Magga Maack á kápunni í tveimur heimsálfum 18. júní 2010 06:30 Útvarpskonan Margrét Erla Maack situr fyrir á bókarkápu sem Ólöf Erla Einarsdóttir mun hanna fyrir bókaflokkinn Creature Court. Fréttablaðið/Vilhelm „Myndir eftir mig hafa áður birst í erlendum bókum og tímaritum og ég geri ráð fyrir því að bókaútgáfan hafi fundið mig annað hvort í gegnum það eða heimasíðuna mína," segir grafíski hönnuðurinn Ólöf Erla Einarsdóttir, sem mun hanna kápur þriggja bóka í bókaflokknum Creature Court. Bækurnar verða gefnar út bæði í Bandaríkjunum og í Ástralíu. Ólöf Erla viðurkennir að henni hafi þótt tilboðið spennandi og því ákvað hún að slá til. Fyrsta bókin í bókaflokknum kom út í febrúar síðastliðnum og kemur önnur bókin út nú í haust, en útvarpskonan Margrét Erla Maack mun prýða forsíðu hennar. „Þegar þau lýstu næstu bók fyrir mér, innihaldi hennar og persónum þá sá ég strax Margréti Erlu fyrir mér. Ég spurði hana hvort hún væri til í að sitja fyrir og henni fannst það ekkert mál," útskýrir Ólöf Erla, en báðar starfa þær hjá Ríkisútvarpinu. Ólöf Erla myndar viðföng sín sjálf og vinnur ljósmyndina því næst í Photoshop og verður lokaútkoman oftar en ekki ævintýralega falleg. „Ég er ekki mikið menntuð í ljósmyndun en ég get galdrað ýmislegt með Photoshop og á til dæmis eftir að gera allan kjólinn hennar Margrétar Erlu í því forriti. Ég mun bæta í hann efni, litum og gera hann íburðameiri en hann hefði annars verið." Þetta ku ekki vera í fyrsta sinn sem þær stöllur vinna saman því Margrét Erla hefur áður setið fyrir á myndum Ólafar. Sjá má eina þeirra hér. Aðspurð segist Margrét Erla mjög spennt fyrir verkefninu og hyggst hún panta sér eintak af bókinni þegar hún kemur út. „Mér finnst þetta mjög skemmtileg tilhugsun, sérstaklega af því að ég á vini í Ástralíu og hlakka mikið til að geta sagt þeim frá þessu. Ég mun svo að sjálfsögðu panta mér eitt eintak líka og geyma það fyrir barnbörnin, enda skemmtileg saga að segja," segir útvarpskonan kampakát. Hægt er að skoða verk Ólafar Erlu á síðunni oloferla.com. sara@frettabladid.is Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
„Myndir eftir mig hafa áður birst í erlendum bókum og tímaritum og ég geri ráð fyrir því að bókaútgáfan hafi fundið mig annað hvort í gegnum það eða heimasíðuna mína," segir grafíski hönnuðurinn Ólöf Erla Einarsdóttir, sem mun hanna kápur þriggja bóka í bókaflokknum Creature Court. Bækurnar verða gefnar út bæði í Bandaríkjunum og í Ástralíu. Ólöf Erla viðurkennir að henni hafi þótt tilboðið spennandi og því ákvað hún að slá til. Fyrsta bókin í bókaflokknum kom út í febrúar síðastliðnum og kemur önnur bókin út nú í haust, en útvarpskonan Margrét Erla Maack mun prýða forsíðu hennar. „Þegar þau lýstu næstu bók fyrir mér, innihaldi hennar og persónum þá sá ég strax Margréti Erlu fyrir mér. Ég spurði hana hvort hún væri til í að sitja fyrir og henni fannst það ekkert mál," útskýrir Ólöf Erla, en báðar starfa þær hjá Ríkisútvarpinu. Ólöf Erla myndar viðföng sín sjálf og vinnur ljósmyndina því næst í Photoshop og verður lokaútkoman oftar en ekki ævintýralega falleg. „Ég er ekki mikið menntuð í ljósmyndun en ég get galdrað ýmislegt með Photoshop og á til dæmis eftir að gera allan kjólinn hennar Margrétar Erlu í því forriti. Ég mun bæta í hann efni, litum og gera hann íburðameiri en hann hefði annars verið." Þetta ku ekki vera í fyrsta sinn sem þær stöllur vinna saman því Margrét Erla hefur áður setið fyrir á myndum Ólafar. Sjá má eina þeirra hér. Aðspurð segist Margrét Erla mjög spennt fyrir verkefninu og hyggst hún panta sér eintak af bókinni þegar hún kemur út. „Mér finnst þetta mjög skemmtileg tilhugsun, sérstaklega af því að ég á vini í Ástralíu og hlakka mikið til að geta sagt þeim frá þessu. Ég mun svo að sjálfsögðu panta mér eitt eintak líka og geyma það fyrir barnbörnin, enda skemmtileg saga að segja," segir útvarpskonan kampakát. Hægt er að skoða verk Ólafar Erlu á síðunni oloferla.com. sara@frettabladid.is
Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira