Steinunn Stefánsdóttir: Útrás réttarríkis Steinunn Stefánsdóttir skrifar 13. maí 2010 10:13 Atburðir síðustu daga sýna svo ekki verður um villst að full alvara býr að baki rannsóknum embættis sérstaks saksóknara á því hvort og þá hvernig brotin hafa verið lög í aðdraganda íslenska bankahrunsins. Ákvarðanir og aðgerðir stjórnenda íslensku bankanna hafa nú verið í skoðun í hálft annað ár innan hinna föllnu banka, hjá saksóknurum og rannsóknarnefnd Alþingis. Efnahagsbrot eru flókin og ekki hefur verið flanað að neinu. Niðurstaðan nú er að þrír fyrrum stjórnendur úr Kaupþingi sitja í gæsluvarðhaldi að ósk sérstaks saksóknara og fyrrum stjórnarformaður bankans er eftirlýstur af Interpol. Á sama tíma hefur slitastjórn Glitnis höfðað mál á hendur sjö mönnum sem tengjast hinum fallna banka Glitni ásamt því að fara fram á kyrrsetningu eigna um heim allan. Þannig draga þessir atburðir einnig upp skýra mynd af því að Ísland er ekki eyland í réttarfarslegum skilningi. Gefin er út alþjóðleg handtökuskipun á hendur Sigurði Einarssyni, fyrrverandi stjórnarformanni Kaupþings, og hann eftirlýstur af Interpol, slitastjórn Glitnis höfðar mál á hendur sjö fyrrverandi stjórnendum bankans, stjórnarmönnum og öðrum sem tengjast eignarhaldi bankans fyrir dómi í New York og dómstóll í London fer fram á kyrrsetningu eigna Jóns Ásgeirs Jóhannessonar um heim allan að beiðni slitastjórnar Glitnis. Þannig er efnt til samstarfs út fyrir landsteinana til þess að greiða fyrir framgangi rannsóknanna. Vissulega er það hornsteinn réttarríkisins að maður er saklaus uns sekt er sönnuð. Þetta ber að hafa í huga. Þó verður að gera ráð fyrir því að hvorki sérstakur saksóknari né slitastjórn Glitnis leggi í svo umsvifamiklar aðgerðir nema vegna þess að talin eru fyrir því bæði gild rök og brýn þörf. Þetta verður að hafa í huga áður en aðgerðirnar eru dæmdar sem ofsóknir eða aðgerð til að afla saksóknara og stjórnvöldum vinsælda. Lögmaður Sigurðar Einarssonar hefur látið hafa eftir sér að ljóst sé að Íslendingar hafi enga lögsögu í Bretlandi og Sigurður sagði sjálfur í viðtali við Fréttablaðið í gær að hann hygðist láta reyna á mannréttindi sín í Bretlandi. Það sætir furðu að hægt sé að líta svo á að menn sem stundað hafa umfangsmikla fjármálagjörninga sem teygja anga sína um heim allan séu friðhelgir um leið og þeir eru komnir út fyrir íslenska lögsögu þegar verið er að rannsaka hvort þessir sömu fjármálagjörningar hafi farið fram í samræmi við lög. Viðskiptamenn sem höfðu forgöngu um útrás og ofvöxt íslenska bankakerfisins allt þar til það var orðið margfalt stærra en fjárlög íslenska ríkisins, kerfis sem hrundi til grunna og tók með sér gjörvallt íslenska hagkerfið, ættu, jafnvel öðrum fremur, að hafa skilning á alþjóðavæðingu þeirra aðila sem nú rannsaka mál þeirra. Í svo víðfeðmum málum eins og þeim sem hér um ræðir er eðlilegt að nýta tengsl og samstarf um allan heim bæði til þess að greiða fyrir framgangi rannsókna og til að ná aftur fjármunum sem taldir eru hafa horfið út úr fjármálastofnunum með ólögmætum hætti. Ísland er ekki eyland í réttarfarslegu tilliti fremur en það var eyland í viðskiptalegu tilliti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Atburðir síðustu daga sýna svo ekki verður um villst að full alvara býr að baki rannsóknum embættis sérstaks saksóknara á því hvort og þá hvernig brotin hafa verið lög í aðdraganda íslenska bankahrunsins. Ákvarðanir og aðgerðir stjórnenda íslensku bankanna hafa nú verið í skoðun í hálft annað ár innan hinna föllnu banka, hjá saksóknurum og rannsóknarnefnd Alþingis. Efnahagsbrot eru flókin og ekki hefur verið flanað að neinu. Niðurstaðan nú er að þrír fyrrum stjórnendur úr Kaupþingi sitja í gæsluvarðhaldi að ósk sérstaks saksóknara og fyrrum stjórnarformaður bankans er eftirlýstur af Interpol. Á sama tíma hefur slitastjórn Glitnis höfðað mál á hendur sjö mönnum sem tengjast hinum fallna banka Glitni ásamt því að fara fram á kyrrsetningu eigna um heim allan. Þannig draga þessir atburðir einnig upp skýra mynd af því að Ísland er ekki eyland í réttarfarslegum skilningi. Gefin er út alþjóðleg handtökuskipun á hendur Sigurði Einarssyni, fyrrverandi stjórnarformanni Kaupþings, og hann eftirlýstur af Interpol, slitastjórn Glitnis höfðar mál á hendur sjö fyrrverandi stjórnendum bankans, stjórnarmönnum og öðrum sem tengjast eignarhaldi bankans fyrir dómi í New York og dómstóll í London fer fram á kyrrsetningu eigna Jóns Ásgeirs Jóhannessonar um heim allan að beiðni slitastjórnar Glitnis. Þannig er efnt til samstarfs út fyrir landsteinana til þess að greiða fyrir framgangi rannsóknanna. Vissulega er það hornsteinn réttarríkisins að maður er saklaus uns sekt er sönnuð. Þetta ber að hafa í huga. Þó verður að gera ráð fyrir því að hvorki sérstakur saksóknari né slitastjórn Glitnis leggi í svo umsvifamiklar aðgerðir nema vegna þess að talin eru fyrir því bæði gild rök og brýn þörf. Þetta verður að hafa í huga áður en aðgerðirnar eru dæmdar sem ofsóknir eða aðgerð til að afla saksóknara og stjórnvöldum vinsælda. Lögmaður Sigurðar Einarssonar hefur látið hafa eftir sér að ljóst sé að Íslendingar hafi enga lögsögu í Bretlandi og Sigurður sagði sjálfur í viðtali við Fréttablaðið í gær að hann hygðist láta reyna á mannréttindi sín í Bretlandi. Það sætir furðu að hægt sé að líta svo á að menn sem stundað hafa umfangsmikla fjármálagjörninga sem teygja anga sína um heim allan séu friðhelgir um leið og þeir eru komnir út fyrir íslenska lögsögu þegar verið er að rannsaka hvort þessir sömu fjármálagjörningar hafi farið fram í samræmi við lög. Viðskiptamenn sem höfðu forgöngu um útrás og ofvöxt íslenska bankakerfisins allt þar til það var orðið margfalt stærra en fjárlög íslenska ríkisins, kerfis sem hrundi til grunna og tók með sér gjörvallt íslenska hagkerfið, ættu, jafnvel öðrum fremur, að hafa skilning á alþjóðavæðingu þeirra aðila sem nú rannsaka mál þeirra. Í svo víðfeðmum málum eins og þeim sem hér um ræðir er eðlilegt að nýta tengsl og samstarf um allan heim bæði til þess að greiða fyrir framgangi rannsókna og til að ná aftur fjármunum sem taldir eru hafa horfið út úr fjármálastofnunum með ólögmætum hætti. Ísland er ekki eyland í réttarfarslegu tilliti fremur en það var eyland í viðskiptalegu tilliti.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun