Ekkert vísar á leið Jónína Michaelsdóttir skrifar 1. febrúar 2011 06:00 Þegar þýskur fjallgöngugarpur varð viðskila við vini sína á Eyjafjallajökli í óvæntum veðrabrigðum í síðustu viku gróf sig niður í fönn og hafðist þar við í tvær nætur, kom upp í hugann ljóð Kristjáns Jónssonar, Heimkoman, sem ég lærði á bernskuárum og hélt mikið upp á. Sagan af ungum manni á heimleið í myrkri og hríðarbyl og unnustu hans og foreldrum sem biðu heima milli vonar og ótta. Þjóðverjinn, Peter Bollmann, var í hlýjum og skjólgóðum fatnaði á jöklinum, og vissi að hans yrði leitað. Sú var ekki rauninn á nítjándu öld, þegar Heimkoman var ort. Fjallaskáldið var að yrkja um það sem hann þekkti...”langt er heimkynni að, því að heiðin er löng, dynur hríðin svo bitur og köld. Ekkert vísar á leið, engin varða er nær, allt er voðalegt ferðlúnum svein; myrkri fyrir og hríð eigi faðmbreidd hann sér og hjá frostinu vægð er ei nein. En hann glottir við tönn og um gaddfrosið láð augum gætnum hann lítur með ró, breytir stefnunni lítt, hefur storminn á hlið, veður sterklega helkaldan snjó.” Allt fór vel, eins og þeir vita sem þekkja kvæðið. Enn sem fyrr eru jöklar og heiðar hættulegar í hríðarbyl og hörkufrosti, en aðstæður, klæðnaður og eftirlit er allt annað. Kristján fjallaskáld fæddist árið 1842 og lést 1869. Gúmmístígvélin, sem við köllum vaðstígvél, komu fyrst til landsins um aldamótin 1900. Háaldraður maður var eitt sinn spurður hvað stæði upp úr í hans huga af öllum þeim gríðarlegu framförum sem orðið höfðu á Íslandi á hans löngu ævi. Hann þurfti ekki að hugsa sig um: Stígvélin, ekki spurning!”Engin varða er nær Þessi misserin er orðið lýðræði á hvers manns vörum í opinberri umræðu. Ósjaldan eru samferða orð eins og þjóðarvilji og heiðarleiki. “Hlustum á þjóðina, fólkið í landinu. Þetta er það sem þjóðin vill!” Stundum er þetta tal innihaldsrýrt lýðskrum þeirra, sem segja það sem fólk vill heyra, með orðum sem eiga að endurspegla einlægni og ábyrgð. Um það vitna orð þeirra og athafnir í öðru samhengi. Það er með lýðræði eins og annað, að veldur hver á heldur. Það eru ekki nema sextíu og sjö ár frá stofnun lýðveldis á Þingvöllum. Einn mannsaldur. Við höfum lengi tekið það fyrir sjáfsagðan hlut að vera sjálfstætt ríki í samfélagi þjóðanna. En sagan kennir, að þegar fámenn þjóð í landi sem á dýrmætar náttúruauðlindir er í langan tíma ófær um að ná sáttum í samfélaginu, getur allt gerst. Það gerist ekki endilega með innrás. Það er hægt að ná undirtökum með öðrum hætti, ekki síst hjá skuldugri þjóð, þar sem menn hafa ekki vit á því að snúa bökum saman. Segja má að almenningur sé nú á vissan hátt eins og í ungi maðurinn í kvæðinu: Ekkert vísar á leið, engin varða er nær”.Umpólun Hvað sem öðru líður, þá er augljóst að við erum á tímamótum og samfélagið í umpólun. Ný tækni og alþjóðavæðing hafa opnað dyr sem að vísu er hyggilegt að ganga varlega um, en framhjá þeim verður ekki litið. Ekki er fyrirséð hvaða áhrif þetta hefur á stjórnmálahreyfingar, viðskiptalíf og fjölmiðlun þegar horft er til lengri tíma. Með reglubundnu millibili er kallað eftir breytingum á alþingi og víðar. Nýju fólki, ungu fólki. Verði sú krafa hávær á næstu árum, höfum við ekkert lært af hruninu. Kynslóðirnar eiga að vinna saman. Reynsla og þekking ungra, miðaldra og eldra fólks á að renna saman. Það eitt myndi breyta miklu, og gera mann enn ánægðari með að vera Íslendingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jónína Michaelsdóttir Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun
Þegar þýskur fjallgöngugarpur varð viðskila við vini sína á Eyjafjallajökli í óvæntum veðrabrigðum í síðustu viku gróf sig niður í fönn og hafðist þar við í tvær nætur, kom upp í hugann ljóð Kristjáns Jónssonar, Heimkoman, sem ég lærði á bernskuárum og hélt mikið upp á. Sagan af ungum manni á heimleið í myrkri og hríðarbyl og unnustu hans og foreldrum sem biðu heima milli vonar og ótta. Þjóðverjinn, Peter Bollmann, var í hlýjum og skjólgóðum fatnaði á jöklinum, og vissi að hans yrði leitað. Sú var ekki rauninn á nítjándu öld, þegar Heimkoman var ort. Fjallaskáldið var að yrkja um það sem hann þekkti...”langt er heimkynni að, því að heiðin er löng, dynur hríðin svo bitur og köld. Ekkert vísar á leið, engin varða er nær, allt er voðalegt ferðlúnum svein; myrkri fyrir og hríð eigi faðmbreidd hann sér og hjá frostinu vægð er ei nein. En hann glottir við tönn og um gaddfrosið láð augum gætnum hann lítur með ró, breytir stefnunni lítt, hefur storminn á hlið, veður sterklega helkaldan snjó.” Allt fór vel, eins og þeir vita sem þekkja kvæðið. Enn sem fyrr eru jöklar og heiðar hættulegar í hríðarbyl og hörkufrosti, en aðstæður, klæðnaður og eftirlit er allt annað. Kristján fjallaskáld fæddist árið 1842 og lést 1869. Gúmmístígvélin, sem við köllum vaðstígvél, komu fyrst til landsins um aldamótin 1900. Háaldraður maður var eitt sinn spurður hvað stæði upp úr í hans huga af öllum þeim gríðarlegu framförum sem orðið höfðu á Íslandi á hans löngu ævi. Hann þurfti ekki að hugsa sig um: Stígvélin, ekki spurning!”Engin varða er nær Þessi misserin er orðið lýðræði á hvers manns vörum í opinberri umræðu. Ósjaldan eru samferða orð eins og þjóðarvilji og heiðarleiki. “Hlustum á þjóðina, fólkið í landinu. Þetta er það sem þjóðin vill!” Stundum er þetta tal innihaldsrýrt lýðskrum þeirra, sem segja það sem fólk vill heyra, með orðum sem eiga að endurspegla einlægni og ábyrgð. Um það vitna orð þeirra og athafnir í öðru samhengi. Það er með lýðræði eins og annað, að veldur hver á heldur. Það eru ekki nema sextíu og sjö ár frá stofnun lýðveldis á Þingvöllum. Einn mannsaldur. Við höfum lengi tekið það fyrir sjáfsagðan hlut að vera sjálfstætt ríki í samfélagi þjóðanna. En sagan kennir, að þegar fámenn þjóð í landi sem á dýrmætar náttúruauðlindir er í langan tíma ófær um að ná sáttum í samfélaginu, getur allt gerst. Það gerist ekki endilega með innrás. Það er hægt að ná undirtökum með öðrum hætti, ekki síst hjá skuldugri þjóð, þar sem menn hafa ekki vit á því að snúa bökum saman. Segja má að almenningur sé nú á vissan hátt eins og í ungi maðurinn í kvæðinu: Ekkert vísar á leið, engin varða er nær”.Umpólun Hvað sem öðru líður, þá er augljóst að við erum á tímamótum og samfélagið í umpólun. Ný tækni og alþjóðavæðing hafa opnað dyr sem að vísu er hyggilegt að ganga varlega um, en framhjá þeim verður ekki litið. Ekki er fyrirséð hvaða áhrif þetta hefur á stjórnmálahreyfingar, viðskiptalíf og fjölmiðlun þegar horft er til lengri tíma. Með reglubundnu millibili er kallað eftir breytingum á alþingi og víðar. Nýju fólki, ungu fólki. Verði sú krafa hávær á næstu árum, höfum við ekkert lært af hruninu. Kynslóðirnar eiga að vinna saman. Reynsla og þekking ungra, miðaldra og eldra fólks á að renna saman. Það eitt myndi breyta miklu, og gera mann enn ánægðari með að vera Íslendingur.
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun