Körfubolti

Jackson líklega að hætta með Lakers

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Phil Jackson, þjálfari LA Lakers, segist líklega vera kominn á tíma sem körfuboltaþjálfari. Hann telur líklegt að hann sé hættur þjálfun eftir ótrúlegan feril.

Jackson hefur unnið 11 NBA-titla sem þjálfari og er sigursælasti þjálfara allra tíma í NBA-deildinni. Vinningshlutfallið í deildarkeppninni er yfir 70 prósent og hann hefur unnið 225 leiki í úrslitakeppninni.

Hinn 64 ára gamli Jackson hefur ekki verið nógu góður til heilsunnar og hann ætlar að gangast undir ítarlegar læknisrannsóknir áður en hann tekur endanlega ákvörðun um að hætta.

"Þetta snýst að mörgu leyti um heilsuna. Þetta snýst líka um hvernig mér líður í dag," sagði Jackson en hann er búinn að vinna tvo titla í röð með LA Lakers.

Hann tók ekki þátt í því að fagna með liðinu er það keyrði í gegn miðborg Los Angeles. Á sama tíma var hann í rannsóknum en líkami hans hefur gefið mikið eftir og meðal annars hefur þurft að skipta í tvígang um mjöðm í honum.

Forráðamenn Lakers vilja eðlilega halda þjálfaranum og Kobe Bryant hefur sagt að margt muni breytast ef Jackson hættir.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×