Atli Fannar Bjarkason: Hættulegur kynþokki golfara Atli Fannar Bjarkason skrifar 10. apríl 2010 00:01 Í vikunni var kosið um að bæta níu holum við golfvöllinn á Korpúlfsstöðum. Samþykkt var að verja 230 milljónum í verkið og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson átti eftirminnilegustu ummælin um stækkuna þegar hann sagði að golfvöllurinn yrði mikilvægt tómstundasvæði fyrir atvinnulausa. Ég sparka hvorki í liggjandi né rökþrota menn, en ég furða mig á því að stjórnmálamaður skuli sýna vítavert ábyrgðarleysi og leggja til að atvinnulausir byrji að stunda golf - þá stórhættulegu íþrótt. Draumur Vilhjálms er að atvinnulausir ráfi um Korpúlfsstaði í sumar - væntanlega með gömul golfsett frá frændum sínum í eftirdragi. Þannig þvælast þeir aðeins fyrir golfurum í sumarfríi, en ekki vinnandi mönnum. Þessi draumur er vissulega fallegur, en hann er samt fullkomlega órökréttur á sinn útópíska hátt ásamt því að ógna íslensku kjarnafjölskyldunni. Allir vita að golf rústar fjölskyldur, enda eru golfarar ómótstæðilegir í augum kvenna. Þær geta ekki hamið sig þegar köflóttar buxur golfarans flaksa í vorvindinum á meðan derið skyggir á einbeitt andlit hans. Líkamsburður golfara er einnig sérstaklega tignarlegur í augum kvenna og þröngur leðurhanskinn setur punktinn yfir i-ið. Oft er talað um að golfarar séu fyrir íþróttir það sem Tom Jones er fyrir tónlist. Þeir blanda saman hæfileikum og kynþokka svo úr verður stórhættuleg blanda sem skilur enga konu eftir ósnortna. Ef borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hefðu unnið heimavinnuna sína hefðu þeir komist að því að kynþokki golfara er stórt vandamál í Bandaríkjunum. Þar tókst kvæntum golfara til dæmis að eiga í langtímaástarsambandi við konu í hverju einasta krummaskuði landsins. Skilst að hann hafi giljað hátt í þrjú prósent bandarísku þjóðarinnar. Guð má vita hversu mikið óhreint mjöl má finna í poka annarra golfara. Réttast væri að setja þennan þjóðfélagshóp á lista yfir heilsuspillandi samfélagsmein ásamt offitu og áfengissýki. Þessu fólki ætlar borgarstjórn að fjölga, þrátt fyrir þá staðreynd að aukna skilnaðartíðni megi rekja beint til aukins áhuga á golfi. Ég get reyndar ekki sannað það, en pælið í því sé það rétt. Atvinnulausir fjölskyldumenn eiga betra skilið en að verða fyrir endalausu áreiti ókunnugra kvenna. Ég hvet þá til að verja tíma með fjölskyldum sínum í sumar og halda sig frá stórhættulegum golfvöllum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Atli Fannar Bjarkason Mest lesið Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun
Í vikunni var kosið um að bæta níu holum við golfvöllinn á Korpúlfsstöðum. Samþykkt var að verja 230 milljónum í verkið og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson átti eftirminnilegustu ummælin um stækkuna þegar hann sagði að golfvöllurinn yrði mikilvægt tómstundasvæði fyrir atvinnulausa. Ég sparka hvorki í liggjandi né rökþrota menn, en ég furða mig á því að stjórnmálamaður skuli sýna vítavert ábyrgðarleysi og leggja til að atvinnulausir byrji að stunda golf - þá stórhættulegu íþrótt. Draumur Vilhjálms er að atvinnulausir ráfi um Korpúlfsstaði í sumar - væntanlega með gömul golfsett frá frændum sínum í eftirdragi. Þannig þvælast þeir aðeins fyrir golfurum í sumarfríi, en ekki vinnandi mönnum. Þessi draumur er vissulega fallegur, en hann er samt fullkomlega órökréttur á sinn útópíska hátt ásamt því að ógna íslensku kjarnafjölskyldunni. Allir vita að golf rústar fjölskyldur, enda eru golfarar ómótstæðilegir í augum kvenna. Þær geta ekki hamið sig þegar köflóttar buxur golfarans flaksa í vorvindinum á meðan derið skyggir á einbeitt andlit hans. Líkamsburður golfara er einnig sérstaklega tignarlegur í augum kvenna og þröngur leðurhanskinn setur punktinn yfir i-ið. Oft er talað um að golfarar séu fyrir íþróttir það sem Tom Jones er fyrir tónlist. Þeir blanda saman hæfileikum og kynþokka svo úr verður stórhættuleg blanda sem skilur enga konu eftir ósnortna. Ef borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hefðu unnið heimavinnuna sína hefðu þeir komist að því að kynþokki golfara er stórt vandamál í Bandaríkjunum. Þar tókst kvæntum golfara til dæmis að eiga í langtímaástarsambandi við konu í hverju einasta krummaskuði landsins. Skilst að hann hafi giljað hátt í þrjú prósent bandarísku þjóðarinnar. Guð má vita hversu mikið óhreint mjöl má finna í poka annarra golfara. Réttast væri að setja þennan þjóðfélagshóp á lista yfir heilsuspillandi samfélagsmein ásamt offitu og áfengissýki. Þessu fólki ætlar borgarstjórn að fjölga, þrátt fyrir þá staðreynd að aukna skilnaðartíðni megi rekja beint til aukins áhuga á golfi. Ég get reyndar ekki sannað það, en pælið í því sé það rétt. Atvinnulausir fjölskyldumenn eiga betra skilið en að verða fyrir endalausu áreiti ókunnugra kvenna. Ég hvet þá til að verja tíma með fjölskyldum sínum í sumar og halda sig frá stórhættulegum golfvöllum.