Plata sem vinnur á Trausti Júlíusson skrifar 9. desember 2010 00:01 Puzzle með Amiinu. Tónlist Puzzle Amiina Puzzle er önnur plata Amiinu í fullri lengd, en sú fyrri, Kurr, kom út 2007 og þótti framúrskarandi. Auk þess hefur Amiina verið dugleg að senda frá sér smáskífur og EP-plötur. Amiina varð fyrst þekkt sem strengjasveit Sigur Rósar. Þær Edda Rún, Hildur, María Huld og Sólrún eru allar búnar að vera meðlimir lengi, en á nýju plötunni hafa þeir Guðmundur Vignir Karlsson (öðru nafni Kippi Kanínus) og Magnús Tryggvason bæst í hópinn. Stelpurnar spila sem fyrr á ýmis hljóðfæri, en Magnús er slagverksleikari og Kippi er raftóla- og tölvugaur. Fyrstu viðbrögðin þegar maður hlustar á Puzzle eru vonbrigði. Fyrri platan var einstök á sinn sveimkennda og ofurrólega hátt. Á Puzzle eru komnir skröltandi raftaktar og ásláttur þannig að það fyrsta sem kemur upp í hugann er að Amiina sé farin hljóma eins og múm fyrir nokkrum árum, sem væri ekki endilega slæmt þannig lagað, en ekki það sem maður er að leita eftir. Þegar maður hlustar betur kemur hins vegar þessi ósvikni Amiinu-hljómur í gegn og lögin vinna á. Mín uppáhaldslög eru What Are We Waiting For?, Púsl, Mambó, Thoka og sérstaklega Sicsak sem er frábært. Og þá er ég kominn í fimm lög af átta. Ekki slæmt… Niðurstaða: Amiina heldur kjarnanum, en bætir í litrófið. Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Ómerkilegir þættir um merkilega konu Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Sjá meira
Tónlist Puzzle Amiina Puzzle er önnur plata Amiinu í fullri lengd, en sú fyrri, Kurr, kom út 2007 og þótti framúrskarandi. Auk þess hefur Amiina verið dugleg að senda frá sér smáskífur og EP-plötur. Amiina varð fyrst þekkt sem strengjasveit Sigur Rósar. Þær Edda Rún, Hildur, María Huld og Sólrún eru allar búnar að vera meðlimir lengi, en á nýju plötunni hafa þeir Guðmundur Vignir Karlsson (öðru nafni Kippi Kanínus) og Magnús Tryggvason bæst í hópinn. Stelpurnar spila sem fyrr á ýmis hljóðfæri, en Magnús er slagverksleikari og Kippi er raftóla- og tölvugaur. Fyrstu viðbrögðin þegar maður hlustar á Puzzle eru vonbrigði. Fyrri platan var einstök á sinn sveimkennda og ofurrólega hátt. Á Puzzle eru komnir skröltandi raftaktar og ásláttur þannig að það fyrsta sem kemur upp í hugann er að Amiina sé farin hljóma eins og múm fyrir nokkrum árum, sem væri ekki endilega slæmt þannig lagað, en ekki það sem maður er að leita eftir. Þegar maður hlustar betur kemur hins vegar þessi ósvikni Amiinu-hljómur í gegn og lögin vinna á. Mín uppáhaldslög eru What Are We Waiting For?, Púsl, Mambó, Thoka og sérstaklega Sicsak sem er frábært. Og þá er ég kominn í fimm lög af átta. Ekki slæmt… Niðurstaða: Amiina heldur kjarnanum, en bætir í litrófið.
Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Ómerkilegir þættir um merkilega konu Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Sjá meira