Lífið

Tinna frumflytur verk á raflistahátíð

Frumflytur verkið Sonorities II á tónleikunum á morgun.
Frumflytur verkið Sonorities II á tónleikunum á morgun.

Píanóleikarinn Tinna Þorsteinsdóttir frumflytur verkið Sonorities II á raflistahátíðinni Raflost á miðvikudagskvöld. Verkið, sem er eftir Magnús Blöndal Jóhannsson, er frá árinu 1968 og er því um merkisflutning að ræða.

Tinna leikur píanóverk Magnúsar, Sonorities I, II og III, á tónleikunum en þau eru samin á árunum 1963-1972. Magnús fæddist árið 1925 og hefði því orðið 85 ára á þessu ári en hann lést 2005. Í kjölfar tónleikanna verður heimildar-mynd um Surtseyjargosið, Surtur fer sunnan, sýnd en Magnús samdi tónlistina við myndina.

Tónleikarnir hefjast kl. 20 í Sölvhóli, sal Listaháskóla Íslands og er aðgangur ókeypis.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.