Vettel: Ekki ástæða til að örvænta 15. júní 2010 09:28 Þjóðverjarnir Michael Schumacher og Sebastian Vettel hafa þekkst lengi og Schumacher spáði Vettel frama þegar hann var ungur að árum í kart kappakstri. Mynd: Getty Images Þjóðverjinn Sebastian Vettel segir að ekki sé ástæða til að örvænta, þó McLaren hafi unnið tvö síðustu Formúlu 1 mót. Sjálfur hefur honum ekki gengið sem best upp á síðkastið, miðað við eigin markmið, sem er meistaratitilinn. Vettel hefur aðeins unnið eitt mót. McLaren er í efsta sæti í stigamóti bílasmiða og Lewis Hamilton og Jenson Button, ökumenn liðsins eru í fyrsta og öðru sæti í stigakeppni ökumanna. "Við vorum ekki þeir sem fólk veðjaði á fyrir mótshelgina. Við gátum ekki nýtt okkur góðan hraða bílsins með þeirri keppnisáætlun sem við ókum eftir. En þetta sýnir best hve hlutirnir eru fljótir að breytast í þessari íþrótt. Það er engin ástæða til að örvænta. Okkur hlakkar til næsta móts og búmst við framförum hvað bílinn varðar með nýjum hlutum ", sagði Vettel í frétt á autosport.com. Red Bull náði besta tíma í öllum tímatökum ársins, þar til í Kanada um helgina. Hamilton vann keppnina í Montreal, eftir að hafa verið fremstur á ráslínu. Hamilton hefur unnið tvö mót í röð og komst þannig í efsta sæti stigalistans. Mark Webber á Red Bull hafði verið í forystu og í mótinu þar á undan voru Vettel og Webber efstir og jafnir að stigum fyrir mótið, en Vettel féll úr leik eftir árekstur. Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Fleiri fréttir „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Þjóðverjinn Sebastian Vettel segir að ekki sé ástæða til að örvænta, þó McLaren hafi unnið tvö síðustu Formúlu 1 mót. Sjálfur hefur honum ekki gengið sem best upp á síðkastið, miðað við eigin markmið, sem er meistaratitilinn. Vettel hefur aðeins unnið eitt mót. McLaren er í efsta sæti í stigamóti bílasmiða og Lewis Hamilton og Jenson Button, ökumenn liðsins eru í fyrsta og öðru sæti í stigakeppni ökumanna. "Við vorum ekki þeir sem fólk veðjaði á fyrir mótshelgina. Við gátum ekki nýtt okkur góðan hraða bílsins með þeirri keppnisáætlun sem við ókum eftir. En þetta sýnir best hve hlutirnir eru fljótir að breytast í þessari íþrótt. Það er engin ástæða til að örvænta. Okkur hlakkar til næsta móts og búmst við framförum hvað bílinn varðar með nýjum hlutum ", sagði Vettel í frétt á autosport.com. Red Bull náði besta tíma í öllum tímatökum ársins, þar til í Kanada um helgina. Hamilton vann keppnina í Montreal, eftir að hafa verið fremstur á ráslínu. Hamilton hefur unnið tvö mót í röð og komst þannig í efsta sæti stigalistans. Mark Webber á Red Bull hafði verið í forystu og í mótinu þar á undan voru Vettel og Webber efstir og jafnir að stigum fyrir mótið, en Vettel féll úr leik eftir árekstur.
Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Fleiri fréttir „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira