Körfubolti

NBA: Tap hjá Miami og Boston

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Leikmenn Miami réðu ekkert við Derrick Rose í nótt.
Leikmenn Miami réðu ekkert við Derrick Rose í nótt.
Aðeins tveir leikir fóru fram í NBA-deildinni í nótt eftir hraustlegan lokadag á félagaskiptamarkaðnum. Bæði Miami og Boston máttu sætta sig við tap að þessu sinni.

Luol Deng setti niður þrist og kom Chicago í 92-89 þegar 16 sekúndur voru eftir af leiknum í nótt. Sá þristur kláraði sólstrandargæjanna frá Miami.

Derrick Rose var stigahæstur hjá Bulls með 26 stig. Dwyane Wade skoraði 34 fyrir Miami og LeBron James bætti 29 við.

Kenyon Martin skoraði 18 stig og tók 10 fráköst í sigri Denver á Boston. Celtics var aðeins með níu menn á skýrslu í leiknum.

Leikmenn Boston voru margir hverjir í sárum eftir að Celtics sendi Kendrick Perkins frá sér og Kevin Garnett, leikmaður Celtics, viðurkenndi að það hefði verið erfitt að spila körfubolta við þessar aðstæður.

Úrslit:

Chicago-Miami  93-89

Denver-Boston  89-75

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×