Íslenski boltinn

Jón Þór: Stelpurnar vissu að þetta yrði erfitt

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Jón Þór Brandsson, þjálfari FH.
Jón Þór Brandsson, þjálfari FH.
Jón Þór Brandsson, þjálfari FH, var ánægður með lið sitt þrátt fyrir tap gegn Fylkisstúlkum á Kaplakrika í Pepsi-deild kvenna í kvöld. Leikurinn endaði 4-2 fyrir Fylki sem voru manni fleiri síðustu 30 mínúturnar. „Okkur vantar enn stig, en við erum á réttri leið, við erum að læra í hverjum leik og vitum nú hvað þarf til að vinna stig í Pepsideildinni og erum við að nálgast það," sagði Jón Þór Brandsson.

FH liðið er ungt og efnilegt, þær komu upp um deild í fyrra, en Jón segist litlar áhyggjur hafa af því þrátt fyrir að vera á botninum eftir 4 leiki. „Ég held að stelpurnar hafi farið inn í þetta mót að þær vissu að þetta yrði erfitt, það er margt að læra en við erum sannfærð um að við getum klárað þetta verkefni með sóma. Það er hinsvegar munur á deildunum."

FH stelpurnar misstu mann útaf í fyrri hálfleik þegar Sigmundína felldi Fjólu Dröfn þegar hún var sloppin í gegn. Þrátt fyrir það börðust FH stúlkurnar vel eftir það. „Ég er virkilega stoltur og ánægður með stelpurnar, þær voru duglegar, stóðu vel saman og gáfust aldrei upp. Það er það sem þarf í þessa deild."

Næsti leikur FH stúlkna er gegn Grindavík og var Jón ánægður með að það var hægt að taka góða hluti úr leik FH stúlkna. „Við förum núna yfir þennan leik og reynum alltaf að bæta okur milli leikja, Grindavík er með hörku lið og erfiðar heim að sækja, en þetta verður enn ein skemmtilega viðureignin okkar í Pepsideildinni," sagði Jón Þór Brandsson, þjálfari FH.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×