Varla Hofi hæft Sunna Valgerðardóttir skrifar 23. september 2010 11:00 Magnús í hlutverki Frank N Furter. Leikhús / ** Rocky Horror Picture Show Leikfélag Akureyrar, Hof, Höfundur: Richard O'Brien, Leikstjóri: Jón Gunnar Þórðarson Aðalhlutverk: Magnús Jónsson, Eyþór Ingi Gunnlaugsson, Andrea Gylfadóttir, Bryndís Ásmundsdóttir, Atli Þór Albertsson, Jana María Guðmundsdóttir, Guðmundur Ólafsson, Hjalti Rúnar Jónsson og Matthías Matthíasson. Það er glæsileg aðstaða sem mætir leikhúsgestum þegar þeir ganga til sætis í hinu nývígða Hofi. Salurinn Hamraborg tekur 500 manns í sæti og vel til þess fallinn að hýsa stórbrotna og sjónræna sýningu eins og Rocky Horror. Matthías Matthíasson er fyrstur á svið sem mótorhjólarokkarinn Eddie, vopnaður hljóðnema og tribal-húðflúrum og byrjar sýninguna á að hita salinn upp; býður gesti velkomna, skipar þeim dálítið tilgerðarlegri röddu að slökkva á farsímum, áður en hann skiptir áhorfendum í tvennt í öskurkeppni á nafni sýningarinnar: Rocky! (neðri sætaraðir) - Horror! (efri sætaraðir). Blóðrauðum vörum Andreu Gylfadóttur er því næst varpað á tjöldin og hið heimsþekkta upphafsstef sýningarinnar hefst. Djúp og kraftmikil rödd Andreu stendur fyrir sínu; hún hefði betur tekið á móti áhorfendum, en meikaður Matti í Pöpum. Andrea heldur sér ágætlega út sýninguna og hentar vel í hlutverk Columbiu. Guðmundur Ólafsson stóð sig sömuleiðis ágætlega í hlutverki sögumannsins og sæmilega andstæður við það sem átti víst að vera sjokkerandi og klúrt. Misvel er þó staðið að hlutverkaskipan. Systkinin Riff Raff og Magenta, leikin af Eyþóri Inga Guðmundssyni og Bryndísi Ásmundsdóttur, bera af. Öruggur leikur, óaðfinnanlegur söngur og glæsileg gervi skila sínu fullkomlega og er í raun eitt af því fáa í sýningunni sem samboðið er atvinnuleikhúsi. Þau Atli Þór Albertsson og Jana María Guðmundsdóttir sem Brad og Janet falla í skuggann en vinna ágætlega úr því sem þau hafa úr að moða. Kröftug Broadway-rödd heldur Jönu uppi og Atli stendur sig með prýði með eilítið farsakenndum leik og stöðugri söngrödd. Hryggjarstykki söngleiksins, hinn ógnandi og undarlegi Frank N Furter, er mestu vonbrigðin. Sá Frank N Furter sem birtist okkur er ekki klikkaður og ógnvekjandi, heldur tilgerðarlegur og vælinn. Ungur og efnilegur leikari kæmist kannski upp með þessa frammistöðu í framhaldsskólauppsetnignu, en ekki þaulreyndur fagmaður á borð við Magnús. Þá er val leikstjórans á hlutverki Rocky vanhugsað. Hjalti Rúnar Jónsson gerir sennilega það sem er ætlast til af honum í hlutverki „hins fullkomna manns", en innan um öll Gilzenegger-klónin sem skipta hundruðum á landinu, hlýtur að leynast eitt sem getur sungið og leikið. Enn og aftur varð mér hugsað til framhaldsskólasýningar. Leikstjórinn, Jón Gunnar Þórðarson, sópaði að sér Grímutilnefningum 2008, sem bendir til að honum sé margt til lista lagt og hefur eflaust ráðið einhverju um það að honum var falið að setja upp Rocky Horror í einum glæsilegasta sal landsins. Það lukkast því miður ekki nógu vel. Bæði aðstaðan og söngleikurinn bjóða upp á ýmsa möguleika. Leikfélag Akureyrar tók þá sérstöku ákvörðun að kynna nýja og glæsilega aðstöðu sína í Hofi fyrir landsmönnum með því að setja upp margreyndan rokksöngleik, uppfullan af tabúum áttunda áratugarins. Jón Gunnar hefði átt að nýta sér það út í ystu æsar og sleppa fram af sér beislinu, frekar en að teprast með kynlífið bakvið tjöldin - bókstaflega. Með verk eins og Rocky Horror í hinu helga Hofi, hefur Jón Gunnar hárbeitt vopn í höndunum en nær því miður ekki að beita því nægilega vel. Niðurstaða: Vel sungin sýning með skemmtilegum gervum en heildarútkoman er rýr og ekki í samræmi við væntingar til atvinnuleikhúss í jafn glæsilegu húsnæði og Hofi. Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Opið samband fer úrskeiðis Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Fleiri fréttir Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Leikhús / ** Rocky Horror Picture Show Leikfélag Akureyrar, Hof, Höfundur: Richard O'Brien, Leikstjóri: Jón Gunnar Þórðarson Aðalhlutverk: Magnús Jónsson, Eyþór Ingi Gunnlaugsson, Andrea Gylfadóttir, Bryndís Ásmundsdóttir, Atli Þór Albertsson, Jana María Guðmundsdóttir, Guðmundur Ólafsson, Hjalti Rúnar Jónsson og Matthías Matthíasson. Það er glæsileg aðstaða sem mætir leikhúsgestum þegar þeir ganga til sætis í hinu nývígða Hofi. Salurinn Hamraborg tekur 500 manns í sæti og vel til þess fallinn að hýsa stórbrotna og sjónræna sýningu eins og Rocky Horror. Matthías Matthíasson er fyrstur á svið sem mótorhjólarokkarinn Eddie, vopnaður hljóðnema og tribal-húðflúrum og byrjar sýninguna á að hita salinn upp; býður gesti velkomna, skipar þeim dálítið tilgerðarlegri röddu að slökkva á farsímum, áður en hann skiptir áhorfendum í tvennt í öskurkeppni á nafni sýningarinnar: Rocky! (neðri sætaraðir) - Horror! (efri sætaraðir). Blóðrauðum vörum Andreu Gylfadóttur er því næst varpað á tjöldin og hið heimsþekkta upphafsstef sýningarinnar hefst. Djúp og kraftmikil rödd Andreu stendur fyrir sínu; hún hefði betur tekið á móti áhorfendum, en meikaður Matti í Pöpum. Andrea heldur sér ágætlega út sýninguna og hentar vel í hlutverk Columbiu. Guðmundur Ólafsson stóð sig sömuleiðis ágætlega í hlutverki sögumannsins og sæmilega andstæður við það sem átti víst að vera sjokkerandi og klúrt. Misvel er þó staðið að hlutverkaskipan. Systkinin Riff Raff og Magenta, leikin af Eyþóri Inga Guðmundssyni og Bryndísi Ásmundsdóttur, bera af. Öruggur leikur, óaðfinnanlegur söngur og glæsileg gervi skila sínu fullkomlega og er í raun eitt af því fáa í sýningunni sem samboðið er atvinnuleikhúsi. Þau Atli Þór Albertsson og Jana María Guðmundsdóttir sem Brad og Janet falla í skuggann en vinna ágætlega úr því sem þau hafa úr að moða. Kröftug Broadway-rödd heldur Jönu uppi og Atli stendur sig með prýði með eilítið farsakenndum leik og stöðugri söngrödd. Hryggjarstykki söngleiksins, hinn ógnandi og undarlegi Frank N Furter, er mestu vonbrigðin. Sá Frank N Furter sem birtist okkur er ekki klikkaður og ógnvekjandi, heldur tilgerðarlegur og vælinn. Ungur og efnilegur leikari kæmist kannski upp með þessa frammistöðu í framhaldsskólauppsetnignu, en ekki þaulreyndur fagmaður á borð við Magnús. Þá er val leikstjórans á hlutverki Rocky vanhugsað. Hjalti Rúnar Jónsson gerir sennilega það sem er ætlast til af honum í hlutverki „hins fullkomna manns", en innan um öll Gilzenegger-klónin sem skipta hundruðum á landinu, hlýtur að leynast eitt sem getur sungið og leikið. Enn og aftur varð mér hugsað til framhaldsskólasýningar. Leikstjórinn, Jón Gunnar Þórðarson, sópaði að sér Grímutilnefningum 2008, sem bendir til að honum sé margt til lista lagt og hefur eflaust ráðið einhverju um það að honum var falið að setja upp Rocky Horror í einum glæsilegasta sal landsins. Það lukkast því miður ekki nógu vel. Bæði aðstaðan og söngleikurinn bjóða upp á ýmsa möguleika. Leikfélag Akureyrar tók þá sérstöku ákvörðun að kynna nýja og glæsilega aðstöðu sína í Hofi fyrir landsmönnum með því að setja upp margreyndan rokksöngleik, uppfullan af tabúum áttunda áratugarins. Jón Gunnar hefði átt að nýta sér það út í ystu æsar og sleppa fram af sér beislinu, frekar en að teprast með kynlífið bakvið tjöldin - bókstaflega. Með verk eins og Rocky Horror í hinu helga Hofi, hefur Jón Gunnar hárbeitt vopn í höndunum en nær því miður ekki að beita því nægilega vel. Niðurstaða: Vel sungin sýning með skemmtilegum gervum en heildarútkoman er rýr og ekki í samræmi við væntingar til atvinnuleikhúss í jafn glæsilegu húsnæði og Hofi.
Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Opið samband fer úrskeiðis Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Fleiri fréttir Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira