Sport

NFL: Fertugur Favre í undanúrslit

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Brett Favre er ótrúlegur íþróttamaður.
Brett Favre er ótrúlegur íþróttamaður.

Um helgina varð ljóst hvaða lið leika til úrslita í Ameríku- og Þjóðardeild NFL-deildarinnar í amerískum fótbolta.

Hinn fertugi Brett Favre varð um helgina elsti leikstjórnandinn í sögu NFL-deildarinnar til þess að byrja leik í úrslitakeppninni. Lið hans, Minnesota Vikings, tók þá á móti sjóðheitu liði Dallas Cowboys.

Víkingarnir slökktu algjörlega í Kúrekunum og leikstjórnandi þeirra, Tony Romo, upplifði barsmíðar frá vörn Vikings sem hann hefur ekki áður kynnst í deildinni.

Þess utan var Favre í flottu formi og Vikings vann öruggan sigur sem kom mörgum á óvart. Með álíka leik er Vikings líklegt til afreka.

Peyton Manning og félagar unnu einning öruggan sigur um helgina gegn varnarliði Baltimore.

Öskubuskulið síðustu leiktíðar, Arizona, féll úr leik er liðið fékk á sig 45 stig annan leikinn í röð.

Óvæntustu úrslit helgarinnar var þó útivallarsigur NY Jets á San Diego sem margir voru búnir að spá að færi alla leið. Jets hefur komið gríðarlega á óvart í vetur og verður áhugavert að fylgjast með liðinu gegn Manning og félögum um næstu helgi.

Úrslit helgarinnar:

Indianapolis-Baltimore  20-3

San Diego-NY Jets  14-17

New Orleans-Arizona  45-14

Minnesota-Dallas  34-3

Undanúrslit NFL-deildarinnar:

Indianapolis Colts - NY Jets

New Orleans Saints - Minnesota Vikings




Fleiri fréttir

Sjá meira


×