Vindsperringur viðskiptalífsins Guðmundur Andri Thorsson skrifar 20. september 2010 06:00 Hverjum getum við kennt um ófarir okkar? Hverja eigum við að krossfesta til að geta svo haldið áfram með okkar litla sæta samfélag? Og fengið á tilfinninguna að réttlætinu hafi verið fullnægt og allt sé hér gott og heilbrigt? Davíð? Geir? Sollu? Jón Ásgeirsklíkuna? Samband íslenskra sjálftökumanna? Björgólfsfeðga?"Lögfræðingur telur …"Hannes Hólmsteinn segir - klæddur í ámóta sannfærandi dulargervi á netinu og Inspector Clouseau (röddin kemur alltaf upp um hann) - að hrun efnahagslífsins sé mér að kenna af því að ég studdi ekki fjölmiðlafrumvarp Davíðs Oddssonar. Eins og háttvís maður sem ég þekki segir stundum: Það er vissulega sjónarmið.Nefnd undir forystu Atla Gíslasonar vill ákæra fjóra fyrrum ráðherra, og hafa valdsmenn ekki grátið jafn mikið yfir eigin gerðum síðan á Kópavogsfundinum. Ákæran er einkum byggð á því sem var ekki gert, án þess þó að sýnt sé fram á hvað nákvæmlega hefði átt að gera, og hvernig hið ógerða tengist svo því sem gerðist, og hvað hefði gerst hefði hið ógerða verið gert. Hefur svo hver nokkuð að iðja. Og er þá réttlætinu fullnægt?Það er nú það. Hitt getum við bókað að við munum þurfa að hlusta á séríslenskt lagaþvarg fram eftir vetri, og eflaust næstu árin; hver af öðrum munu þeir stíga fram hátíðlegir í fasi, lögfræðingarnir okkar, og reyna að hljóma eins og Grágás sjálf þegar þeir tilkynna þjóðinni skoðun sína; við eigum í vændum óteljandi fréttatíma í útvarpinu sem munu hefjast á orðunum: "Lögfræðingur telur að …"Sókn og vörn í Atlamálum mun svo væntanlega snúast um það hver vissi hvað hvenær, hvernig og hvar - og hver vissi ekki hvað. Og þá ekki síður hver vissi hvað hver vissi. Og vissi ekki. Og hver vissi ekki hvað hver vissi ekki. Og vissi.Samt vissu það auðvitað allir: íslenska efnahagsundrið var bara bóla. Vöffin þrjúÞað má kannski setja þetta fram eins og Umferðar-Einar myndi gera: íslenska efnahagsundrið var knúið áfram af oftrú á vöffin þrjú: vild og væntingum og vexti. Vaffið sem vantaði var Veruleikinn.Kannski að megi bæta við fjórða vaffinu: Vindinum. Meðal þess sem kemur fram í frásögnum gestkomandi útlendinga hér á landi fyrr á öldum var að Íslendingar töldu erlendum farmönnum trú um að þeir hefðu vald á vindinum og gætu gegn vægri þóknun selt þeim byr. Hér var stunduð byrsala. Einhvers staðar innra með sér veit vindsalinn náttúrlega að hann er að blöffa. En sé hann almennilegur vindsali kann hann líka að sveipa starfsemi sína slíkri dulúð og slíkum launhelgum, að jafnvel hann sjálfur - og öll hans fjölskylda - fer á endanum að trúa á blöffið.Var þetta ekki einmitt svona í gróðærinu? Innst inni vissum við alveg að íslenskir kaupsýslumenn höfðu ekki fundið upp aðferð við að búa til peninga úr vindinum, en einhvern veginn tókst þjóðinni (sem heild) að telja sér trú um blöffið.Öll lygi er lygi að sjálfum sér, sagði Halldór Laxness: það gildir líka um gróðærisárin og íslensku þjóðina. Þar með er ekki sagt að allir einstaklingar hafi verið með, og þeir hafi ekki verið til sem mótmæltu, heldur hitt að þetta var ríkjandi hugmyndafræði í samfélaginu.Þjóðin naut góðs af peningastraumnum með bólgnum ríkissjóði og ódýru (hélt fólk þá) lánsfé. Stjórnmálamenn fögnuðu auknu skattfé og því að auðmenn tækju að sér að standa straum af listum og menningu og velferðarkerfinu og öðru veseni. Hannes Smárason styrkti Sinfóníuna. Jóhannes í Bónus breiddi út jólasveinsfaðminn sinn og sagði komið til mín allir sem erfiði og þunga eru hlaðnir. Björgólfur tók að sér að hanna miðbæinn upp á nýtt. DV efndi til skoðanakönnunar um hver væri "besti auðmaðurinn". Þegar sett var á stofn sérstakt vikublað kvenna sem konur skrifuðu eingöngu og átti að miðla kvenlægri sýn, var fyrsta forsíðuviðtalið við Hannes Smárason og fjallaði um hvernig hann færi að því að vera svona æðislegur. Smjaðrið var jafn yfirgengilegt og hatrið er núna.Þessi vindsperringur viðskiptalífsins endaði í þeim gegndarlausa vindgangi sem íslensk þjóðfélagsumræða er nú um stundir, með tilheyrandi fýlu. En við þurfum að hætta að mæna á einhverja Vondukalla og Góðukalla og líta sem þjóð í eigin barm. Við þurfum að líta til Þjóðverja og læra af þeim hvernig farið er að því að horfast í augu við það sem getur gerst þegar heilt þjóðfélag er gegnsýrt hrapallegum ranghugmyndum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Guðmundur Andri Thorsson Skoðanir Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Hverjum getum við kennt um ófarir okkar? Hverja eigum við að krossfesta til að geta svo haldið áfram með okkar litla sæta samfélag? Og fengið á tilfinninguna að réttlætinu hafi verið fullnægt og allt sé hér gott og heilbrigt? Davíð? Geir? Sollu? Jón Ásgeirsklíkuna? Samband íslenskra sjálftökumanna? Björgólfsfeðga?"Lögfræðingur telur …"Hannes Hólmsteinn segir - klæddur í ámóta sannfærandi dulargervi á netinu og Inspector Clouseau (röddin kemur alltaf upp um hann) - að hrun efnahagslífsins sé mér að kenna af því að ég studdi ekki fjölmiðlafrumvarp Davíðs Oddssonar. Eins og háttvís maður sem ég þekki segir stundum: Það er vissulega sjónarmið.Nefnd undir forystu Atla Gíslasonar vill ákæra fjóra fyrrum ráðherra, og hafa valdsmenn ekki grátið jafn mikið yfir eigin gerðum síðan á Kópavogsfundinum. Ákæran er einkum byggð á því sem var ekki gert, án þess þó að sýnt sé fram á hvað nákvæmlega hefði átt að gera, og hvernig hið ógerða tengist svo því sem gerðist, og hvað hefði gerst hefði hið ógerða verið gert. Hefur svo hver nokkuð að iðja. Og er þá réttlætinu fullnægt?Það er nú það. Hitt getum við bókað að við munum þurfa að hlusta á séríslenskt lagaþvarg fram eftir vetri, og eflaust næstu árin; hver af öðrum munu þeir stíga fram hátíðlegir í fasi, lögfræðingarnir okkar, og reyna að hljóma eins og Grágás sjálf þegar þeir tilkynna þjóðinni skoðun sína; við eigum í vændum óteljandi fréttatíma í útvarpinu sem munu hefjast á orðunum: "Lögfræðingur telur að …"Sókn og vörn í Atlamálum mun svo væntanlega snúast um það hver vissi hvað hvenær, hvernig og hvar - og hver vissi ekki hvað. Og þá ekki síður hver vissi hvað hver vissi. Og vissi ekki. Og hver vissi ekki hvað hver vissi ekki. Og vissi.Samt vissu það auðvitað allir: íslenska efnahagsundrið var bara bóla. Vöffin þrjúÞað má kannski setja þetta fram eins og Umferðar-Einar myndi gera: íslenska efnahagsundrið var knúið áfram af oftrú á vöffin þrjú: vild og væntingum og vexti. Vaffið sem vantaði var Veruleikinn.Kannski að megi bæta við fjórða vaffinu: Vindinum. Meðal þess sem kemur fram í frásögnum gestkomandi útlendinga hér á landi fyrr á öldum var að Íslendingar töldu erlendum farmönnum trú um að þeir hefðu vald á vindinum og gætu gegn vægri þóknun selt þeim byr. Hér var stunduð byrsala. Einhvers staðar innra með sér veit vindsalinn náttúrlega að hann er að blöffa. En sé hann almennilegur vindsali kann hann líka að sveipa starfsemi sína slíkri dulúð og slíkum launhelgum, að jafnvel hann sjálfur - og öll hans fjölskylda - fer á endanum að trúa á blöffið.Var þetta ekki einmitt svona í gróðærinu? Innst inni vissum við alveg að íslenskir kaupsýslumenn höfðu ekki fundið upp aðferð við að búa til peninga úr vindinum, en einhvern veginn tókst þjóðinni (sem heild) að telja sér trú um blöffið.Öll lygi er lygi að sjálfum sér, sagði Halldór Laxness: það gildir líka um gróðærisárin og íslensku þjóðina. Þar með er ekki sagt að allir einstaklingar hafi verið með, og þeir hafi ekki verið til sem mótmæltu, heldur hitt að þetta var ríkjandi hugmyndafræði í samfélaginu.Þjóðin naut góðs af peningastraumnum með bólgnum ríkissjóði og ódýru (hélt fólk þá) lánsfé. Stjórnmálamenn fögnuðu auknu skattfé og því að auðmenn tækju að sér að standa straum af listum og menningu og velferðarkerfinu og öðru veseni. Hannes Smárason styrkti Sinfóníuna. Jóhannes í Bónus breiddi út jólasveinsfaðminn sinn og sagði komið til mín allir sem erfiði og þunga eru hlaðnir. Björgólfur tók að sér að hanna miðbæinn upp á nýtt. DV efndi til skoðanakönnunar um hver væri "besti auðmaðurinn". Þegar sett var á stofn sérstakt vikublað kvenna sem konur skrifuðu eingöngu og átti að miðla kvenlægri sýn, var fyrsta forsíðuviðtalið við Hannes Smárason og fjallaði um hvernig hann færi að því að vera svona æðislegur. Smjaðrið var jafn yfirgengilegt og hatrið er núna.Þessi vindsperringur viðskiptalífsins endaði í þeim gegndarlausa vindgangi sem íslensk þjóðfélagsumræða er nú um stundir, með tilheyrandi fýlu. En við þurfum að hætta að mæna á einhverja Vondukalla og Góðukalla og líta sem þjóð í eigin barm. Við þurfum að líta til Þjóðverja og læra af þeim hvernig farið er að því að horfast í augu við það sem getur gerst þegar heilt þjóðfélag er gegnsýrt hrapallegum ranghugmyndum.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun