Óhemjur og ofát Guðmundur Andri Thorsson skrifar 27. september 2010 06:00 Það voru matardagar í Smáralind um helgina. Þar var keppt. Samkvæmt frétt á visir.is gekk þessi hátíð eiginlega út á keppni - í matargerð og meira að segja áti. Þarna var Íslandsmót matreiðslumanna og framreiðslumanna; keppt var um titilinn Besti sjónvarpskokkurinn; og haldið var Íslandsmót í hamborgaraáti. Sú keppni snerist um það hver gæti graðkað í sig flestum hamborgurum á skemmstum tíma. Meðfylgjandi mynd sýndi nokkra unga drengi og fulltíða vöðvabollur sem sátu með hörkusvip og hamborgara í hendi, úttroðinn gúl og húfu á hausnum. Gastrónómískar aflraunir. Önnur mynd sýndi svo nýkrýnda Íslandsmeistara í ólympísku ofáti. Það á að vera gott að borðaTuðum ekki. Löstum ekki hressa stráka í góðum fíling né alla þessa fínu kokka - af meðfylgjandi myndum að dæma var þar margt afar girnilegt á boðstólum. En samt: hvers vegna að láta matardaga ganga út á keppni? Hvernig er hægt að keppa í mat? Matarnautnin er einmitt andstæð keppnismóralnum. Það virðist stundum furðu fjarlægt þessari hákalls- og skötu- og selshreifaétandi þjóð en það að borða er sem sé víðast hvar í heiminum talið snúast um vellíðan frekar en þolraunir. Þegar við setjumst að snæðingi með einhverjum erum við ekki að keppa heldur er þetta ævaforn aðferð mannanna við að friðmælast, deila brauði sínu, samneyta. Á meðan við borðum gleymum við dagsins amstri, upprætum hinn mælda tíma, förum inn í augnablikið, þökkum dásemdir Jarðar. Meðan við borðum tökum við til dæmis húfuna af hausnum og reynum að matast eins settlega og okkur er unnt; við þurfum kannski ekki að tyggja hvern bita sextíu og átta sinnum eins og Þórbergur en við sýnum matnum þá virðingu að troða ekki meira af honum í munninn en við finnum bragðið af hverju sinni. Vöðvabollurnar sem á Matardögum í Smáralind voru sérstaklega heiðraðar fyrir að hesthúsa x marga hamborg-ara á x mörgum mínútum hefðu að réttu lagi átt að vera settar í straff fyrir vonda borðsiði; það ætti að skikka þessa drengi til að horfa á japönsku myndina Tampopo, senda þá svo á sushibar ... Aldrei skartar óhófiðKeppni í hamborgaraáti er keppni í óhemjugangi. Það er ódyggð sem Íslendingar mættu gjarnan hætta að hafa í hávegum. Við getum alveg verið stolt af ýmsu sem samfélag: sjómönnunum, kvennafótboltanum, skákhefðinni, handboltastrákunum, tónlistarfólkinu, lambakjötinu og fiskiréttunum, bókmenntahefðinni, björgunarsveitunum, vélakunnáttunni, að ógleymdu forystufénu, smalahundinum, blessaðri kusu og fimm gangtegundunum íslenska hestsins … Og lopapeysunni með grænlensku mynstrunum sem hönnuð var sem íslensk einhvern tímann á 20. öld. Við getum alveg verið stolt af ýmsu sem samfélag; það má. En hættum að hampa óhemjuganginum. Eyjafjallajökull á ekki að endurspegla íslenska þjóðarsál eins og sjálfskipaðir talsmenn Íslands héldu fram í erlendum fjölmiðlum með hótunum um enn ægilegri gos. Við eigum hins vegar að hugsa um það hvort bændurnir þrautseigu undir Eyjafjöllum og allir þeir sem réttu þeim hjálparhönd séu ekki til vitnis um þá mannkosti sem þrátt fyrir allt kunna að leynast með þessari þjóð. En það er eitthvað að okkur. Djúpt og rótgróið í íslenskri menningu er eitthvað sem kom þessu samfélagi í koll - eitthvað sem lýsir sér í því að matreiðslumenn af öllu fólki skuli halda keppni í því að borða hratt og tilfinningalaust. Ástæðan er ekki sú að hér sé vont fólk upp til hópa. Þetta er ekki endilega „ógeðslegt þjóðfélag" eins og gömlu ritstjórarnir hvæsa á okkur með reglulegu millibili; við vorum ekki öll partur af gjörspilltu valdakerfi Sjálfstæðisflokksins með sínum Davíðsarmi og Björgólfsarmi, LÍÚ-armi, bændaarmi, Existaarmi, Baugsarmi og FL-armi og guðmávita hvaða öðrum örmum óteljandi, svo að á endanum var flokkurinn eins og kolkrabbi með parkinsonsveiki, stjórnlausir og samanflæktir armarnir að slettast um allt og brjóta í leiðinni og bramla allt sem brotnað gat. Við erum ekki öll glæpamenn eða hugsanlegir glæpamenn, ekki einu sinni öll „meðvirk". En það er eitthvað að. Hömluleysið er til dæmis of mikið. Við eigum að leggja niður keppni í ólympísku ölæði á almannafæri; ofáti, ofstopa í umferðinni, ógætni í fjármálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Það voru matardagar í Smáralind um helgina. Þar var keppt. Samkvæmt frétt á visir.is gekk þessi hátíð eiginlega út á keppni - í matargerð og meira að segja áti. Þarna var Íslandsmót matreiðslumanna og framreiðslumanna; keppt var um titilinn Besti sjónvarpskokkurinn; og haldið var Íslandsmót í hamborgaraáti. Sú keppni snerist um það hver gæti graðkað í sig flestum hamborgurum á skemmstum tíma. Meðfylgjandi mynd sýndi nokkra unga drengi og fulltíða vöðvabollur sem sátu með hörkusvip og hamborgara í hendi, úttroðinn gúl og húfu á hausnum. Gastrónómískar aflraunir. Önnur mynd sýndi svo nýkrýnda Íslandsmeistara í ólympísku ofáti. Það á að vera gott að borðaTuðum ekki. Löstum ekki hressa stráka í góðum fíling né alla þessa fínu kokka - af meðfylgjandi myndum að dæma var þar margt afar girnilegt á boðstólum. En samt: hvers vegna að láta matardaga ganga út á keppni? Hvernig er hægt að keppa í mat? Matarnautnin er einmitt andstæð keppnismóralnum. Það virðist stundum furðu fjarlægt þessari hákalls- og skötu- og selshreifaétandi þjóð en það að borða er sem sé víðast hvar í heiminum talið snúast um vellíðan frekar en þolraunir. Þegar við setjumst að snæðingi með einhverjum erum við ekki að keppa heldur er þetta ævaforn aðferð mannanna við að friðmælast, deila brauði sínu, samneyta. Á meðan við borðum gleymum við dagsins amstri, upprætum hinn mælda tíma, förum inn í augnablikið, þökkum dásemdir Jarðar. Meðan við borðum tökum við til dæmis húfuna af hausnum og reynum að matast eins settlega og okkur er unnt; við þurfum kannski ekki að tyggja hvern bita sextíu og átta sinnum eins og Þórbergur en við sýnum matnum þá virðingu að troða ekki meira af honum í munninn en við finnum bragðið af hverju sinni. Vöðvabollurnar sem á Matardögum í Smáralind voru sérstaklega heiðraðar fyrir að hesthúsa x marga hamborg-ara á x mörgum mínútum hefðu að réttu lagi átt að vera settar í straff fyrir vonda borðsiði; það ætti að skikka þessa drengi til að horfa á japönsku myndina Tampopo, senda þá svo á sushibar ... Aldrei skartar óhófiðKeppni í hamborgaraáti er keppni í óhemjugangi. Það er ódyggð sem Íslendingar mættu gjarnan hætta að hafa í hávegum. Við getum alveg verið stolt af ýmsu sem samfélag: sjómönnunum, kvennafótboltanum, skákhefðinni, handboltastrákunum, tónlistarfólkinu, lambakjötinu og fiskiréttunum, bókmenntahefðinni, björgunarsveitunum, vélakunnáttunni, að ógleymdu forystufénu, smalahundinum, blessaðri kusu og fimm gangtegundunum íslenska hestsins … Og lopapeysunni með grænlensku mynstrunum sem hönnuð var sem íslensk einhvern tímann á 20. öld. Við getum alveg verið stolt af ýmsu sem samfélag; það má. En hættum að hampa óhemjuganginum. Eyjafjallajökull á ekki að endurspegla íslenska þjóðarsál eins og sjálfskipaðir talsmenn Íslands héldu fram í erlendum fjölmiðlum með hótunum um enn ægilegri gos. Við eigum hins vegar að hugsa um það hvort bændurnir þrautseigu undir Eyjafjöllum og allir þeir sem réttu þeim hjálparhönd séu ekki til vitnis um þá mannkosti sem þrátt fyrir allt kunna að leynast með þessari þjóð. En það er eitthvað að okkur. Djúpt og rótgróið í íslenskri menningu er eitthvað sem kom þessu samfélagi í koll - eitthvað sem lýsir sér í því að matreiðslumenn af öllu fólki skuli halda keppni í því að borða hratt og tilfinningalaust. Ástæðan er ekki sú að hér sé vont fólk upp til hópa. Þetta er ekki endilega „ógeðslegt þjóðfélag" eins og gömlu ritstjórarnir hvæsa á okkur með reglulegu millibili; við vorum ekki öll partur af gjörspilltu valdakerfi Sjálfstæðisflokksins með sínum Davíðsarmi og Björgólfsarmi, LÍÚ-armi, bændaarmi, Existaarmi, Baugsarmi og FL-armi og guðmávita hvaða öðrum örmum óteljandi, svo að á endanum var flokkurinn eins og kolkrabbi með parkinsonsveiki, stjórnlausir og samanflæktir armarnir að slettast um allt og brjóta í leiðinni og bramla allt sem brotnað gat. Við erum ekki öll glæpamenn eða hugsanlegir glæpamenn, ekki einu sinni öll „meðvirk". En það er eitthvað að. Hömluleysið er til dæmis of mikið. Við eigum að leggja niður keppni í ólympísku ölæði á almannafæri; ofáti, ofstopa í umferðinni, ógætni í fjármálum.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun