Á samning hjá Dior og DVF 3. júlí 2010 08:15 Aníta Hirlekar segir það ótrúlegt tækifæri að komast á samning hjá stærstu hönnuðum heims. „Það var frekar furðuleg tilfinning að fá símtal frá Christian Dior í Frakklandi sem var að bjóða mér að koma á samning til sín," segir Aníta Hirlekar, 24 ára fatahönnunarnemi frá Akureyri. Aníta lauk nú í vor öðru ári í fatahönnun með áherslu á svokallað print, frá Central Saint Martins skólanum í London. Aníta mun eyða næsta ári á samningum hjá tveimur af stærstu fatahönnunarmerkjum heims. Í ágúst er hún á leið til Frakklands þar sem hún fer á samning hjá Christian Dior. Þar verður hún við hönnun á hátískulínu Dior. Eftir áramótin fer hún svo til Bandaríkjanna þar sem hún fer á samning hjá Diane Von Furstenberg. Þar mun hún starfa í hönnunarstúdíói fyrirtækisins. „Christian Dior hafði samband við skólann minn, því hann er talinn mjög góður skóli, og óskaði eftir nemendum í starfsnám. Við vorum 26 sem sóttum um og 6 komust í viðtal. Ég var sú eina sem fékk samning," segir Aníta, bæði stolt og glöð yfir þeirri staðreynd. Kennarar við skólann voru mjög ánægðir með Anítu þar sem enginn nemandi komst að í fyrra. Kröfur Christian Dior um hæfni nemenda eru mjög miklar og því um mikla viðurkenningu að ræða fyrir Anítu. Aníta dúllaði sér við að hanna og sauma flíkurnar sínar í menntaskóla en ákvað eftir að hún kom til London að þetta væri það sem hún ætlaði að gera að starfsferli sínum. Eftir að Aníta lýkur þriðja ári sínu á samningum, hannar hún útskriftarlínuna sína á fjórða árinu. „Það eru miklar líkur á því að fá vinnu eftir útskrift hjá þeim fyrirtækjum sem maður lýkur samningi hjá þannig að þetta er mjög spennandi tækifæri fyrir mig." - ls Menning Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Fleiri fréttir Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
„Það var frekar furðuleg tilfinning að fá símtal frá Christian Dior í Frakklandi sem var að bjóða mér að koma á samning til sín," segir Aníta Hirlekar, 24 ára fatahönnunarnemi frá Akureyri. Aníta lauk nú í vor öðru ári í fatahönnun með áherslu á svokallað print, frá Central Saint Martins skólanum í London. Aníta mun eyða næsta ári á samningum hjá tveimur af stærstu fatahönnunarmerkjum heims. Í ágúst er hún á leið til Frakklands þar sem hún fer á samning hjá Christian Dior. Þar verður hún við hönnun á hátískulínu Dior. Eftir áramótin fer hún svo til Bandaríkjanna þar sem hún fer á samning hjá Diane Von Furstenberg. Þar mun hún starfa í hönnunarstúdíói fyrirtækisins. „Christian Dior hafði samband við skólann minn, því hann er talinn mjög góður skóli, og óskaði eftir nemendum í starfsnám. Við vorum 26 sem sóttum um og 6 komust í viðtal. Ég var sú eina sem fékk samning," segir Aníta, bæði stolt og glöð yfir þeirri staðreynd. Kennarar við skólann voru mjög ánægðir með Anítu þar sem enginn nemandi komst að í fyrra. Kröfur Christian Dior um hæfni nemenda eru mjög miklar og því um mikla viðurkenningu að ræða fyrir Anítu. Aníta dúllaði sér við að hanna og sauma flíkurnar sínar í menntaskóla en ákvað eftir að hún kom til London að þetta væri það sem hún ætlaði að gera að starfsferli sínum. Eftir að Aníta lýkur þriðja ári sínu á samningum, hannar hún útskriftarlínuna sína á fjórða árinu. „Það eru miklar líkur á því að fá vinnu eftir útskrift hjá þeim fyrirtækjum sem maður lýkur samningi hjá þannig að þetta er mjög spennandi tækifæri fyrir mig." - ls
Menning Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Fleiri fréttir Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira