Fótbolti

El Clasico spilaður á mánudagskvöldi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Úr leik Barcelona og Real Madrid. Cristiano Ronaldo og Daniel Alves eigast við.
Úr leik Barcelona og Real Madrid. Cristiano Ronaldo og Daniel Alves eigast við. Mynd/Nordic Photos/Getty
Kosningar í Katalóníu þýða það að risaleikur Barcelona og Real Madrid seinna í þessum mánuði þarf að fara fram mánudegi. Risarnir mætast því í fyrri El Clasico tímabilsins 29. nóvember næstkomandi.

Leikurinn átti að fara fram helgina á undan en borgaryfirvöld í Barcelona pressuðu á að leikurinn fari fram á mánudagi af öryggisástæðum en það er búist við ólgu í borginni í tengslum við kosningarnar sem fara fram á laugardeginum.

Leikmenn frá bæði Barcelona og Real Madrid vildu að leikurinn fær fram á annaðhvort laugardegi eða sunnudegi en það var ekkert hlustað á þá.

Real Madrid hefur eins stigs forskot á Barcelona í spænsku deildinni en Barcelona er hinsvegar búið að vinna fjóra El Clasico-leiki í röð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×