Körfubolti

Vinsældir Iverson og McGrady að koma þeim í Stjörnuleikinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Allen Iverson og Tracy McGrady hafa verið fastagestir í stjörnuleiknum síðustu ár.
Allen Iverson og Tracy McGrady hafa verið fastagestir í stjörnuleiknum síðustu ár. Mynd/AP
Allen Iverson og Tracy McGrady hafa ekki spilað eins og stjörnuleikmenn í NBA-deildinni á síðustu mánuðum en það gæti samt farið svo að þeir verði báðir kosnir í byrjunarliðið í Stjörnuleiknum sem fer fram í Dallas 14. febrúar næstkomandi.

Allen Iverson hefur fengið mörg atkvæði síðan að hann hætti við að hætta og fór aftur til Philadelphia 76ers. Hann er nú kominn vel upp fyrir Vince Carter og upp í annað sætið á eftir Dwyane Wade í liði Austurdeildarinnar.

Tracy McGrady hefur verið frystur hjá Houston Rockets og næsti leikur hans gæti því verið sjálfur stjörnuleikurinn í næsta mánuði. Tracy McGrady hefur fengið 1005 fleiri atkvæði en Steve Nash og er sem stendur í öðru sæti meðal bakvarða vesturdeildarinnar.

Kosningin á byrjunarliðsmönnum Stjörnuleiksins lýkur 21. janúar en byrjunarliðin líta þannig út eins og staðan er í dag.

Byrjunarlið Austurdeildarinnar: LeBron James (flest atkvæði), Kevin Garnett, Dwight Howard, Dwyane Wade og Allen Iverson.

Byrjunarlið Vesturdeildarinnar: Kobe Bryant (flest atkvæði allra), Carmelo Anthony, Dirk Nowitzki, Amare Stoudemire og Tracy McGrady.



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×