Fótbolti

Sonur Zidane getur valið á milli franska og spænska landsliðsins

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Zinedine Zidane varð heimsmeistari með Frökkum.
Zinedine Zidane varð heimsmeistari með Frökkum. Mynd/AFP
Fimmtán ára sonur Zinedine Zidane, Enzo, stendur frammi fyrir stórri ákvörðun á næstunni því hann getur valið á milli þess að spila fyrir franska eða spænska landsliðið.

Nú er komið að því að Enzo fái sitt fyrsta tækfæri með sextán ára landsliði og vilja bæði Frakkar og Spánverjar fá kappann í sín unglingalandslið. Endanleg ákvörðun Enzo kemur þó ekki í ljós fyrr en hann leikur A-landsleik fyrir aðra hvora þjóðina.

Enzo Zidane hefur tvöfalt ríkisfang eftir að hafa búið í níu ár á Spáni. Báðir foreldrar hans eru franskir en afi og amma hans eru frá Spáni. Enzo Zidane hefur spilað með Real Madrid líkt og faðir hans gerði til ársins 2006.

Spænska blaðið AS hefur skrifað um málið og samkvæmt heimildum blaðsins þá mun Zinedine Zidane taka þessa erfiðu ákvörðun fyrir son sinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×