Að falla í stafi Charlotte Bøving skrifar 1. júlí 2010 07:00 Ég hef oft velt fyrir mér orðtakinu að falla í stafi. Merkingin rekur rætur sínar til þess þegar tunna dettur í sundur. Stafirnir (viðurinn) losna frá járngjörðinni og tunnan fellur í parta. Börn falla gjarnan í stafi; augun verða stór og þau líta út fyrir að stara á eitthvað í fjarska eða jafnvel djúpt innan í sér. Eða kannski sjá þau ekki neitt? Heldur upplifa andartak þar sem tíminn stendur í stað. Þau taka sér pásu frá lífinu. Að fylgjast með barni sem fellur í stafi er dásamlegt. Að því gefnu að þú sért ekki kennari þess, óþolinmótt foreldri eða eldra systkini sem reynir að slíta barnið laust úr þessum augnabliks dvala. Stundum af pirringi, stundum í stríðni. Seinna á lífsleiðinni, þegar við höfum orðið þörf fyrir litlar pásur frá lífinu, kunnum við ekki lengur að taka þær. Við förum í jóga og hugleiðslu, skokkum og stundum garðyrkju, allt í leit að bara augnabliks friði frá vandamálum heimsins. Við höfum gleymt að falla í stafi, þess í stað stafar af okkur stressi yfir öllu sem við ætlum að komast yfir. Þegar ég fylgist með litlu tveggja ára stelpunum mínum tveimur falla í stafi (sérstaklega er önnur þeirra lunkin í þeirri list) hef ég fundið mér möguleika á að „falla" með. Ég reyni að fylgja henni þangað sem hún virðist horfin. Það er erfitt, því heilabúið æpir eftir aðgerðum: „Þetta er tímasóun - þú þarft að ná að gera svo margt - þú getur ekki bara setið og glápt út í loftið - þú lítur út eins og asni með opinn munn og starandi augu - hugsaðu þér nú ef einhver er að fylgjast með þér" - og svo framvegis. En með daglegum æfingum er ég orðin betri. Tilfinningin er ekki ósvipuð lýsingunni af tunnunni í upphafi: Það er líkt og maður falli í sundur, eða aðeins burt frá sjálfum sér. Maður fær pásu frá eigin hugsunum. Þetta verður líkast heilagri stund. Eftir þessa innsýn finnst mér að það ætti að banna með lögum að trufla börn sem falla í stafi. Þannig fengjum við hugsanlega öll mikið betri hvíld. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Charlotte Böving Mest lesið Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Halldór 08.03.2025 Halldór Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks Skoðun
Ég hef oft velt fyrir mér orðtakinu að falla í stafi. Merkingin rekur rætur sínar til þess þegar tunna dettur í sundur. Stafirnir (viðurinn) losna frá járngjörðinni og tunnan fellur í parta. Börn falla gjarnan í stafi; augun verða stór og þau líta út fyrir að stara á eitthvað í fjarska eða jafnvel djúpt innan í sér. Eða kannski sjá þau ekki neitt? Heldur upplifa andartak þar sem tíminn stendur í stað. Þau taka sér pásu frá lífinu. Að fylgjast með barni sem fellur í stafi er dásamlegt. Að því gefnu að þú sért ekki kennari þess, óþolinmótt foreldri eða eldra systkini sem reynir að slíta barnið laust úr þessum augnabliks dvala. Stundum af pirringi, stundum í stríðni. Seinna á lífsleiðinni, þegar við höfum orðið þörf fyrir litlar pásur frá lífinu, kunnum við ekki lengur að taka þær. Við förum í jóga og hugleiðslu, skokkum og stundum garðyrkju, allt í leit að bara augnabliks friði frá vandamálum heimsins. Við höfum gleymt að falla í stafi, þess í stað stafar af okkur stressi yfir öllu sem við ætlum að komast yfir. Þegar ég fylgist með litlu tveggja ára stelpunum mínum tveimur falla í stafi (sérstaklega er önnur þeirra lunkin í þeirri list) hef ég fundið mér möguleika á að „falla" með. Ég reyni að fylgja henni þangað sem hún virðist horfin. Það er erfitt, því heilabúið æpir eftir aðgerðum: „Þetta er tímasóun - þú þarft að ná að gera svo margt - þú getur ekki bara setið og glápt út í loftið - þú lítur út eins og asni með opinn munn og starandi augu - hugsaðu þér nú ef einhver er að fylgjast með þér" - og svo framvegis. En með daglegum æfingum er ég orðin betri. Tilfinningin er ekki ósvipuð lýsingunni af tunnunni í upphafi: Það er líkt og maður falli í sundur, eða aðeins burt frá sjálfum sér. Maður fær pásu frá eigin hugsunum. Þetta verður líkast heilagri stund. Eftir þessa innsýn finnst mér að það ætti að banna með lögum að trufla börn sem falla í stafi. Þannig fengjum við hugsanlega öll mikið betri hvíld.
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun
Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir Skoðun
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun
Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir Skoðun