Lífið

Fyrst Borat, svo Brüno og nú geitahirðir

Cohen er nú sjálfur hálf geitarlegur á þessarri mynd, sem var tekin þegar hann kynnti Brüno á Spáni í fyrra.
Cohen er nú sjálfur hálf geitarlegur á þessarri mynd, sem var tekin þegar hann kynnti Brüno á Spáni í fyrra.
Grínarinn Sacha Baron Cohen, sem sló í gegn með persónurnar Borat, Ali G og Brüno, undirbýr nú fjórðu mynd sína þar sem hann kynnir nýjar persónur til leiks.

Myndin verður ekki í heimildarmyndastíl líkt og hinar. Í henni leikur Cohen tvær persónur, geitahirði og fyrrum einræðisherra sem þvælist um Bandaríkin. Þetta er sögð gamanmynd í anda Coming To America með Eddie Murphy.

Cohen setti allt á annan endann í Hollywood nú í vikunni en hann fór á milli kvikmyndaveranna og kynnti hugmynd sína fyrir yfirmönnum. Með honum í för voru meðhöfundar hans, þrír handritshöfundar sem hafa skrifað gamanþættina Curb Your Enthusiasm.

Áhuginn fyrir myndinni var þvílíkur að fjögur kvikmyndaver reyndu að lokka hann til sín. Á endanum náði Brad Grey, yfirmaður Paramount, yfirhöndinni þegar hann sendi geit íklædda Paramount-bol til umboðsmanns Cohen.

Þar að auki fékk Cohen svokallaðan 20-20 samning fyrir myndina. Það er tuttugu milljón dollara í laun og 20% prósent hagnaðar. Svona há laun hafa ekki sést oft í kvikmyndaborginni eftir að kreppan skall á. Þetta þykir magnað, ekki síst í því ljósi að myndin um Brüno gekk ekki jafnvel og vonast var eftir, halaði inn um 140 milljónir dollara. Borat náði aftur á móti um 260 milljónum dollara.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.