Tap á Morgunblaðinu 1.351 milljón árið 2009 21. október 2010 06:00 Morgunblaðið Útgefandinn segir 240 milljóna króna innspýtingu í útgáfufélag Morgunblaðsins í byrjun þessa árs hafa komið af fé sem hluthafar eignarhaldsfélagsins Þórsmerkur hafi lagt fram þegar á árinu 2009. Tekjur af rekstri Morgunblaðsins lækkuðu um 978 milljónir króna milli áranna 2008 og 2009 og afkoma útgáfufélagsins Árvakurs var neikvæð um 1.351 milljón. Óskar Magnússon, útgefandi Morgunblaðsins og einn eigenda þess, segir rekstur blaðsins það sem af er þessu ári í aðalatriðum eins og búist hafi verið við. „Það er ekkert óvænt að gerast í rekstrinum á Árvakri umfram það sem við bjuggum okkur undir og reksturinn hefur verið miklu betri en flestir halda,“ segir hann. Rekstur Morgunblaðsins skilaði tæpum 2,7 milljörðum króna í tekjur á árinu 2009 samkvæmt ársreikningi Árvakurs miðað við tæplega 3,7 milljarða á árinu 2008. Tap af rekstrinum sjálfum var 667 milljónir en auk þess námu nettóvaxtagjöld félagsins tæpum 685 milljónum. Samtals gera þetta áðurnefnda rúma 1.351 milljón. Undir liðnum „nettótekjur“ í rekstrarreikningi Árvakurs 2009 eru færðir tæpir 4,3 milljarðar króna. Ekki kemur beint fram í ársreikningnum hvaða fé þarna er um að ræða en draga má þá ályktun af öðrum liðum ársreikningsins að þarna séu á ferð skuldir sem bankar afskrifuðu hjá Árvakri við eigendaskiptin vorið 2009. Óskar kveðst ekki vilja útskýra þennan lið. „Við höfum lagt fram ársreikninginn og menn verða bara sjálfir að lesa í hann,“ svarar hann. Þessar 4,3 milljarða „nettótekjur“ leiða síðan til þess að bókfærður hagnaður Árvakurs í fyrra verður 2.500 milljónir króna þrátt fyrir áðurgreint tap af rekstrinum. Óskar Magnússon Eigið fé Árvakurs var 776 milljónir króna í árslok 2009. Strax í upphafi ársins í ár voru síðan lagðar inn 240 milljónir króna í auknu hlutafé. Óskar segir þá upphæð koma af 600 milljónum króna sem hluthafar Þórsmerkur ehf., eignarhaldsfélags Árvakurs, hafi lagt fram þegar í byrjun á árinu 2009. Ákveðið hafi verið að bæta við 240 milljónum af þessu fé inn í Árvakur. Að sögn Óskars stendur engin sérstök söfnun hlutafjár yfir um þessar mundir enda sé Árvakur ekki í vandræðum með rekstrarfé. Á hinn bóginn séu menn viðbúnir því að það muni hugsanlega þurfa síðar. „Við vorum undir það búin frá upphafi að þetta væri ekki einfalt og auðvelt mál og að það þyrfti að tjalda til lengri tíma en eins eða tveggja ára,“ segir útgefandi Morgunblaðsins. gar@frettabladid.is Fréttir Innlent Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Sjá meira
Tekjur af rekstri Morgunblaðsins lækkuðu um 978 milljónir króna milli áranna 2008 og 2009 og afkoma útgáfufélagsins Árvakurs var neikvæð um 1.351 milljón. Óskar Magnússon, útgefandi Morgunblaðsins og einn eigenda þess, segir rekstur blaðsins það sem af er þessu ári í aðalatriðum eins og búist hafi verið við. „Það er ekkert óvænt að gerast í rekstrinum á Árvakri umfram það sem við bjuggum okkur undir og reksturinn hefur verið miklu betri en flestir halda,“ segir hann. Rekstur Morgunblaðsins skilaði tæpum 2,7 milljörðum króna í tekjur á árinu 2009 samkvæmt ársreikningi Árvakurs miðað við tæplega 3,7 milljarða á árinu 2008. Tap af rekstrinum sjálfum var 667 milljónir en auk þess námu nettóvaxtagjöld félagsins tæpum 685 milljónum. Samtals gera þetta áðurnefnda rúma 1.351 milljón. Undir liðnum „nettótekjur“ í rekstrarreikningi Árvakurs 2009 eru færðir tæpir 4,3 milljarðar króna. Ekki kemur beint fram í ársreikningnum hvaða fé þarna er um að ræða en draga má þá ályktun af öðrum liðum ársreikningsins að þarna séu á ferð skuldir sem bankar afskrifuðu hjá Árvakri við eigendaskiptin vorið 2009. Óskar kveðst ekki vilja útskýra þennan lið. „Við höfum lagt fram ársreikninginn og menn verða bara sjálfir að lesa í hann,“ svarar hann. Þessar 4,3 milljarða „nettótekjur“ leiða síðan til þess að bókfærður hagnaður Árvakurs í fyrra verður 2.500 milljónir króna þrátt fyrir áðurgreint tap af rekstrinum. Óskar Magnússon Eigið fé Árvakurs var 776 milljónir króna í árslok 2009. Strax í upphafi ársins í ár voru síðan lagðar inn 240 milljónir króna í auknu hlutafé. Óskar segir þá upphæð koma af 600 milljónum króna sem hluthafar Þórsmerkur ehf., eignarhaldsfélags Árvakurs, hafi lagt fram þegar í byrjun á árinu 2009. Ákveðið hafi verið að bæta við 240 milljónum af þessu fé inn í Árvakur. Að sögn Óskars stendur engin sérstök söfnun hlutafjár yfir um þessar mundir enda sé Árvakur ekki í vandræðum með rekstrarfé. Á hinn bóginn séu menn viðbúnir því að það muni hugsanlega þurfa síðar. „Við vorum undir það búin frá upphafi að þetta væri ekki einfalt og auðvelt mál og að það þyrfti að tjalda til lengri tíma en eins eða tveggja ára,“ segir útgefandi Morgunblaðsins. gar@frettabladid.is
Fréttir Innlent Mest lesið Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Sjá meira