Sport

21. Vetrarólympíuleikarnir settir í Vancouver í nótt

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ólympíuhópur Íslendinga á Vetrarleikunum í Vancoover.
Ólympíuhópur Íslendinga á Vetrarleikunum í Vancoover.
Opnunarhátíð 21. vetrarólympíuleikanna fer fram í Vancouver í Kanada í nótt og verður hún í beinni útsendingu í Sjónvarpinu. Útsendingin hefst klukkan tvö í nótt en þá munu keppendur frá 82 þjóðum ganga inn á BC Place leikvanginn.

Þetta er í þriðja sinn sem Vetrarólympíuleikarnir fara fram í Kanada en þeir voru haldnir í Montreal 1976 og í Calgary 1988.

Íslendingar eiga fjóra keppendur á leikunum að þessu sinni og allir þrír strákarnir, Björgvin Björgvinsson, Stefán Jón Sigurgeirsson og Árni Þorvaldsson, hefja keppni í bruni á morgun. Björgvin keppir í öllum fimm alpagreinum karla en þeir Stefán og Árni keppa ekki í tvíkeppninni en í bruni, svigi, stórsvigi og risasvigi.

Eina konan í hópnum, Íris Guðmundsdóttir, keppir fyrst í tvíkeppni á sunnudaginn, byrjar á bruninu fyrir hádegi og fer síðan í svigið eftir hádegi. Íris keppir einnig í stórsvigi, svigi og risasvigi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×