Mel Brooks og bankarnir Þorvaldur Gylfason skrifar 29. júlí 2010 06:00 Ég var að kaupa í matinn með konu minni, sem væri nú varla í frásögur færandi nema fyrir það, að ég sá kunnuglegan, lágvaxinn mann grúfa sig yfir grænmetisborðið og sagði við Önnu: Bíddu við, er þetta ekki Mel Brooks? Við heilsum upp á hann, sagði Anna. Þetta var í New York, nánar tiltekið á Madison Avenue, ofarlega. Ég renndi mér upp að Hollywood-leikstjóranum, kynnti mig og sagði sem satt var, að við hefðum séð söngleikinn hans á Broadway kvöldið áður. Gleður mig, sagði hann. Hann var risinn upp úr grænmetinu og náði mér í öxl. Við skemmtum okkur konunglega, bætti ég við, en mér fannst myndin samt enn betri. Ég sá hana oft í gamla daga. Þá sagði Mel: Söngleikurinn er góður. Og myndin er góð. They are both good. Ég er að hugsa um að gera nýja mynd upp úr söngleiknum. Ég óskaði honum góðs gengis. Við kvöddumst með virktum. Kannski hefði ég ekki átt að segja honum, að ég tæki gömlu myndina fram yfir söngleikinn, því að slíkur samanburður minnir mig alltaf á manninn, sem sá Boðorðin tíu í bíó og fannst bókin betri. Og þó: kannski átti ég einmitt að láta það flakka, ef það mætti verða til að brýna hann til að skerpa aðeins á söngleiknum í nýrri bíómynd. Hún kom út nokkru síðar (2005) með tuttugu lögum eftir Mel sjálfan og slær fyrri myndinni við og einnig söngleiknum. Hugljómun endurskoðandansÉg er að tala um The Producers (Framleiðendurnir). Þar segir frá söngleikjaframleiðandanum Max Bialystock, sem má muna sinn fífil fegri, og örvæntingarfullum endurskoðanda hans, Leo Bloom. Þeir eru báðir á hvínandi kúpunni, nema þá fær endurskoðandinn hugljómun. Við skulum setja upp versta söngleik í samanlagðri sögu leikhússins, segir hann uppnuminn, afla fjár með því að lokka gamlar konur til að fjárfesta í sýningunni miðað við tiltekinn sýningafjölda, loka strax eftir frumsýningu og stinga af til Brasilíu með þýfið. Þeir leita síðan uppi langversta handritið í borginni (Vorboðinn Hitler), velja versta leikstjórann, verstu leikarana, versta ljósameistarann, bjóða gagnrýnendum blaðanna mútur og þannig áfram. Ekki tekst þó betur til en svo, að sýningin slær í gegn strax á frumsýningu, svo að ránstilraun þeirra félaga fer út um þúfur, þeir fara í fangelsi og setja upp nýjan söngleik þar. Þessi hugmynd var glæný: að græða á því að tapa. Tær snilld. Kannast einhver við það? Fyrirboði bankaránaFyrri myndin kom út 1968. Mel Brooks fékk Óskarsverðlaun fyrir handritið. Myndin vakti strax athygli og æ síðan. Svo virðist sem stjórnendur fjölmargra sparisjóða í Kaliforníu og Texas hafi séð myndina og lagt saman tvo og tvo. Ef þetta er hægt í Hollywood, hví þá ekki einnig í bankarekstri? Sparisjóðastjórarnir fóru að eins og Bialystock og Bloom. Þeir bjuggu til verstu sparisjóði í heimi, keyrðu þá í þrot og rökuðu í millitíðinni saman fé handa sjálfum sér og vinum sínum, en hluthafar, lánardrottnar og skattgreiðendur sátu eftir með sárt ennið. Bandaríska réttarkerfið sá við svindlinu. Á annað þúsund bankamanna fékk dóma, margir voru settir inn. Hátt settir stjórnmálamenn, sem höfðu gengið erinda sökudólganna og þegið fúlgur fjár af þeim, hrökkluðust úr embættum og frá völdum, þar á meðal Jim Wright, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Aðrir fengu áminningu siðanefndar þingsins fyrir lélega dómgreind, þar á meðal John McCain, fyrrum forsetaframbjóðandi. Fjórþætt formúlaBandaríski afbrotafræðingurinn og prófessorinn William Black, sem er Íslendingum að góðu kunnur úr Silfri Egils og einnig af fyrirlestrum í Háskóla Íslands, hefur á prenti lýst formúlunni á bak við bankarán innan frá og einnig í vitnisburði í Bandaríkjaþingi og í réttarsölum. Formúlan er fjórþætt. (1) Vaxa mjög hratt. (2) Veita vond lán, það er lán, sem ekki er búizt við, að fáist endurgreidd. (3) Safna himinháum skuldum. (4) Hafa sem minnst fé í varasjóði.Þetta er í hnotskurn lýsingin á starfsemi brotlegra sparisjóða í Kaliforníu og Texas fram að falli þeirra á árunum upp úr 1980. Stjórnendur sparisjóðanna græddu á tá og fingri og einnig stjórnmálamennirnir, sem skutu þeim undan eftirliti og fengu vænar fúlgur fjár í sinn hlut. En hluthafar og lánardrottnar sparisjóðanna töpuðu sínu fé, og skattgreiðendur fengu skell. Fólkið í landinu þurfti að borga brúsann. Handritið kemur beint frá Mel Brooks. Af skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis að dæma virðast lýsingar þeirra Blacks og Brooks að sínu leyti eiga við um íslenzku bankana fram að hruni. Eða hvað sýnist þér? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Gylfason Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun
Ég var að kaupa í matinn með konu minni, sem væri nú varla í frásögur færandi nema fyrir það, að ég sá kunnuglegan, lágvaxinn mann grúfa sig yfir grænmetisborðið og sagði við Önnu: Bíddu við, er þetta ekki Mel Brooks? Við heilsum upp á hann, sagði Anna. Þetta var í New York, nánar tiltekið á Madison Avenue, ofarlega. Ég renndi mér upp að Hollywood-leikstjóranum, kynnti mig og sagði sem satt var, að við hefðum séð söngleikinn hans á Broadway kvöldið áður. Gleður mig, sagði hann. Hann var risinn upp úr grænmetinu og náði mér í öxl. Við skemmtum okkur konunglega, bætti ég við, en mér fannst myndin samt enn betri. Ég sá hana oft í gamla daga. Þá sagði Mel: Söngleikurinn er góður. Og myndin er góð. They are both good. Ég er að hugsa um að gera nýja mynd upp úr söngleiknum. Ég óskaði honum góðs gengis. Við kvöddumst með virktum. Kannski hefði ég ekki átt að segja honum, að ég tæki gömlu myndina fram yfir söngleikinn, því að slíkur samanburður minnir mig alltaf á manninn, sem sá Boðorðin tíu í bíó og fannst bókin betri. Og þó: kannski átti ég einmitt að láta það flakka, ef það mætti verða til að brýna hann til að skerpa aðeins á söngleiknum í nýrri bíómynd. Hún kom út nokkru síðar (2005) með tuttugu lögum eftir Mel sjálfan og slær fyrri myndinni við og einnig söngleiknum. Hugljómun endurskoðandansÉg er að tala um The Producers (Framleiðendurnir). Þar segir frá söngleikjaframleiðandanum Max Bialystock, sem má muna sinn fífil fegri, og örvæntingarfullum endurskoðanda hans, Leo Bloom. Þeir eru báðir á hvínandi kúpunni, nema þá fær endurskoðandinn hugljómun. Við skulum setja upp versta söngleik í samanlagðri sögu leikhússins, segir hann uppnuminn, afla fjár með því að lokka gamlar konur til að fjárfesta í sýningunni miðað við tiltekinn sýningafjölda, loka strax eftir frumsýningu og stinga af til Brasilíu með þýfið. Þeir leita síðan uppi langversta handritið í borginni (Vorboðinn Hitler), velja versta leikstjórann, verstu leikarana, versta ljósameistarann, bjóða gagnrýnendum blaðanna mútur og þannig áfram. Ekki tekst þó betur til en svo, að sýningin slær í gegn strax á frumsýningu, svo að ránstilraun þeirra félaga fer út um þúfur, þeir fara í fangelsi og setja upp nýjan söngleik þar. Þessi hugmynd var glæný: að græða á því að tapa. Tær snilld. Kannast einhver við það? Fyrirboði bankaránaFyrri myndin kom út 1968. Mel Brooks fékk Óskarsverðlaun fyrir handritið. Myndin vakti strax athygli og æ síðan. Svo virðist sem stjórnendur fjölmargra sparisjóða í Kaliforníu og Texas hafi séð myndina og lagt saman tvo og tvo. Ef þetta er hægt í Hollywood, hví þá ekki einnig í bankarekstri? Sparisjóðastjórarnir fóru að eins og Bialystock og Bloom. Þeir bjuggu til verstu sparisjóði í heimi, keyrðu þá í þrot og rökuðu í millitíðinni saman fé handa sjálfum sér og vinum sínum, en hluthafar, lánardrottnar og skattgreiðendur sátu eftir með sárt ennið. Bandaríska réttarkerfið sá við svindlinu. Á annað þúsund bankamanna fékk dóma, margir voru settir inn. Hátt settir stjórnmálamenn, sem höfðu gengið erinda sökudólganna og þegið fúlgur fjár af þeim, hrökkluðust úr embættum og frá völdum, þar á meðal Jim Wright, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Aðrir fengu áminningu siðanefndar þingsins fyrir lélega dómgreind, þar á meðal John McCain, fyrrum forsetaframbjóðandi. Fjórþætt formúlaBandaríski afbrotafræðingurinn og prófessorinn William Black, sem er Íslendingum að góðu kunnur úr Silfri Egils og einnig af fyrirlestrum í Háskóla Íslands, hefur á prenti lýst formúlunni á bak við bankarán innan frá og einnig í vitnisburði í Bandaríkjaþingi og í réttarsölum. Formúlan er fjórþætt. (1) Vaxa mjög hratt. (2) Veita vond lán, það er lán, sem ekki er búizt við, að fáist endurgreidd. (3) Safna himinháum skuldum. (4) Hafa sem minnst fé í varasjóði.Þetta er í hnotskurn lýsingin á starfsemi brotlegra sparisjóða í Kaliforníu og Texas fram að falli þeirra á árunum upp úr 1980. Stjórnendur sparisjóðanna græddu á tá og fingri og einnig stjórnmálamennirnir, sem skutu þeim undan eftirliti og fengu vænar fúlgur fjár í sinn hlut. En hluthafar og lánardrottnar sparisjóðanna töpuðu sínu fé, og skattgreiðendur fengu skell. Fólkið í landinu þurfti að borga brúsann. Handritið kemur beint frá Mel Brooks. Af skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis að dæma virðast lýsingar þeirra Blacks og Brooks að sínu leyti eiga við um íslenzku bankana fram að hruni. Eða hvað sýnist þér?
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun