Körfubolti

LeBron James enn á ný frábær í fjórða leikhluta í sigri Cleveland

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
LeBron James var kátur í leikslok.
LeBron James var kátur í leikslok. Mynd/AP

LeBron James skoraði 13 af 32 stigum sínum í fjórða leikhluta þegar Cleveland Cavaliers vann nauman 102-101 sigur á Los Angeles Clippers á útivelli í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Baron Davis gat tryggt Clippers sigurinn í lokinn en lokaskotið klikkaði.

Mo Williams var með 18 stig fyrir Cleveland en hjá Clippers skoraði Rasual Butler 33 stig og Eric Gordon var með 28 stig.

Stephen Jackson var með 29 stig og Gerald Wallace bætti við 29 stigum og 13 fráköstum þegar Charlotte Bobcats vann sinn fjórða sigur í röð nú 125-99 stórsigur á Phoenix Suns. Amare Stoudemire skoraði 19 stig fyrir Phoenix.

Kevin Durant skoraði 36 stig og hitti úr 14 af 18 skotum sínum þegar Oklahoma City Thunder vann 96-80 sigur á Miami Heat. Michael Beasley var með 28 stig hjá Miami og Dwyane Wade bætti við 24 stigum og 6 stoðsendingum en hann stoðsendingahæsti leikmaður Miami frá upphafi í leiknum.

David West var með 24 stig og félagi hans Chris Paul (22 stig, 11 stoðsendingar, 8 fráköst) var aðeins tveimur fráköstum frá tvöfaldri þrennu þegar New Orleans Hornets vann 101-96 sigur á Indiana Pacers. Roy Hibbert skoraði 27 stig fyrir Indiana.

Zach Randolph skoraði 23 stig og tók 15 fráköst þegar Memphis Grizzlies vann 92-86 sigur á San Antonio Spurs. Tim Duncan var með 23 stig og 8 fráköst hjá Spurs.

C.J. Miles var stigahæstur hjá utah Jazz með 19 stig og Deron Williams skoraði 18 stig þegar Utah vann 112-95 sigur á Milwaukee Bucks en þetta var fjórði sigur liðsins í röð. Carlos Delfino skoraði 28 stig fyrir Milwaukee.

Caron Butler skoraði 19 stig í 96-86 sigri Washington Wizards á Sacramento Kings en þetta var 600. sigur þjálfara liðsins, Flip Saunders. Kevin Martin skoraði 23 stig fyrir Kings.

Detroit Pistons vann sinn þriðja leik í röð í nótt þegar liðið lagði New York Knicks 94-90. Rodney Stuckey var með 20 stig og Charlie Villanueva bætti við 19 stigum. David Lee var neð 26 stig, 17 fráköst og 9 stoðsendingar hjá New York og Danilo Gallinari skoraði 27 stig.



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×