KR-konur unnu sannfærandi sigur í Hveragerði og jöfnuðu einvígið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. mars 2010 18:11 Margrét Kara Sturludóttir fór fyrir liði KR í Hveragerði í kvöld. Mynd/Stefán KR-konur unnu til baka heimavallarréttinn með sannfærandi tólf stiga sigri á Hamar, 69-81 í öðrum leik liðanna í lokaúrslitum úrslitakeppni Iceland Express deild kvenna í körfubolta í Hveragerði í kvöld. Staðan er þar með 1-1 í einvíginu en það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki verður Íslandsmeistari. Það voru margar að spila vel fyrir KR í kvöld, Margrét Kara Sturludóttir var með 19 stig og 10 stoðsendingar, Jenny Pfeiffer-Finora skorað 15 stig , Signý Hermannsdóttir var með 13 stig og 13 fráköst, Unnur Tara Jónsdóttir var með 12 stig og fyrirliðinn Hildur Sigurðardóttir var með 11 stig, 19 fráköst og 6 stoðsendingar. Koren Schram skoraði 19 stig fyrir Hamar. KR-liðið mætti grimmt til leiks og var 22-17 yfir eftir fyrsta leikhlutann og þar vóg þungt að liðið vann fráköstin 17-3 fyrstu tíu mínútur leiksins. KR bætti við í öðrum leikhluta, Jenny Pfeiffer-Finora setti meðal annars niður þrjá þrista á stuttum tíma og KR komst mest 14 stigum yfir, 38-24 og leiddi að lokum með tólf stigum í háfleik, 42-30. KR-liðið hélt meðal annars Kristrúnu Sigurjónsdóttur stigalausri í fyrri hálfleik en hún var með 20 stig í fyrri hálfleiknum í fyrsta leiknum. Hamar náði að minnka muninn niður í sjö stig, 39-46, en KR svaraði öllum áhlaupum og var tíu stigum yfir, 59-49, fyrir lokaleikhlutann en sigur KR var aldrei í hættu í fjórða leikhlutanum.Hamar-KR 69-81 (30-42)Stig Hamars: Koren Schram 19, Julia Demirer 15 (11 fráköst), Guðbjörg Sverrisdóttir 8, Kristrún Sigurjónsdóttir 8 (6 stoðsendingar), Íris Ásgeirsdóttir 8, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 6, Fanney Lind Guðmundsdóttir 3, Hafrún Hálfdánardóttir 2.Stig KR: Margrét Kara Sturludóttir 19 (4 fráköst, 10 stoðsendingar), Jenny Pfeiffer-Finora 15, Signý Hermannsdóttir 13 (13 fráköst, 4 varin skot), Unnur Tara Jónsdóttir 12 (7 fráköst), Hildur Sigurðardóttir 11 (19 fráköst, 6 stoðsendingar), Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 9, Helga Einarsdóttir 2. Dominos-deild kvenna Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Fleiri fréttir Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Sjá meira
KR-konur unnu til baka heimavallarréttinn með sannfærandi tólf stiga sigri á Hamar, 69-81 í öðrum leik liðanna í lokaúrslitum úrslitakeppni Iceland Express deild kvenna í körfubolta í Hveragerði í kvöld. Staðan er þar með 1-1 í einvíginu en það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki verður Íslandsmeistari. Það voru margar að spila vel fyrir KR í kvöld, Margrét Kara Sturludóttir var með 19 stig og 10 stoðsendingar, Jenny Pfeiffer-Finora skorað 15 stig , Signý Hermannsdóttir var með 13 stig og 13 fráköst, Unnur Tara Jónsdóttir var með 12 stig og fyrirliðinn Hildur Sigurðardóttir var með 11 stig, 19 fráköst og 6 stoðsendingar. Koren Schram skoraði 19 stig fyrir Hamar. KR-liðið mætti grimmt til leiks og var 22-17 yfir eftir fyrsta leikhlutann og þar vóg þungt að liðið vann fráköstin 17-3 fyrstu tíu mínútur leiksins. KR bætti við í öðrum leikhluta, Jenny Pfeiffer-Finora setti meðal annars niður þrjá þrista á stuttum tíma og KR komst mest 14 stigum yfir, 38-24 og leiddi að lokum með tólf stigum í háfleik, 42-30. KR-liðið hélt meðal annars Kristrúnu Sigurjónsdóttur stigalausri í fyrri hálfleik en hún var með 20 stig í fyrri hálfleiknum í fyrsta leiknum. Hamar náði að minnka muninn niður í sjö stig, 39-46, en KR svaraði öllum áhlaupum og var tíu stigum yfir, 59-49, fyrir lokaleikhlutann en sigur KR var aldrei í hættu í fjórða leikhlutanum.Hamar-KR 69-81 (30-42)Stig Hamars: Koren Schram 19, Julia Demirer 15 (11 fráköst), Guðbjörg Sverrisdóttir 8, Kristrún Sigurjónsdóttir 8 (6 stoðsendingar), Íris Ásgeirsdóttir 8, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 6, Fanney Lind Guðmundsdóttir 3, Hafrún Hálfdánardóttir 2.Stig KR: Margrét Kara Sturludóttir 19 (4 fráköst, 10 stoðsendingar), Jenny Pfeiffer-Finora 15, Signý Hermannsdóttir 13 (13 fráköst, 4 varin skot), Unnur Tara Jónsdóttir 12 (7 fráköst), Hildur Sigurðardóttir 11 (19 fráköst, 6 stoðsendingar), Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 9, Helga Einarsdóttir 2.
Dominos-deild kvenna Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Fleiri fréttir Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum