Lífið

Gosið stoppaði Yesmine

Yesmine Olsson komst ekki til Englands að kynna matreiðslubók sína.
Yesmine Olsson komst ekki til Englands að kynna matreiðslubók sína.

„Nei, ég komst ekki út á hátíðina. Mér þótti það mjög leiðinlegt en á sama tíma var þetta kannski ekki svo slæmt því ég gat slappað aðeins af og eytt tíma með fjölskyldunni,“ segir Yesmine Olsson sem átti að fara til London fyrr í mánuðinum til að kynna matreiðslubók sína, Framandi og freistandi – indversk og arabísk matreiðsla.

Hún varð þó að hætta við ferðina þar sem allt flug til Englands lá niðri vegna ösku frá gosinu í Eyjafjallajökli. „Fólk frá nærliggjandi löndum komst land- og sjóleiðina, en líkt og ég þurftu margir að fresta komu sinni. Það er kannski bara eins gott að ég hafi ekki komist, ég veit ekki hversu vinsæll maður hefði verið í Englandi eftir allt sem á undan er gengið,“ segir hún og hlær.

Yesmine er um þessar mundir að kenna Bollywood-dansa í World Class auk þess sem hún heldur vinsæl matreiðslunámskeið í Turninum, en þar kennir hún Íslendingum að elda upp á indverskan máta. - sm






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.