Körfubolti

NBA-deildin: Bryant orðinn stigahæstur í sögu Lakers

Ómar Þorgeirsson skrifar
Kobe Bryant.
Kobe Bryant. Nordic photos/AFP

Sjö leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt en þar bar hæst að Memphis Grizzlies vann óvæntan 95-93 sigur á LA Lakers þrátt fyrir að Kobe Bryant hafi leikið á alls oddi og skorað 44 stig.

Ron Artest reyndi að tryggja Lakers sigurinn í blálok leiksins en hitti ekki úr þriggja stiga skoti sínu.

Með stórleiknum náði Bryant hins vegar að skjótast upp fyrir Jerry West á toppinn á lista yfir stigahæstu leikmenn í sögu Lakers.

Tap Lakers þýðir aftur á móti að þjálfarinn Phil Jackson þarf að bíða eftir því að verða sigursælasti þjálfari í sögu félagsins en hann er nú jafn Pat Riley með 533 sigra á ferli sínum með félagið.

Úrslitin í nótt:

Memphis-LA Lakers 95-93

Washington-Boston 88-99

Miami-Millwaukee 81-97

New Orleans-Phoenix 100-109

Denver-Sacramento 112-109

Utah-Dallas 104-92

Portland-Charlotte 98-79



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×