Dúndur diskóeyja hjá Braga Freyr Gígja Gunnarsson skrifar 4. nóvember 2010 22:44 Diskóeyjan. Tónlist **** Diskóeyjan Fönkópera Braga Valdimars Skúlasonar Fólkið sem stendur að baki Diskóeyjunni, fönkóperu Braga Valdimars Skúlasonar, er hið svokallaða einvalalið sem svo oft er nefnt í viðtölum við misgóða tónlistarmenn þegar þeir eru að fara gefa út hljómplötur. Og því er kannski ekkert skrýtið að hvergi skuli vera slegin feilnóta á þessum skemmtilega diski sem vafalítið á eftir að fá fjölskyldur landsins til að taka „Travolta"- sporin í stofunni heima. Snjall leikhúsmaður ætti allavega að sjá sér leik á borði og setja upp Diskóeyjuna í leikhúsi. Fyrsta hrósið er kirfilega fest í hnappagat Braga Valdimars Skúlasonar, textarnir eru fullir af leifrandi húmor og frumleika. Og ekki má gleyma lagasmíðum hans sem eru bæði grípandi og einfaldar. Memfis-mafían með Hjálmana Sigurð Guðmundsson og Guðmund Kristin fremsta í flokki á síðan allt hrós skilið fyrir útsetningar. Þeir eru augljóslega vel lesnir í tónlistarsögunni og kunna að galdra fram rétta hljóminn þannig að diskóið hljómar ekki sterílt. Og hljóðfæraleikararnir fara flestir á kostum í sínum aðgerðum. Diskóeyjan er stuðplata, Páll Óskar, Unnsteinn Manúel, Sigríður Thorlacius að ógleymdum Óttari Proppé og Möggu Stínu stíga ekki feilspor. Þannig að ef foreldrar vilja kenna börnunum sínum mikilvæga lexíu - að fjölskyldutónlist þarf ekki alltaf að vera leiðinleg - þá ættu þeir að kaupa Diskóeyjuna. Niðurstaða: Bragi Valdimar og Memfís-mafían eiga allan heiður skilinn fyrir þessa stórskemmtilegu fönk-óperu. Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Fleiri fréttir Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Eldborg breyttist í vélrænt helvíti Kaldrifjað morð, ungar karlrembur og kæfandi andrúmsloft Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Stormur fellur á prófinu Víkingur Heiðar á fjölbreyttri afmælisveislu með ljóslifandi hápunktum Leiksigur Ladda Elísabet fær uppreist æru Sjá meira
Tónlist **** Diskóeyjan Fönkópera Braga Valdimars Skúlasonar Fólkið sem stendur að baki Diskóeyjunni, fönkóperu Braga Valdimars Skúlasonar, er hið svokallaða einvalalið sem svo oft er nefnt í viðtölum við misgóða tónlistarmenn þegar þeir eru að fara gefa út hljómplötur. Og því er kannski ekkert skrýtið að hvergi skuli vera slegin feilnóta á þessum skemmtilega diski sem vafalítið á eftir að fá fjölskyldur landsins til að taka „Travolta"- sporin í stofunni heima. Snjall leikhúsmaður ætti allavega að sjá sér leik á borði og setja upp Diskóeyjuna í leikhúsi. Fyrsta hrósið er kirfilega fest í hnappagat Braga Valdimars Skúlasonar, textarnir eru fullir af leifrandi húmor og frumleika. Og ekki má gleyma lagasmíðum hans sem eru bæði grípandi og einfaldar. Memfis-mafían með Hjálmana Sigurð Guðmundsson og Guðmund Kristin fremsta í flokki á síðan allt hrós skilið fyrir útsetningar. Þeir eru augljóslega vel lesnir í tónlistarsögunni og kunna að galdra fram rétta hljóminn þannig að diskóið hljómar ekki sterílt. Og hljóðfæraleikararnir fara flestir á kostum í sínum aðgerðum. Diskóeyjan er stuðplata, Páll Óskar, Unnsteinn Manúel, Sigríður Thorlacius að ógleymdum Óttari Proppé og Möggu Stínu stíga ekki feilspor. Þannig að ef foreldrar vilja kenna börnunum sínum mikilvæga lexíu - að fjölskyldutónlist þarf ekki alltaf að vera leiðinleg - þá ættu þeir að kaupa Diskóeyjuna. Niðurstaða: Bragi Valdimar og Memfís-mafían eiga allan heiður skilinn fyrir þessa stórskemmtilegu fönk-óperu.
Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Fleiri fréttir Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Eldborg breyttist í vélrænt helvíti Kaldrifjað morð, ungar karlrembur og kæfandi andrúmsloft Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Stormur fellur á prófinu Víkingur Heiðar á fjölbreyttri afmælisveislu með ljóslifandi hápunktum Leiksigur Ladda Elísabet fær uppreist æru Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp