf er nauðsynlegt til að reka gott velferðarkerfi. Gæfa norrænna ríkja hefur að mörgu leyti falist í því að þótt atvinnulífið sé skattlagt drjúgt þá fær það samt að mestu að gera það sem gerir vel, án þess að þurfa að gera fullt af öðru. Atvinnulífið borgar fyrir velferðarkerfið, en atvinnulífið er ekki krafið um að vera velferðarkerfi í sjálfu sér. Því meira sem við gerum að því að blanda þessu tvennu saman, því verra verður hvort um sig. En athafnir stjórnvalda stefna allar í hina sömu vondu átt. Nú á ekki að landa fiski þar sem það borgar sig helst, heldur þar sem fiskurinn gleður flesta. Sá ráðherra sem mest gerir til að leggja stein í götu aðildar Íslands að Evrópusambandinu er með öllum aðgerðum sínum að færast nær stærstu mistökum sem Evrópusambandið hefur gert og, í tilfelli landbúnaðarins, að reyna gera enn verr. Ef sjávarútvegur á að fara að gegna félagslegu hlutverki þá er kannski ekki langt í það að hann sjálfur falli undir þann flokk þjóðlífsins sem virðist þurfa á félagslegum stuðningi að halda til að halda sér gangandi. Þar er uggvænleg framtíðarsýn. Það fyrirkomulag að þeir sem eigi kvóta greiði árlegan skatt af sönnu markaðsvirði hans væri gott. Það fyrirkomulag þar sem hluti kvótans yrði boðinn upp á hverju ar til langs tíma væri, út frá markaðslegum sjónarmiðum, enn betra. Væri síðarnefnda kerfið fyrir valinu ættu þessi réttindi án nokkurs vafa að vera varin eignarréttarákvæðum, en sama hvaða leið yrði farin að leyfa mönnum hverju sinni að selja og leigja þau til þeirra sem telja sig geta nýtt þau betur.Vond niðurstaða Sú leið sem nú virðist eiga að fara er málamiðlun þeirra stjórnmálamanna sem eru tortryggnir á frjálsan markað og vilja helst handstýra honum í "þágu góðs" og kvótaeigenda sem kannski deila ekki þeim skoðunum að fullu en geta án frjálsa markaðsins hans verið, svo lengi sem þeir fá að halda í að sem þeir hafa þegar keypt. Sú málamiðlun gefur stjórnarflokkunum kannski afsökun til að tikka við eitt atriði í stefnuskrám sínum. En frá sjónarhóli samkeppni, hagkvæmni og frjáls markaðar er hún vond. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun
Þær hugmyndir að breytingum í sjávarútvegskerfinu sem greint var frá á forsíðu Fréttablaðsins í gær gefa fullt tilefni til að álykta að réttast væri að slá af hvers kyns áformum um endurbætur greininni þangað til að markaðsvænni straumar fari að blása í ráðuneyti sjávarútvegsmála. Það er í öllu falli miður ráðlegt að smíða löggjöf og setja af stað atburðarrás til margra ára, ef byggja á á framtíðarsýn ráðherra sem gjarnan vildi að klukkan væri útbúin handbremsu og helst bakkgír líka.Kubbakvótar Í fljótu bragði virðist sem umræddar tillögur gangi út á að skipta kvótakerfinu upp í tvo, misstóra, hluta. Fyrri hlutinn, hinn smærri, er dótakassi fullur af kvóta sem íslenskir pólitíkusar geta kubbað með. Úr dótakassanum verður hægt að dreifa í þágu "atvinnuuppbyggingar" og "byggðamála" sem eru feluorð stjórnmálanna yfir óhagkvæmni. Ef ríkið þarf að verja fé til einhverra atvinnumála þá þýðir það að enginn annar er til í að gera það, og fé sem enginn vill verja er oftar en ekki illa varið. Seinni hluti, sá stærri, á síðan að vera verri útgáfa af gildandi kvótakerfi þar sem núverandi kvótastaða er fryst og reynt að hindra að kvóti geti mögulega skipt um hendur. Þannig er það nefnilega að þegar einn selur og annar kaupir þá græðir oft annar þeirra og enn oftar báðir. Það finnst mönnum slæmt. Vont að menn græði. Slíkt verður reynt að stöðva. Sé eitthvað til dæmis að marka nokkurra mánaða gömul skrif Lilju Rafneyjar, alþingiskonu VG, um framtíð kvótakerfisins þá verða það skilyrði fyrir kvótasölu að enginn hagnist (þýðist: báðir tapi) ríkið veiti samþykkti og kvótinn færist ekki á milli bæjarfélaga. Hljómar eins og sjoppurekstur í helvíti. Og einhvern veginn tekst mönnum síðan að finna það út að sú leið að gefa núverandi kvótaeigendum hluta hans til langframa og leyfa Jón Bjarnasyni að ráðstafa hinum hlutanum sé leið til að auka nýliðun. Einmitt.Velferðaratvinnulíf Öflugt atvinnulíf er nauðsynlegt til að reka gott velferðarkerfi. Gæfa norrænna ríkja hefur að mörgu leyti falist í því að þótt atvinnulífið sé skattlagt drjúgt þá fær það samt að mestu að gera það sem gerir vel, án þess að þurfa að gera fullt af öðru. Atvinnulífið borgar fyrir velferðarkerfið, en atvinnulífið er ekki krafið um að vera velferðarkerfi í sjálfu sér. Því meira sem við gerum að því að blanda þessu tvennu saman, því verra verður hvort um sig. En athafnir stjórnvalda stefna allar í hina sömu vondu átt. Nú á ekki að landa fiski þar sem það borgar sig helst, heldur þar sem fiskurinn gleður flesta. Sá ráðherra sem mest gerir til að leggja stein í götu aðildar Íslands að Evrópusambandinu er með öllum aðgerðum sínum að færast nær stærstu mistökum sem Evrópusambandið hefur gert og, í tilfelli landbúnaðarins, að reyna gera enn verr. Ef sjávarútvegur á að fara að gegna félagslegu hlutverki þá er kannski ekki langt í það að hann sjálfur falli undir þann flokk þjóðlífsins sem virðist þurfa á félagslegum stuðningi að halda til að halda sér gangandi. Þar er uggvænleg framtíðarsýn. Það fyrirkomulag að þeir sem eigi kvóta greiði árlegan skatt af sönnu markaðsvirði hans væri gott. Það fyrirkomulag þar sem hluti kvótans yrði boðinn upp á hverju ar til langs tíma væri, út frá markaðslegum sjónarmiðum, enn betra. Væri síðarnefnda kerfið fyrir valinu ættu þessi réttindi án nokkurs vafa að vera varin eignarréttarákvæðum, en sama hvaða leið yrði farin að leyfa mönnum hverju sinni að selja og leigja þau til þeirra sem telja sig geta nýtt þau betur.Vond niðurstaða Sú leið sem nú virðist eiga að fara er málamiðlun þeirra stjórnmálamanna sem eru tortryggnir á frjálsan markað og vilja helst handstýra honum í "þágu góðs" og kvótaeigenda sem kannski deila ekki þeim skoðunum að fullu en geta án frjálsa markaðsins hans verið, svo lengi sem þeir fá að halda í að sem þeir hafa þegar keypt. Sú málamiðlun gefur stjórnarflokkunum kannski afsökun til að tikka við eitt atriði í stefnuskrám sínum. En frá sjónarhóli samkeppni, hagkvæmni og frjáls markaðar er hún vond.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun