Fasisminn í hlaðinu Guðmundur Andri Thorsson skrifar 3. maí 2010 06:00 Hrunið hefur svipt fólk vinnunni. Það hefur lagt drápsklyfjar á fólk sem þarf nú að þræla myrkranna á milli til að gjalda bönkum og fjármögnunarfyrirtækjum það sem þeirra er svo sannarlega ekki. Það hefur eitrað andrúmsloftið í þjóðfélaginu og rústað sjálfsmynd þjóðarinnar. Það hefur gert nafn íslensku þjóðarinnar að samheiti víða um lönd yfir græðgi, grobb, últra-frjálshyggju og óheiðarlega viðskiptahætti. Og samt?… Þegar maður blaðar í Skýrslunni sér maður að Hrunið var ekki bara algerlega óhjákvæmilegt heldur líka nauðsynlegt.Að byggja stéttskipt þjóðfélag Með ískyggilegum hraða stefndi hér á landi í andstyggilegt þjóðfélag. Markvisst var unnið að því að koma á rammari stéttaskiptingu en hér hafði sést síðan á fyrri hluta 20. aldar. Fólkið sem safnaði auði þurfti að finna að það væri yfir aðra hafið og því rauk verðið upp á sumum húsum í sumum götum - og allra fínast þótti að kaupa nokkur og rífa þau. Þrýstingurinn jókst að einkavæða heilbrigðiskerfið - "af hverju ættum við ekki að geta keypt okkur fram fyrir aðra í röðinni?" - og menntakerfið - "af hverju ættum við ekki að geta keypt það besta handa börnunum okkar?" Þjóðfélagið gliðnaði hratt. Það er mikið ánægjuefni að þessi þróun skyldi stöðvast. Við erum ekki öll samsek. Ekki voru allir með - fjarri fer því. En ákveðin hugmyndafræði var ríkjandi. Og sú hugmyndafræði á sumt skylt við fasisma. Dæmi: Árið 2008 kom út á vegum Forsætisráðherra skýrsla um störf nefndar undir stjórn Svöfu Grönfeldt sem skyldi finna "ímynd" Íslendinga; hvað þjóðinni bæri að halda á lofti gagnvart öðrum þjóðum af meintum einkennum sínum; hvernig Íslendingar ættu að markaðssetja sig í heiminum. Íslenska þjóðin var gerð að vöru. Farin var sú leið að búa til "rýnihópa", þeir spurðir hvaða ímynd þeir gerðu sér af íslenskri þjóð.Gangandi Heklur og Geysirar Það sem er athyglisverðast við þetta er flóttinn frá sannleikanum. Vandlega var forðast að leita til sagnfræðinga eða annarra fræðimanna sem fást við veruleikann. Leitað var klisjunnar, með aðferðum sem helst má lýsa sem sambræðslu félagsvísinda, markaðsfræða og sjálfstyrkingarnámskeiða. "Frelsisþrá" og "athafnagleði" eru sérstaklega tilgreind sem einkenni frá landnámstíð, "aðlögunarhæfni" og "þrautseigja" og gildir þá einu að ekki þarf lengi lesa um Íslendinga 18. og 19. aldar til að sjá að þeir þóttu upp til hópa latir, þröngsýnir, dáðlausir og íhaldssamir. Hin meintu einkenni eru svo sögð endurspeglast í "mikilli sköpunargleði, óbilandi bjartsýni og trú á getu úrræðagóðra Íslendinga til að framkvæma hið ógerlega?…" Síðan segir: "Íslendingar af báðum kynjum, á öllum aldri og úr ólíkum starfstéttum voru almennt sammála um að kraftur og frelsi einkenndu jafnt fólk, atvinnulíf, menningu sem og náttúru þessa lands." Í framhaldinu er því slegið föstu að "náttúrulegur kraftur" einkenni Íslendinga, og það sýnt með "ímyndarkorti" sem er í laginu eins og eldfjall. Bein yfirfærsla á sér stað úr náttúrunni og í mannfólki. Í skýrslunni er þannig látið að því liggja að Íslendingar séu nokkurs konar gangandi Heklur og Geysirar og Bjarnarflög; náttúrubörn í þeim skilningi að óhemjuskapur og agaleysi sé birtingarmynd náttúruaflanna innra með fólki, sem því sé á einhvern máta áskapaður, "til að lifa af í harðbýlu landi". Íslendingar séu óbeisluð orka, náttúruval, eins og segir: "Kraftur og fjölbreytt fegurð íslenskrar náttúru endurspeglast í menningarlífi þjóðarinnar og skapar henni sérstöðu. Kraftmikil atvinnusköpun, tjáningarfrelsi, öryggi og frelsi til athafna einkennir stjórnkerfið, atvinnuhættina og samfélagið. Óbeisluð náttúruöflin eiga sér líka hliðstæðu í agaleysi og oft og tíðum djarfri og óútreiknanlegri hegðun Íslendinga. En þessa eiginleika ber ekki að hræðast því þeir hafa gegnt veigamiklu hlutverki í lífsbaráttu þjóðarinnar. Þeim ber [svo] fagna og þá ber að nýta." Þetta er hugmyndafræðileg réttlæting á yfirgangi og ofstopa, óraunsæi, agaleysi - öllu því sem leiddi ósköpin yfir landsmenn. Þessi hugmyndafræði er hálf-fasísk. Frumstæð eðlishyggja, hugmyndir um áskapaða yfirburði, hvatning til að fara fram af "agaleysi" og með "djarfri og óútreiknanlegri hegðun" - áhugaleysi um sannleika, ást á klisjunni. Við hljótum að anda léttar yfir því að þessi vitleysa hélt ekki áfram. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Hrunið hefur svipt fólk vinnunni. Það hefur lagt drápsklyfjar á fólk sem þarf nú að þræla myrkranna á milli til að gjalda bönkum og fjármögnunarfyrirtækjum það sem þeirra er svo sannarlega ekki. Það hefur eitrað andrúmsloftið í þjóðfélaginu og rústað sjálfsmynd þjóðarinnar. Það hefur gert nafn íslensku þjóðarinnar að samheiti víða um lönd yfir græðgi, grobb, últra-frjálshyggju og óheiðarlega viðskiptahætti. Og samt?… Þegar maður blaðar í Skýrslunni sér maður að Hrunið var ekki bara algerlega óhjákvæmilegt heldur líka nauðsynlegt.Að byggja stéttskipt þjóðfélag Með ískyggilegum hraða stefndi hér á landi í andstyggilegt þjóðfélag. Markvisst var unnið að því að koma á rammari stéttaskiptingu en hér hafði sést síðan á fyrri hluta 20. aldar. Fólkið sem safnaði auði þurfti að finna að það væri yfir aðra hafið og því rauk verðið upp á sumum húsum í sumum götum - og allra fínast þótti að kaupa nokkur og rífa þau. Þrýstingurinn jókst að einkavæða heilbrigðiskerfið - "af hverju ættum við ekki að geta keypt okkur fram fyrir aðra í röðinni?" - og menntakerfið - "af hverju ættum við ekki að geta keypt það besta handa börnunum okkar?" Þjóðfélagið gliðnaði hratt. Það er mikið ánægjuefni að þessi þróun skyldi stöðvast. Við erum ekki öll samsek. Ekki voru allir með - fjarri fer því. En ákveðin hugmyndafræði var ríkjandi. Og sú hugmyndafræði á sumt skylt við fasisma. Dæmi: Árið 2008 kom út á vegum Forsætisráðherra skýrsla um störf nefndar undir stjórn Svöfu Grönfeldt sem skyldi finna "ímynd" Íslendinga; hvað þjóðinni bæri að halda á lofti gagnvart öðrum þjóðum af meintum einkennum sínum; hvernig Íslendingar ættu að markaðssetja sig í heiminum. Íslenska þjóðin var gerð að vöru. Farin var sú leið að búa til "rýnihópa", þeir spurðir hvaða ímynd þeir gerðu sér af íslenskri þjóð.Gangandi Heklur og Geysirar Það sem er athyglisverðast við þetta er flóttinn frá sannleikanum. Vandlega var forðast að leita til sagnfræðinga eða annarra fræðimanna sem fást við veruleikann. Leitað var klisjunnar, með aðferðum sem helst má lýsa sem sambræðslu félagsvísinda, markaðsfræða og sjálfstyrkingarnámskeiða. "Frelsisþrá" og "athafnagleði" eru sérstaklega tilgreind sem einkenni frá landnámstíð, "aðlögunarhæfni" og "þrautseigja" og gildir þá einu að ekki þarf lengi lesa um Íslendinga 18. og 19. aldar til að sjá að þeir þóttu upp til hópa latir, þröngsýnir, dáðlausir og íhaldssamir. Hin meintu einkenni eru svo sögð endurspeglast í "mikilli sköpunargleði, óbilandi bjartsýni og trú á getu úrræðagóðra Íslendinga til að framkvæma hið ógerlega?…" Síðan segir: "Íslendingar af báðum kynjum, á öllum aldri og úr ólíkum starfstéttum voru almennt sammála um að kraftur og frelsi einkenndu jafnt fólk, atvinnulíf, menningu sem og náttúru þessa lands." Í framhaldinu er því slegið föstu að "náttúrulegur kraftur" einkenni Íslendinga, og það sýnt með "ímyndarkorti" sem er í laginu eins og eldfjall. Bein yfirfærsla á sér stað úr náttúrunni og í mannfólki. Í skýrslunni er þannig látið að því liggja að Íslendingar séu nokkurs konar gangandi Heklur og Geysirar og Bjarnarflög; náttúrubörn í þeim skilningi að óhemjuskapur og agaleysi sé birtingarmynd náttúruaflanna innra með fólki, sem því sé á einhvern máta áskapaður, "til að lifa af í harðbýlu landi". Íslendingar séu óbeisluð orka, náttúruval, eins og segir: "Kraftur og fjölbreytt fegurð íslenskrar náttúru endurspeglast í menningarlífi þjóðarinnar og skapar henni sérstöðu. Kraftmikil atvinnusköpun, tjáningarfrelsi, öryggi og frelsi til athafna einkennir stjórnkerfið, atvinnuhættina og samfélagið. Óbeisluð náttúruöflin eiga sér líka hliðstæðu í agaleysi og oft og tíðum djarfri og óútreiknanlegri hegðun Íslendinga. En þessa eiginleika ber ekki að hræðast því þeir hafa gegnt veigamiklu hlutverki í lífsbaráttu þjóðarinnar. Þeim ber [svo] fagna og þá ber að nýta." Þetta er hugmyndafræðileg réttlæting á yfirgangi og ofstopa, óraunsæi, agaleysi - öllu því sem leiddi ósköpin yfir landsmenn. Þessi hugmyndafræði er hálf-fasísk. Frumstæð eðlishyggja, hugmyndir um áskapaða yfirburði, hvatning til að fara fram af "agaleysi" og með "djarfri og óútreiknanlegri hegðun" - áhugaleysi um sannleika, ást á klisjunni. Við hljótum að anda léttar yfir því að þessi vitleysa hélt ekki áfram.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun