Víðsýni eða stjórnleysi Þorsteinn Pálsson skrifar 16. janúar 2010 08:00 Jón Baldvin Hannibalsson hefur ekki alltaf rétt fyrir sér. Margt bendir þó til að hann hafi verið nærri sanni þegar hann sagði að landið væri í reynd stjórnlaust eftir staðfestingarsynjun forseta Íslands á Icesave-lögunum. Framvinda málsins ræður því hins vegar hvort þetta stundarmat fyrrum formanns Alþýðuflokksins verður að áhrínsorðum. Kostirnir eru tveir: Að freista nýrra samninga án tafar eða láta arka að auðnu í þjóðaratkvæðagreiðslu. Samningurinn sem Alþingi samykkti felur ekki í sér réttmæta ábyrgð viðsemjandanna á þeirri neytendavernd og þeim stöðugleikaáhrifum sem innistæðutryggingum er ætlað að hafa. Því er líklegast að þjóðin felli hann. Það leysir hins vegar ekki vandann. Satt best að segja gæti málið bæði orðið torleystara og langdregnara á eftir. Að þessu virtu er skynsamlegt bæði af hálfu ríkisstjórnarinnar og stjórnarandstöðunnar að freista þess að ná saman um hagstæðari lausn án tafar. Það er lag. Ábyrgðarlaust væri að nota það ekki. Viðræður ríkisstjórnarinnar við stjórnarandstöðuna hafa borið merki gagnkvæmrar tortryggni. Það þarf ekki að koma á óvart. Nái stjórn og stjórnarandstaða saman í þessu máli er það á hinn bóginn vísbending um að þjóðin eigi kost á meiri víðsýni en felst í þeirri átakapólitík sem núverandi stjórn er mynduð til að framfylgja. Ríkisstjórnin hefur horft á viðfangsefnin frá þröngu sjónarhorni lengst til vinstri. Endurreisnin kallar hins vegar á víðsýni og breiða samstöðu um skýra framtíðarsýn. Samkomulag um Icesave gæti orðið fyrsti vísir í þá átt að byggja upp traust á miðju stjórnmálanna. Að því leyti myndi það styrkja taflstöðu stjórnarandstöðunnar. Samstaða er líklegasta leiðin til að ná ásættanlegri niðurstöðu fyrir Ísland um Icesave. Rík ábyrgð hvílir því á forystumönnum ríkisstjórnarinnar og stjórnarandstöðuflokkanna að brjóta niður þá múra vantrausts sem einkenndu samtölin í byrjun. Það er að sönnu ekki einfalt. Hitt er á færi hvaða meðal-Jóns í pólitík sem er að finna ástæður til að kenna hinum um að ekki náðist saman.Stöðumat Stöðumat skiptir máli í samningum. Þegar á því er byggt að í engu megi virða málsástæður viðsemjandans þýðir það gjarnan að hver sá sem það reynir er talinn óþjóðhollur eða í besta falli lélegur í samningum. Viðræður um áframhaldandi dvöl varnarliðsins fóru til að mynda fram á grundvelli ofmats á stöðu Íslands og enduðu illa. Af því má læra. Yfirlýsing forseta Íslands um að það pólítíska stjórnleysisástand sem hann ber ábyrgð á sé alfarið vandi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins en ekki Íslendinga er í besta falli rangt stöðumat. Hún gæti líka verið einfalt lýðskrum. Gagnvart viðsemjendunum þurfum við haldbær rök. Þau eigum við í handraðanum þótt ekki sé ljóst hvernig þeim hefur verið beitt. Réttilega er á það bent að lög og alþjóðasamningar kveða ekki á um ríkisábyrgð á tryggingasjóði innistæðueigenda. En leysir það Ísland undan öllum skuldbindingum til að stuðla að fjármálalegum stöðugleika með ýmsum ráðum? Svo er ekki. Ábyrgð á innlendum bankareikningum án lagaskyldu og lán Seðlabanka út á svokölluð ástarbréf í aðdraganda bankahrunsins eru dæmi þar um. Lán Seðlabankans, sem veitt voru í góðri trú, höfðu ekki tilætluð áhrif en féllu ágreiningslaust á skattgreiðendur. Ábyrgð ríkisins á innistæðum dugði til að koma í veg fyrir áhlaup og halda innlendri starfsemi bankanna gangandi. Hún hefur ekki lent á skattgreiðendum. Staðan er því flókin og kallar á raunhæft stöðumat en ekki slagorð. Ríkisstjórnin hefur á hinn bóginn aldrei gert opinberlega grein fyrir málflutningsrökum sínum og samningsmarkmiðum í þeim tveimur samningum sem hún hefur nú þegar gert við Breta og Hollendinga. Þetta hefur veikt stöðu hennar á heimavettvangi og gæti verið skýring á því hversu skammt hún hefur þokað viðsemjendum sínum.Ábyrgð í samræmi við hagsmuni Íslendingar höfðu vissulega hag af starfsemi Landsbankans meðan allt lék í lyndi. Það höfðu Bretar og Hollendingar einnig. Ákvörðun ríkisstjórna þessara landa að greiða innistæðueigendum en vísa þeim ekki á tryggingasjóðinn var fyrst og fremst til að verja eigin banka gegn áhlaupi. Hvort tveggja þetta eru rök fyrir hlutdeild þeirra í ábyrgðinni. Breytingar á fyrirliggjandi samningi sem létta vaxtabyrði Íslands og tækju í reynd tillit til þeirra sjónarmiða um úthlutun úr búi Landsbankans sem Ragnar Hall hæstaréttarlögmaður var talsmaður fyrir eru dæmi um breytingar sem myndu sýna sanngjarnari ábyrgð allra sem hagsmuni höfðu af starfseminni. Aðalatriðið er að hér þarf skýr og raunhæf samningsmarkmið. Ríkisstjórnin tók málið ekki í byrjun upp á pólitískt plan milli landanna og málflutningsrökin hafa ekki verið opinberuð. Trúlegasta skýringin er sú að hún hefur haldið að unnt væri að selja hvaða niðurstöðu sem er í boði Sjálfstæðisflokksins. Þannig var andinn í kosningunum nokkrunm vikum fyrr. Þetta fór hins vegar á annan veg eins og margt sem misráðið er. Nú er kallað eftir ábyrgð sem byggist á hvoru tveggja: Festu um íslenska hagsmuni og raunhæfu stöðumati. Það þarf atbeina stjórnarandstöðunnar að málinu eigi framtíðin að vera önnur en raunverulegt stjórnleysi og upplausn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun
Jón Baldvin Hannibalsson hefur ekki alltaf rétt fyrir sér. Margt bendir þó til að hann hafi verið nærri sanni þegar hann sagði að landið væri í reynd stjórnlaust eftir staðfestingarsynjun forseta Íslands á Icesave-lögunum. Framvinda málsins ræður því hins vegar hvort þetta stundarmat fyrrum formanns Alþýðuflokksins verður að áhrínsorðum. Kostirnir eru tveir: Að freista nýrra samninga án tafar eða láta arka að auðnu í þjóðaratkvæðagreiðslu. Samningurinn sem Alþingi samykkti felur ekki í sér réttmæta ábyrgð viðsemjandanna á þeirri neytendavernd og þeim stöðugleikaáhrifum sem innistæðutryggingum er ætlað að hafa. Því er líklegast að þjóðin felli hann. Það leysir hins vegar ekki vandann. Satt best að segja gæti málið bæði orðið torleystara og langdregnara á eftir. Að þessu virtu er skynsamlegt bæði af hálfu ríkisstjórnarinnar og stjórnarandstöðunnar að freista þess að ná saman um hagstæðari lausn án tafar. Það er lag. Ábyrgðarlaust væri að nota það ekki. Viðræður ríkisstjórnarinnar við stjórnarandstöðuna hafa borið merki gagnkvæmrar tortryggni. Það þarf ekki að koma á óvart. Nái stjórn og stjórnarandstaða saman í þessu máli er það á hinn bóginn vísbending um að þjóðin eigi kost á meiri víðsýni en felst í þeirri átakapólitík sem núverandi stjórn er mynduð til að framfylgja. Ríkisstjórnin hefur horft á viðfangsefnin frá þröngu sjónarhorni lengst til vinstri. Endurreisnin kallar hins vegar á víðsýni og breiða samstöðu um skýra framtíðarsýn. Samkomulag um Icesave gæti orðið fyrsti vísir í þá átt að byggja upp traust á miðju stjórnmálanna. Að því leyti myndi það styrkja taflstöðu stjórnarandstöðunnar. Samstaða er líklegasta leiðin til að ná ásættanlegri niðurstöðu fyrir Ísland um Icesave. Rík ábyrgð hvílir því á forystumönnum ríkisstjórnarinnar og stjórnarandstöðuflokkanna að brjóta niður þá múra vantrausts sem einkenndu samtölin í byrjun. Það er að sönnu ekki einfalt. Hitt er á færi hvaða meðal-Jóns í pólitík sem er að finna ástæður til að kenna hinum um að ekki náðist saman.Stöðumat Stöðumat skiptir máli í samningum. Þegar á því er byggt að í engu megi virða málsástæður viðsemjandans þýðir það gjarnan að hver sá sem það reynir er talinn óþjóðhollur eða í besta falli lélegur í samningum. Viðræður um áframhaldandi dvöl varnarliðsins fóru til að mynda fram á grundvelli ofmats á stöðu Íslands og enduðu illa. Af því má læra. Yfirlýsing forseta Íslands um að það pólítíska stjórnleysisástand sem hann ber ábyrgð á sé alfarið vandi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins en ekki Íslendinga er í besta falli rangt stöðumat. Hún gæti líka verið einfalt lýðskrum. Gagnvart viðsemjendunum þurfum við haldbær rök. Þau eigum við í handraðanum þótt ekki sé ljóst hvernig þeim hefur verið beitt. Réttilega er á það bent að lög og alþjóðasamningar kveða ekki á um ríkisábyrgð á tryggingasjóði innistæðueigenda. En leysir það Ísland undan öllum skuldbindingum til að stuðla að fjármálalegum stöðugleika með ýmsum ráðum? Svo er ekki. Ábyrgð á innlendum bankareikningum án lagaskyldu og lán Seðlabanka út á svokölluð ástarbréf í aðdraganda bankahrunsins eru dæmi þar um. Lán Seðlabankans, sem veitt voru í góðri trú, höfðu ekki tilætluð áhrif en féllu ágreiningslaust á skattgreiðendur. Ábyrgð ríkisins á innistæðum dugði til að koma í veg fyrir áhlaup og halda innlendri starfsemi bankanna gangandi. Hún hefur ekki lent á skattgreiðendum. Staðan er því flókin og kallar á raunhæft stöðumat en ekki slagorð. Ríkisstjórnin hefur á hinn bóginn aldrei gert opinberlega grein fyrir málflutningsrökum sínum og samningsmarkmiðum í þeim tveimur samningum sem hún hefur nú þegar gert við Breta og Hollendinga. Þetta hefur veikt stöðu hennar á heimavettvangi og gæti verið skýring á því hversu skammt hún hefur þokað viðsemjendum sínum.Ábyrgð í samræmi við hagsmuni Íslendingar höfðu vissulega hag af starfsemi Landsbankans meðan allt lék í lyndi. Það höfðu Bretar og Hollendingar einnig. Ákvörðun ríkisstjórna þessara landa að greiða innistæðueigendum en vísa þeim ekki á tryggingasjóðinn var fyrst og fremst til að verja eigin banka gegn áhlaupi. Hvort tveggja þetta eru rök fyrir hlutdeild þeirra í ábyrgðinni. Breytingar á fyrirliggjandi samningi sem létta vaxtabyrði Íslands og tækju í reynd tillit til þeirra sjónarmiða um úthlutun úr búi Landsbankans sem Ragnar Hall hæstaréttarlögmaður var talsmaður fyrir eru dæmi um breytingar sem myndu sýna sanngjarnari ábyrgð allra sem hagsmuni höfðu af starfseminni. Aðalatriðið er að hér þarf skýr og raunhæf samningsmarkmið. Ríkisstjórnin tók málið ekki í byrjun upp á pólitískt plan milli landanna og málflutningsrökin hafa ekki verið opinberuð. Trúlegasta skýringin er sú að hún hefur haldið að unnt væri að selja hvaða niðurstöðu sem er í boði Sjálfstæðisflokksins. Þannig var andinn í kosningunum nokkrunm vikum fyrr. Þetta fór hins vegar á annan veg eins og margt sem misráðið er. Nú er kallað eftir ábyrgð sem byggist á hvoru tveggja: Festu um íslenska hagsmuni og raunhæfu stöðumati. Það þarf atbeina stjórnarandstöðunnar að málinu eigi framtíðin að vera önnur en raunverulegt stjórnleysi og upplausn.
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun