Útvötnun orðanna Steinunn Stefánsdóttir skrifar 5. mars 2011 10:49 Rétturinn til að tjá sig er einn af hornsteinum lýðræðisins og skoðanaskipti um málefni, bæði brýn pólitísk málefni og hversdagslegri mál, eru hluti af því að vera manneskja. Forsenda þess að skoðanaskipti séu gjöful er þó gagnkvæm virðing þeirra sem skiptast á skoðunum og virk hlustun, sem því miður virðist á tíðum skorta, ekki síst þegar tekist er á um pólitísk málefni. Íslensk umræðuhefð á vettvangi stjórnmála er kappræða að mati Ólafs Páls Jónssonar heimspekings, sem ritar áhugaverða grein um efnið í síðasta tölublað Tímarits Máls og menningar. Eins og liggur í orðinu sjálfu, kappræða, þá gengur hún út á að menn etja kappi með orðum og sá hefur betur sem tekst að stela senunni. Þessi umræðuhefð stjórnmálanna hefur líka stundum verið nefnd Morfíshefðin og er þá kennd við þekkta mælskukeppni framhaldsskóla. Meðal einkenna kappræðumenningarinnar er að draga persónu andstæðingsins inn í umræðuna, til dæmis að setja á hann einkenni og gera honum jafnvel upp skoðanir. Annað einkenni er notkun gífuryrða en svo virðist sem mörk þess orðfæris sem viðeigandi telst séu að færast út, hugsanlega vegna áhrifa af nafnlausum skrifum í athugasemdakerfum á netinu. Útvötnun hugtaka er einnig einkenni á kappræðumenningunni sem einkennir pólitíska umræðu. Hugtakið mannréttindi er dæmi um slíkt hugtak. Mannréttindi eru grundvallarréttindi sem hægt á að vera að tryggja að allir njóti. Í umræðunni um staðgöngumæðrun kom hins vegar fram það sjónarmið að það væru mannréttindi að fá að eignast börn. Mannréttindi kvenna í fjarlægum löndum sem af neyð vinna það verk að ganga með börn gegn greiðslu voru þá ekki nefnd til sögu. Landráðamaður er stimpill sem vinsælt hefur verið að klína á þá sem telja að Ísland sé betur komið í samfélagi Evrópuþjóða í ESB en utan þess. Á móti fá þeir sem andvígir eru Evrópusambandsaðild iðulega stimpilinn einangrunarsinnar þrátt fyrir að margir þeirra séu hlynntir margháttuðu samstarfi við aðrar þjóðir um tiltekin málefni. Þessa daga heyrist nokkuð hátt í hópi fólks sem vill fá að ferðast hindrunarlítið á vélknúnum farartækjum og hestum um friðað land í Vatnajökulsþjóðgarði. Regnhlífarsamtök þessa fólks nefnast Ferðafrelsi. Þegar að er gáð er þetta nafnaval umhugsunarvert. Um hvað snýst ferðafrelsi og hvað felst í því að búa við skert ferðafrelsi? Hugurinn leitar til Gasa þar sem íbúar komast hvorki lönd né strönd. Lönd eins og Norður-Kórea og Kína koma einnig upp í hugann. Svipting ferðafrelsis er þannig grafarlegt mál og vissulega brot á mannréttindum en hefur ekkert með það að gera hvort og þá með hvaða hætti má þeysa á ýmiss konar fararskjótum um Vatnajökulsþjóðgarð eða önnur friðuð landsvæði. Skoðanaskipti eru afar mikilvæg og rétturinn til að tjá sig telst einmitt til grundvallarmannréttinda; ekki síst er mikilvægur rétturinn til að tjá sig og skiptast á skoðunum um ákvarðanir stjórnvalda. Hafa verður þó hugfast að orð hafa ábyrgð og hugtök eins og mannréttindi og ferðafrelsi eiga eingöngu við í umræðu sem snýst um grundvallarrétt fólks til lífs og frelsis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Rétturinn til að tjá sig er einn af hornsteinum lýðræðisins og skoðanaskipti um málefni, bæði brýn pólitísk málefni og hversdagslegri mál, eru hluti af því að vera manneskja. Forsenda þess að skoðanaskipti séu gjöful er þó gagnkvæm virðing þeirra sem skiptast á skoðunum og virk hlustun, sem því miður virðist á tíðum skorta, ekki síst þegar tekist er á um pólitísk málefni. Íslensk umræðuhefð á vettvangi stjórnmála er kappræða að mati Ólafs Páls Jónssonar heimspekings, sem ritar áhugaverða grein um efnið í síðasta tölublað Tímarits Máls og menningar. Eins og liggur í orðinu sjálfu, kappræða, þá gengur hún út á að menn etja kappi með orðum og sá hefur betur sem tekst að stela senunni. Þessi umræðuhefð stjórnmálanna hefur líka stundum verið nefnd Morfíshefðin og er þá kennd við þekkta mælskukeppni framhaldsskóla. Meðal einkenna kappræðumenningarinnar er að draga persónu andstæðingsins inn í umræðuna, til dæmis að setja á hann einkenni og gera honum jafnvel upp skoðanir. Annað einkenni er notkun gífuryrða en svo virðist sem mörk þess orðfæris sem viðeigandi telst séu að færast út, hugsanlega vegna áhrifa af nafnlausum skrifum í athugasemdakerfum á netinu. Útvötnun hugtaka er einnig einkenni á kappræðumenningunni sem einkennir pólitíska umræðu. Hugtakið mannréttindi er dæmi um slíkt hugtak. Mannréttindi eru grundvallarréttindi sem hægt á að vera að tryggja að allir njóti. Í umræðunni um staðgöngumæðrun kom hins vegar fram það sjónarmið að það væru mannréttindi að fá að eignast börn. Mannréttindi kvenna í fjarlægum löndum sem af neyð vinna það verk að ganga með börn gegn greiðslu voru þá ekki nefnd til sögu. Landráðamaður er stimpill sem vinsælt hefur verið að klína á þá sem telja að Ísland sé betur komið í samfélagi Evrópuþjóða í ESB en utan þess. Á móti fá þeir sem andvígir eru Evrópusambandsaðild iðulega stimpilinn einangrunarsinnar þrátt fyrir að margir þeirra séu hlynntir margháttuðu samstarfi við aðrar þjóðir um tiltekin málefni. Þessa daga heyrist nokkuð hátt í hópi fólks sem vill fá að ferðast hindrunarlítið á vélknúnum farartækjum og hestum um friðað land í Vatnajökulsþjóðgarði. Regnhlífarsamtök þessa fólks nefnast Ferðafrelsi. Þegar að er gáð er þetta nafnaval umhugsunarvert. Um hvað snýst ferðafrelsi og hvað felst í því að búa við skert ferðafrelsi? Hugurinn leitar til Gasa þar sem íbúar komast hvorki lönd né strönd. Lönd eins og Norður-Kórea og Kína koma einnig upp í hugann. Svipting ferðafrelsis er þannig grafarlegt mál og vissulega brot á mannréttindum en hefur ekkert með það að gera hvort og þá með hvaða hætti má þeysa á ýmiss konar fararskjótum um Vatnajökulsþjóðgarð eða önnur friðuð landsvæði. Skoðanaskipti eru afar mikilvæg og rétturinn til að tjá sig telst einmitt til grundvallarmannréttinda; ekki síst er mikilvægur rétturinn til að tjá sig og skiptast á skoðunum um ákvarðanir stjórnvalda. Hafa verður þó hugfast að orð hafa ábyrgð og hugtök eins og mannréttindi og ferðafrelsi eiga eingöngu við í umræðu sem snýst um grundvallarrétt fólks til lífs og frelsis.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun