Körfubolti

Aftur tappað af hnénu á Andrew Bynum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Andrew Bynum.
Andrew Bynum. Mynd/AP
Andrew Bynum, miðherji Los Angeles Lakers, glímir við erfið hnémeiðsli í miðjum lokaúrslitum NBA-deildarinnar og hefur ítrekað þurft að tappa af hægra hnénu til þess að létta á bólgunum. Bynum þarf nauðsynlega að fara í aðgerð en frestaði henni þar til eftir tímabilið.

Bynum gat lítið tekið þátt í fjórða leiknum í úrslitaeinvíginu á móti Boston Celtics og því var ákveðið að tappa af hnénu morguninn eftir. Hann hafði verið með 13,3 stig, 7,3 fráköst og 2,7 varin skot að meðaltali í fyrstu þremur leikjunum og Boston menn nýttu sér vel fjarveru hans í fjórða leiknum þegar þeir jöfnuðu einvígið í 2-2.

Bynum lék í aðeins tæpar tvær mínútur í seinni hálfleiknum og talaði um það eftir leikinn að hnéið hafi verið eins og körfubolti í laginu. Þetta var í annað skiptið á stuttum tíma sem þarf að tappa af hnénu hans en það var líka gert fyrir fyrsta leikinn í úrslitaeinvíginu.

Lakers-liðið er vissulega að taka áhættu með því að Andrew Bynum spila svona meiddan en í myndatöku af hnénu í gær var þó engar frekari skemmdir sjáanlegar. Lakers-menn vonast nú til að Bynum geti hjálpað liðinu meira í fimmta leiknum enda er hann mjög mikilvægur fyrir Lakers-liðið í baráttunni undir báðum körfum.



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×