Gæfukenningin um hrun krónunnar Þorsteinn Pálsson skrifar 19. mars 2011 06:45 Íslandsbersi staðhæfði á sínum tíma að víxlarar á Englandi vildu heldur falsaða peninga en íslenska. Í þessum skáldskap Halldórs Laxness var beitt ádeila fyrir fjörutíu árum fyrir þá sök að allir vissu að í honum var sannleikskorn. Af því korni hefur nú vaxið veruleiki sem á ekki lengur neitt skylt við skáldskap og margir telja reyndar helstu gæfu þjóðarinnar. Fjármálaráðherra sagði tvennt í byrjun vikunnar um íslensku krónuna sem hefur afgerandi pólitíska þýðingu. Í fyrsta lagi fullyrti hann að krónan hefði verið til mikillar gæfu fyrir útflutningsgreinarnar og skaðlegt væri að tala hana niður. Í annan stað upplýsti hann að engin framtíðarstefna yrði mótuð af hálfu ríkisstjórnarinnar nema krónan yrði þar jafn kostur á við aðra. Ummæli fjármálaráðherra féllu á Alþingi. Enginn sem þar á sæti bað ráðherrann að færa fram rök fyrir gengisfellingargæfukenningunni. Það var eins gott fyrir hann því allir helstu hagvísar sýna að þremur árum eftir hrun ríkismyntarinnar bólar ekki enn á vexti í útflutningi. Gæfukenning fjármálaráðherrans og margra annarra leiddi hins vegar fjölmörg heimili og fyrirtæki í gjaldþrot. Þannig varð til afgangur í vöruviðskiptum með minni kaupmætti og stöðvun fjárfestinga. Öll stærstu útflutningsfyrirtækin í sjávarútvegi og iðnaði gera upp reikninga sína í erlendri mynt. Árið 2009 höfðu nærri fjörutíu úr hópi þrjúhundruð stærstu fyrirtækja landsins yfirgefið krónuna. Nærri lætur að velta þeirra innanlands hafi samsvarað tveimur þriðju hlutum landsframleiðslunnar og hildarvelta þeirra hafi verið fjórðungi meiri. Hvernig rýmar þessi veruleiki við kenningu ráðherrans? Orð og athafnirLandsvirkjun hefur notað bandaríska dali í reikningsuppgjöri sínu í bráðum áratug. Meðan krónan er til má segja að ríkisvaldið geti með engu móti sýnt meiri vantrú á ríkismyntinni en að láta öflugasta ríkisfyrirtækið gera upp í erlendum gjaldmiðli. Þessi ákvörðun var að sönnu tekin í tíð ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Nú fer formaður VG hins vegar með öll atkvæði á hluthafafundum félagsins. Ef hann vill vera trúr kenningu sinni um gildi krónunnar og gæfu gengisfellinganna hvers vegna hefur hann þá ekki ákveðið að breyta reikningum Landsvirkjunar í íslenskar krónur á ný? Ber honum ekki skylda til að grípa til þeirra ráða sem farsælust eru í ríkisrekstrinum? Í þessu tilviki hefur fjármálaráðherra völd til þess einn og sér að sýna hvernig athafnir fylgja orðum. Ef kenning hans um ágæti ríkismyntarinnar væri rétt ætti Landsvirkjun að sýna mun betri afkomu með því að taka upp íslenskar krónur. Með gagnályktun af ummælum ráðherrans gæti hann með slíkri ráðstöfun talað upp gengi krónunnar. Á þessu hefur orðið bið. Aðeins tvær skýringar geta verið á því: Vantrú á eigin orðum eða vanræksla í starfi. Ný efnahagsáætlun án innihalds?Efnahagsáætlunin sem fyrri ríkisstjórn vann með AGS rennur út í ágúst. Efnahagsráðherrann hefur gefið til kynna að á næstunni muni ríkisstjórnin birta nýja áætlun sem vísa á veginn inn í framtíðina. Þegar fjármálaráðherrann segist ekki ætla að samþykkja neina stefnumörkun nema krónan verði þar jafngild öðrum kostum hlýtur hann að vera að vísa til þessara áforma. Stefnan í peningamálum er öxullinn sem aðrir þættir efnahagsstefnunnar snúast um. Eigi framtíðarstefnan í efnahagsmálum að byggjast á því að setja fram tvo eða fleiri kosti um sjálfan burðarás hennar verður hún að sjálfsögðu innihaldslaus með öllu. Yfirlýsing fjármálaráðherra bendir til að Samfylkingin ætli einu sinni sem oftar að gefa eftir fyrir VG. Tími bollalegginga um mismunandi leiðir í peningamálum er liðinn. Tími skýrrar stefnumörkunar er runninn upp. Reyndar rann hann upp fyrir hrun krónunnar. Furðu sætir að engin umræða verður í samfélaginu þegar fjármálaráðherra boðar svo váleg tíðindi um áframhaldandi hringlandahátt og óvissu á þessu mikilvægasta sviði efnahagsmálanna. Þessi ummæli fjármálaráðherra veikja samningsstöðu Íslands í viðræðum við ESB með sama hætti og delluyfirlýsingar forsetans á erlendum vettvangi um að Ísland skáki nú öðrum Evrópuþjóðum með krónunni. Utanríkisráðherrann talar í eina átt og fjármálaráðherrann og forsetinn í aðra. Hvorki fyrirtækin né launamenn vita hvert ferðinni er heitið og því síður þær þjóðir sem við eigum helst samskipti við. Ef að líkum lætur verða lyktir málsins þær að forsætisráðherra staðhæfir að stefnuleysið skrifist á bölsýnisreikning íhaldsins og þjóðin muni stýra ríkisstjórninni í allsherjaratkvæðagreiðslu í fyllingu tímans. Þessi atvik öll eru betra efni í skáldsögu en pólitískan veruleika. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun
Íslandsbersi staðhæfði á sínum tíma að víxlarar á Englandi vildu heldur falsaða peninga en íslenska. Í þessum skáldskap Halldórs Laxness var beitt ádeila fyrir fjörutíu árum fyrir þá sök að allir vissu að í honum var sannleikskorn. Af því korni hefur nú vaxið veruleiki sem á ekki lengur neitt skylt við skáldskap og margir telja reyndar helstu gæfu þjóðarinnar. Fjármálaráðherra sagði tvennt í byrjun vikunnar um íslensku krónuna sem hefur afgerandi pólitíska þýðingu. Í fyrsta lagi fullyrti hann að krónan hefði verið til mikillar gæfu fyrir útflutningsgreinarnar og skaðlegt væri að tala hana niður. Í annan stað upplýsti hann að engin framtíðarstefna yrði mótuð af hálfu ríkisstjórnarinnar nema krónan yrði þar jafn kostur á við aðra. Ummæli fjármálaráðherra féllu á Alþingi. Enginn sem þar á sæti bað ráðherrann að færa fram rök fyrir gengisfellingargæfukenningunni. Það var eins gott fyrir hann því allir helstu hagvísar sýna að þremur árum eftir hrun ríkismyntarinnar bólar ekki enn á vexti í útflutningi. Gæfukenning fjármálaráðherrans og margra annarra leiddi hins vegar fjölmörg heimili og fyrirtæki í gjaldþrot. Þannig varð til afgangur í vöruviðskiptum með minni kaupmætti og stöðvun fjárfestinga. Öll stærstu útflutningsfyrirtækin í sjávarútvegi og iðnaði gera upp reikninga sína í erlendri mynt. Árið 2009 höfðu nærri fjörutíu úr hópi þrjúhundruð stærstu fyrirtækja landsins yfirgefið krónuna. Nærri lætur að velta þeirra innanlands hafi samsvarað tveimur þriðju hlutum landsframleiðslunnar og hildarvelta þeirra hafi verið fjórðungi meiri. Hvernig rýmar þessi veruleiki við kenningu ráðherrans? Orð og athafnirLandsvirkjun hefur notað bandaríska dali í reikningsuppgjöri sínu í bráðum áratug. Meðan krónan er til má segja að ríkisvaldið geti með engu móti sýnt meiri vantrú á ríkismyntinni en að láta öflugasta ríkisfyrirtækið gera upp í erlendum gjaldmiðli. Þessi ákvörðun var að sönnu tekin í tíð ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Nú fer formaður VG hins vegar með öll atkvæði á hluthafafundum félagsins. Ef hann vill vera trúr kenningu sinni um gildi krónunnar og gæfu gengisfellinganna hvers vegna hefur hann þá ekki ákveðið að breyta reikningum Landsvirkjunar í íslenskar krónur á ný? Ber honum ekki skylda til að grípa til þeirra ráða sem farsælust eru í ríkisrekstrinum? Í þessu tilviki hefur fjármálaráðherra völd til þess einn og sér að sýna hvernig athafnir fylgja orðum. Ef kenning hans um ágæti ríkismyntarinnar væri rétt ætti Landsvirkjun að sýna mun betri afkomu með því að taka upp íslenskar krónur. Með gagnályktun af ummælum ráðherrans gæti hann með slíkri ráðstöfun talað upp gengi krónunnar. Á þessu hefur orðið bið. Aðeins tvær skýringar geta verið á því: Vantrú á eigin orðum eða vanræksla í starfi. Ný efnahagsáætlun án innihalds?Efnahagsáætlunin sem fyrri ríkisstjórn vann með AGS rennur út í ágúst. Efnahagsráðherrann hefur gefið til kynna að á næstunni muni ríkisstjórnin birta nýja áætlun sem vísa á veginn inn í framtíðina. Þegar fjármálaráðherrann segist ekki ætla að samþykkja neina stefnumörkun nema krónan verði þar jafngild öðrum kostum hlýtur hann að vera að vísa til þessara áforma. Stefnan í peningamálum er öxullinn sem aðrir þættir efnahagsstefnunnar snúast um. Eigi framtíðarstefnan í efnahagsmálum að byggjast á því að setja fram tvo eða fleiri kosti um sjálfan burðarás hennar verður hún að sjálfsögðu innihaldslaus með öllu. Yfirlýsing fjármálaráðherra bendir til að Samfylkingin ætli einu sinni sem oftar að gefa eftir fyrir VG. Tími bollalegginga um mismunandi leiðir í peningamálum er liðinn. Tími skýrrar stefnumörkunar er runninn upp. Reyndar rann hann upp fyrir hrun krónunnar. Furðu sætir að engin umræða verður í samfélaginu þegar fjármálaráðherra boðar svo váleg tíðindi um áframhaldandi hringlandahátt og óvissu á þessu mikilvægasta sviði efnahagsmálanna. Þessi ummæli fjármálaráðherra veikja samningsstöðu Íslands í viðræðum við ESB með sama hætti og delluyfirlýsingar forsetans á erlendum vettvangi um að Ísland skáki nú öðrum Evrópuþjóðum með krónunni. Utanríkisráðherrann talar í eina átt og fjármálaráðherrann og forsetinn í aðra. Hvorki fyrirtækin né launamenn vita hvert ferðinni er heitið og því síður þær þjóðir sem við eigum helst samskipti við. Ef að líkum lætur verða lyktir málsins þær að forsætisráðherra staðhæfir að stefnuleysið skrifist á bölsýnisreikning íhaldsins og þjóðin muni stýra ríkisstjórninni í allsherjaratkvæðagreiðslu í fyllingu tímans. Þessi atvik öll eru betra efni í skáldsögu en pólitískan veruleika.