Körfubolti

LeBron James og aðrir samningslausir mega semja á morgun

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
LeBron og Wade eru báðir samningslausir.
LeBron og Wade eru báðir samningslausir. AFP
Á morgun mega samningslausir leikmenn í NBA-deildinni loksins tjá sig um framtíð sína og ræða við önnur félög. Stórstjörnur á borð við Lebron James, Dwyane Wade, Chris Bosh og Amare Stoudemire eru þar á meðal.

LeBron er auðvitað stærstur þeirra en framtíð þessara manna er skoðuð á heimasíðu NBA í dag.

Liðin með mestu fjármunina eru New York Knicks, New Jersey Nets, Miami Heat og Chicago Bulls.

Pistlahöfundur heimasíðunnar segir að sumir sjá fyrir sér að ef leikmennirnir vildu taka á sig launalækkun gætu LeBron, Wade og Bosh allir farið í sama félagið og búið þannig til óstöðvandi félag.

Ólíklegt sé þó að þeir séu tilbúnir til þess.

Pistlahöfundurinn telur líklegast að Lebron verði áfram hjá Cleveland, en að hann fundi með Nets, Knicks, Heat, Bulls og Cavaliers í næstu viku.

Ástæðan fyrir því að hann fari ekki sé að heimataugin hans er sterk en hann er fæddur og uppalinn í Ohio.

Fari hann myndi hann aðeins fara til Bulls.

Wade fari væntanlega ekki frá Miami en Bosh muni eflaust yfirgefa Toronto Raptors. Knicks væri líklegasti áfangastaður hans.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×