Hjónasæla í súld Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 26. ágúst 2010 09:28 Íslensk sumarbrúðkaup eru frábær. Sérstaklega þegar brúðhjónin spila djarft og halda þau úti við. Á sumarblíðu er ekki að treysta á klakanum og ekki hægt að panta sólina eins og hverja aðra rjómatertu. Það er þó einungis þegar fólk hengir sig í smáatriðin sem eitthvað getur farið úrskeiðis. Því strangari sem verðandi brúðhjón eru á tímasetningum, skreytingum, veitingum og væntingum, er hættara við að eitthvað fari út um þúfur.Óteljandi kvikmyndir hafa verið gerðar um einmitt þetta, brúðkaupsdaginn mikla þar sem allt gekk á afturfótunum. Servétturnar í röngum lit og blómin af kolrangri gerð, kakan í klessu, hringurinn týndur og brúðurin grátandi í lok dags, svo fjúkandi reið við brúðgumann fyrir að hafa stigið á kjólinn svo hún hrasaði niður kirkjutröppurnar. Það er svo sem ekkert einfalt að halda stóra veislu, en í fyrirganginum sem skipulagning brúðkaups krefst sem nær frá sevéttubrotum til litar og fjölda rósablaða í hverju sæti, vill tilefnið stundum gleymast. Hjónabandið.Ég fór í eitt stórskemmtilegt brúðkaup um daginn. Það var einmitt eitt af þessum ekta íslensku sumarbrúðkaupum sem fór fram úti við, eða í garði brúðhjónanna. Tjaldað hafði verið yfir gesti og steikurnar kraumuðu á grilli úti undir vegg. Veðrið var hins vegar ekki eins og best hefði verið á kosið til útifagnaðar, lemjandi slagveður og fárra stiga hiti.Gestirnir höfðu þó verið beðnir að klæða sig vel enda iðulega allra veðra von norðan heiða. Lopapeysur og pollajakkar leystu því kjólfötin af þennan daginn og hælaskórnir fuku fyrir stígvélum. Krakkaskarinn veltist svo um í rigningunni, vel vatnsvarinn og glaður. Enda var þetta gleðidagur þó hryssingslegur væri, brúðkaupsdagur.Tilefni samkomunnar var líka alveg ljóst en rétt á meðan presturinn gaf brúðhjónin saman skein sólin upp sem snöggvast og það hætti að rigna. Fólk dró af sér hetturnar á regnjökkunum, söng og lyfti glösum og óskaði þeim nýgiftu til hamingju þarna í tjaldinu. Og svo fór bara aftur að rigna.Matur bragðast aldrei betur en úti og svo var einnig í þetta skiptið. Kakóið með drifhvítum rjómanum iljaði fram í fingurgóma og kleinurnar og hjónabandssælan runnu ljúflega niður. Þau nýgiftu litu ekki út fyrir að vera kalt. Og þar sem ég sat undir tjaldhimninum sem slóst til í rokinu og heyrði gegnum skrafandi gestina rigninguna dynja, hugsaði ég með mér að svona ættu brúðkaup að vera. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnheiður Tryggvadóttir Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun
Íslensk sumarbrúðkaup eru frábær. Sérstaklega þegar brúðhjónin spila djarft og halda þau úti við. Á sumarblíðu er ekki að treysta á klakanum og ekki hægt að panta sólina eins og hverja aðra rjómatertu. Það er þó einungis þegar fólk hengir sig í smáatriðin sem eitthvað getur farið úrskeiðis. Því strangari sem verðandi brúðhjón eru á tímasetningum, skreytingum, veitingum og væntingum, er hættara við að eitthvað fari út um þúfur.Óteljandi kvikmyndir hafa verið gerðar um einmitt þetta, brúðkaupsdaginn mikla þar sem allt gekk á afturfótunum. Servétturnar í röngum lit og blómin af kolrangri gerð, kakan í klessu, hringurinn týndur og brúðurin grátandi í lok dags, svo fjúkandi reið við brúðgumann fyrir að hafa stigið á kjólinn svo hún hrasaði niður kirkjutröppurnar. Það er svo sem ekkert einfalt að halda stóra veislu, en í fyrirganginum sem skipulagning brúðkaups krefst sem nær frá sevéttubrotum til litar og fjölda rósablaða í hverju sæti, vill tilefnið stundum gleymast. Hjónabandið.Ég fór í eitt stórskemmtilegt brúðkaup um daginn. Það var einmitt eitt af þessum ekta íslensku sumarbrúðkaupum sem fór fram úti við, eða í garði brúðhjónanna. Tjaldað hafði verið yfir gesti og steikurnar kraumuðu á grilli úti undir vegg. Veðrið var hins vegar ekki eins og best hefði verið á kosið til útifagnaðar, lemjandi slagveður og fárra stiga hiti.Gestirnir höfðu þó verið beðnir að klæða sig vel enda iðulega allra veðra von norðan heiða. Lopapeysur og pollajakkar leystu því kjólfötin af þennan daginn og hælaskórnir fuku fyrir stígvélum. Krakkaskarinn veltist svo um í rigningunni, vel vatnsvarinn og glaður. Enda var þetta gleðidagur þó hryssingslegur væri, brúðkaupsdagur.Tilefni samkomunnar var líka alveg ljóst en rétt á meðan presturinn gaf brúðhjónin saman skein sólin upp sem snöggvast og það hætti að rigna. Fólk dró af sér hetturnar á regnjökkunum, söng og lyfti glösum og óskaði þeim nýgiftu til hamingju þarna í tjaldinu. Og svo fór bara aftur að rigna.Matur bragðast aldrei betur en úti og svo var einnig í þetta skiptið. Kakóið með drifhvítum rjómanum iljaði fram í fingurgóma og kleinurnar og hjónabandssælan runnu ljúflega niður. Þau nýgiftu litu ekki út fyrir að vera kalt. Og þar sem ég sat undir tjaldhimninum sem slóst til í rokinu og heyrði gegnum skrafandi gestina rigninguna dynja, hugsaði ég með mér að svona ættu brúðkaup að vera.