Ólíkar hugmyndir kynja um framtíðina Steinunn Stefánsdóttir skrifar 9. nóvember 2010 06:00 Samkvæmt alþjóðlegum samanburði eru engin lönd nær jafnrétti kynja en Norðurlöndin. Þetta á fyrst og fremst við um formlegt jafnrétti, svo sem í lögum, en líklega eru þó fá ríki í heimi sem hafa náð viðlíka árangri í viðhorfum til jafnréttis kynja og jafnréttis í raun eins og Norðurlönd. Niðurstöður norrænnar rannsóknar á viðhorfum 16 til 19 ára ungmenna á Norðurlöndum, meðal annars til ýmissa málefna sem snúa að jafnrétti kynjanna, eru því sláandi. Rannsóknin er unnin er af Rannsóknum og greiningu. Þegar unga fólkið er spurt beint að því hvort það sé hlynnt því að jafnrétti sé með körlum og konum eru raunar langflestir sammála eða um og yfir 90 prósent af báðum kynjum á Norðurlöndum öllum og íslensku ungmennin eru þarna yfir meðaltali Norðurlanda. Þegar kemur að raunveruleikanum sem við unga fólkinu blasir svo sem í spurningu um hvort konur eigi að vera heima hjá börnum sínum meðan þau eru ung blasir við önnur mynd. Tæplega helmingur piltanna sem spurðir voru taldi að konur ættu að vera heima hjá ungum börnum og nærri 36 prósent stúlkna. Hér á landi var hlutfallið heldur lægra hjá báðum kynjum eða rúm 46 prósent hjá piltum og 28,5 hjá stúlkum. Ekki er síður sláandi að 13,2 prósent piltanna töldu að konur ættu yfirhöfuð ekki að vinna úti og 14 prósent íslensku piltanna. Miðað við atvinnuþátttöku kvenna undanfarna áratugi er þetta með hreinustu ólíkindum. Ekki er síður sláandi viðhorf ungmennanna til hæfileika kynjanna til að taka ákvarðanir og vera í leiðtogahlutverki. 34,2 prósent íslensku piltanna telja farsælla að karlar taki ákvarðanir ern konur. Stúlkurnar eru á allt öðru máli því aðeins 4,3 prósent þeirra deila þessari skoðun með piltunum. Í þessari spurningu er gríðarlegur kynjamunur í öllum löndunum. Enn meiri kynjamunur er gagnvart fullyrðingunni: Karlar eru betri leiðtogar en konur. Nærri helmingur íslensku piltanna er sammála þessari fullyrðingu og 6,3 prósent stúlknanna. Þegar fullyrðingunni er snúið við kemur ekki fram nærri sami kynjamunur en tæplega 27 prósent stelpnanna telja konur betri leiðtoga en karla og 14,1 prósent strákanna. Liðlega 38 prósentum strákanna finnst að karlar eigi að vera höfuð fjölskyldna þar sem karl og kona búa saman en 7,3 prósent stúlkna og hvorki meira né minna en 36,4 prósentum íslenskra stráka á aldrinum 16 til 19 ára finnst að karlar eigi að ganga fyrir í störf séu þau af skornum skammti og liðlega 10 prósent stelpnanna. Andrea Hjálmsdóttir bendir á í frétt hér í blaðinu að orðræðan í samfélaginu gangi út á að jafnrétti komi sjálfkrafa með þeirri kynslóð sem nú sé að vaxa úr grasi. Niðurstöður þessarar rannsóknar og raunar fleiri bendi hins vegar til þess að aðgerða sé þörf. Viðhorf ungmennanna eru sláandi miðað við að þau hafa alist upp í þeim heimshluta sem hvað lengst hefur náð í átt að jafnrétti. Það er svo sömuleiðis bæði sláandi og heldur sorglegt hversu ólíkar væntingar og hugmyndir ungra karla og kvenna eru til hlutverka kynjanna og þátttöku í samfélaginu. Það má því sannarlega taka undir með Andreu um að aðgerða sé þörf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Skoðanir Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun
Samkvæmt alþjóðlegum samanburði eru engin lönd nær jafnrétti kynja en Norðurlöndin. Þetta á fyrst og fremst við um formlegt jafnrétti, svo sem í lögum, en líklega eru þó fá ríki í heimi sem hafa náð viðlíka árangri í viðhorfum til jafnréttis kynja og jafnréttis í raun eins og Norðurlönd. Niðurstöður norrænnar rannsóknar á viðhorfum 16 til 19 ára ungmenna á Norðurlöndum, meðal annars til ýmissa málefna sem snúa að jafnrétti kynjanna, eru því sláandi. Rannsóknin er unnin er af Rannsóknum og greiningu. Þegar unga fólkið er spurt beint að því hvort það sé hlynnt því að jafnrétti sé með körlum og konum eru raunar langflestir sammála eða um og yfir 90 prósent af báðum kynjum á Norðurlöndum öllum og íslensku ungmennin eru þarna yfir meðaltali Norðurlanda. Þegar kemur að raunveruleikanum sem við unga fólkinu blasir svo sem í spurningu um hvort konur eigi að vera heima hjá börnum sínum meðan þau eru ung blasir við önnur mynd. Tæplega helmingur piltanna sem spurðir voru taldi að konur ættu að vera heima hjá ungum börnum og nærri 36 prósent stúlkna. Hér á landi var hlutfallið heldur lægra hjá báðum kynjum eða rúm 46 prósent hjá piltum og 28,5 hjá stúlkum. Ekki er síður sláandi að 13,2 prósent piltanna töldu að konur ættu yfirhöfuð ekki að vinna úti og 14 prósent íslensku piltanna. Miðað við atvinnuþátttöku kvenna undanfarna áratugi er þetta með hreinustu ólíkindum. Ekki er síður sláandi viðhorf ungmennanna til hæfileika kynjanna til að taka ákvarðanir og vera í leiðtogahlutverki. 34,2 prósent íslensku piltanna telja farsælla að karlar taki ákvarðanir ern konur. Stúlkurnar eru á allt öðru máli því aðeins 4,3 prósent þeirra deila þessari skoðun með piltunum. Í þessari spurningu er gríðarlegur kynjamunur í öllum löndunum. Enn meiri kynjamunur er gagnvart fullyrðingunni: Karlar eru betri leiðtogar en konur. Nærri helmingur íslensku piltanna er sammála þessari fullyrðingu og 6,3 prósent stúlknanna. Þegar fullyrðingunni er snúið við kemur ekki fram nærri sami kynjamunur en tæplega 27 prósent stelpnanna telja konur betri leiðtoga en karla og 14,1 prósent strákanna. Liðlega 38 prósentum strákanna finnst að karlar eigi að vera höfuð fjölskyldna þar sem karl og kona búa saman en 7,3 prósent stúlkna og hvorki meira né minna en 36,4 prósentum íslenskra stráka á aldrinum 16 til 19 ára finnst að karlar eigi að ganga fyrir í störf séu þau af skornum skammti og liðlega 10 prósent stelpnanna. Andrea Hjálmsdóttir bendir á í frétt hér í blaðinu að orðræðan í samfélaginu gangi út á að jafnrétti komi sjálfkrafa með þeirri kynslóð sem nú sé að vaxa úr grasi. Niðurstöður þessarar rannsóknar og raunar fleiri bendi hins vegar til þess að aðgerða sé þörf. Viðhorf ungmennanna eru sláandi miðað við að þau hafa alist upp í þeim heimshluta sem hvað lengst hefur náð í átt að jafnrétti. Það er svo sömuleiðis bæði sláandi og heldur sorglegt hversu ólíkar væntingar og hugmyndir ungra karla og kvenna eru til hlutverka kynjanna og þátttöku í samfélaginu. Það má því sannarlega taka undir með Andreu um að aðgerða sé þörf.