Steinunn Stefánsdóttir: Ha ég? Já þú. Ekki satt. Hver þá? Steinunn Stefánsdóttir skrifar 15. apríl 2010 06:00 Það hálfa annað ár sem liðið er frá hruninu hefur að mörgu leyti einkennst af vonbrigðum; vonbrigðum yfir að það sem talið hafði verið velgengni var reist á sandi, ef ekki beinlínis blekkingum; vonbrigðum yfir því að stjórnvöld og stjórnkerfi virtist bæði skorta reglur og einnig þor til að stemma stigu við þeirri þróun, sem sumir sáu þó fyrir, að bankakerfið væri að vaxa þjóðinni langt yfir höfuð og vonbrigðum vegna þess að svo virtist sem enginn ætlaði sér að axla ábyrgð á hruninu og því sem til þess leiddi. Skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis hefur nú verið beðið í nærri hálft ár. Þeir voru því vissulega margir sem óttuðust að hún yrði enn ein vonbrigðin. Skýrslan kom því þægilega á óvart þótt það sem í henni birtist væri fráleitt þægilegt heldur miklu fremur nöturleg mynd af viðskiptamönnum sem ekki sáust fyrir. Mönnum sem lögðu upp úr stórgróða sem byggðist á lánsfé og kaupum og sölum fyrirtækja hverra verðgildi var iðulega reist á ótraustum grunni og jafnvel blekkingum. Skýrslan birtir mynd af stjórnkerfi sem ekki er aðeins vanbúið vegna skorts á reynslu og þekkingu heldur einnig algerlega vanhæft vegna þess að þar tíðkast ekki þau vinnubrögð sem teljast til góðrar og vandaðrar stjórnsýslu. Í skýrslunni er dregin upp tæpitungulaus mynd af því sem átti sér stað í aðdraganda hrunsins. Skýrslan sjálf olli þannig alls ekki vonbrigðum þrátt fyrir að ýmislegt sem fram kom í henni gerði það. Viðbrögðin við skýrslunni og efni hennar hafa hins vegar vakið vonbrigði, ekki síst sú staðreynd að af þeim 147 einstaklingum sem fyrir nefndina komu þá gekkst enginn þeirra við ábyrgð. Þau viðbrögð við skýrslunni sem fram hafa komið síðan á mánudag valda einnig nokkrum vonbrigðum. Enginn þeirra stjórnmálamanna eða embættismanna sem voru í eldlínunni hafa axlað ábyrgð með því að viðurkenna mistök, hvað þá biðjast afsökunar. Ekkert af þessu fólki hefur einu sinni sýnt þá auðmýkt að viðurkenna yfirsjón eða andvaraleysi. Einu stjórnmálamennirnir sem hafa stigið fram og viðurkennt að mistök hafi átt sér stað í þeirra ranni eru þeir sem voru á hliðarlínunni í aðdraganda hrunsins og eru þannig ekki að viðurkenna eigin mistök heldur flokksystkina sinna. Einn kaupsýslumaður hefur beðist afsökunar sem er virðingarvert þrátt fyrir að afsökunarbeiðninni fylgi sá fyrirvari að hann sé þess fullviss að hann hafi ekki brotið lög. Það er mikilvægt að hreinsa andrúmsloftið fyrir þá endurreisn sem verður að eiga sér stað á næstu misserum. Gott væri að fleiri færu að hans dæmi, kaupsýslumenn, embættismenn og stjórnmálamenn. Til þess að skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis komi að því gagni sem hún hefur alla burði til að geta gert þá verður að nýta innihald hennar til að kryfja bæði kerfið og vinnubrögð þeirra einstaklinga sem á sviðinu voru í aðdraganda hrunsins. Það er nauðsynleg forsenda þeirrar endurreisnar sem verður að eiga sér stað á næstu misserum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Það hálfa annað ár sem liðið er frá hruninu hefur að mörgu leyti einkennst af vonbrigðum; vonbrigðum yfir að það sem talið hafði verið velgengni var reist á sandi, ef ekki beinlínis blekkingum; vonbrigðum yfir því að stjórnvöld og stjórnkerfi virtist bæði skorta reglur og einnig þor til að stemma stigu við þeirri þróun, sem sumir sáu þó fyrir, að bankakerfið væri að vaxa þjóðinni langt yfir höfuð og vonbrigðum vegna þess að svo virtist sem enginn ætlaði sér að axla ábyrgð á hruninu og því sem til þess leiddi. Skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis hefur nú verið beðið í nærri hálft ár. Þeir voru því vissulega margir sem óttuðust að hún yrði enn ein vonbrigðin. Skýrslan kom því þægilega á óvart þótt það sem í henni birtist væri fráleitt þægilegt heldur miklu fremur nöturleg mynd af viðskiptamönnum sem ekki sáust fyrir. Mönnum sem lögðu upp úr stórgróða sem byggðist á lánsfé og kaupum og sölum fyrirtækja hverra verðgildi var iðulega reist á ótraustum grunni og jafnvel blekkingum. Skýrslan birtir mynd af stjórnkerfi sem ekki er aðeins vanbúið vegna skorts á reynslu og þekkingu heldur einnig algerlega vanhæft vegna þess að þar tíðkast ekki þau vinnubrögð sem teljast til góðrar og vandaðrar stjórnsýslu. Í skýrslunni er dregin upp tæpitungulaus mynd af því sem átti sér stað í aðdraganda hrunsins. Skýrslan sjálf olli þannig alls ekki vonbrigðum þrátt fyrir að ýmislegt sem fram kom í henni gerði það. Viðbrögðin við skýrslunni og efni hennar hafa hins vegar vakið vonbrigði, ekki síst sú staðreynd að af þeim 147 einstaklingum sem fyrir nefndina komu þá gekkst enginn þeirra við ábyrgð. Þau viðbrögð við skýrslunni sem fram hafa komið síðan á mánudag valda einnig nokkrum vonbrigðum. Enginn þeirra stjórnmálamanna eða embættismanna sem voru í eldlínunni hafa axlað ábyrgð með því að viðurkenna mistök, hvað þá biðjast afsökunar. Ekkert af þessu fólki hefur einu sinni sýnt þá auðmýkt að viðurkenna yfirsjón eða andvaraleysi. Einu stjórnmálamennirnir sem hafa stigið fram og viðurkennt að mistök hafi átt sér stað í þeirra ranni eru þeir sem voru á hliðarlínunni í aðdraganda hrunsins og eru þannig ekki að viðurkenna eigin mistök heldur flokksystkina sinna. Einn kaupsýslumaður hefur beðist afsökunar sem er virðingarvert þrátt fyrir að afsökunarbeiðninni fylgi sá fyrirvari að hann sé þess fullviss að hann hafi ekki brotið lög. Það er mikilvægt að hreinsa andrúmsloftið fyrir þá endurreisn sem verður að eiga sér stað á næstu misserum. Gott væri að fleiri færu að hans dæmi, kaupsýslumenn, embættismenn og stjórnmálamenn. Til þess að skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis komi að því gagni sem hún hefur alla burði til að geta gert þá verður að nýta innihald hennar til að kryfja bæði kerfið og vinnubrögð þeirra einstaklinga sem á sviðinu voru í aðdraganda hrunsins. Það er nauðsynleg forsenda þeirrar endurreisnar sem verður að eiga sér stað á næstu misserum.