Tíska og hönnun

Flottustu fatalínur áratugarins

Haustlína Balenciaga frá 2007 komst á listann.
Haustlína Balenciaga frá 2007 komst á listann.
Vefsíðan Style.com valdi tíu eftirminnilegustu tískusýningar áratugarins nú þegar fyrsta áratug 21. aldarinnar fer að ljúka.

Efst trónir haustlína Hussein Chalayan fyrir árið 2000, en sú þótti tæknilegt undur á sínum tíma. Næst kom vorlína hönnuðurins Marcs Jacobs árið 2002 sem heillaði tískuspekúlantana upp úr skónum og því næst haustlína Lanvins fyrir árið 2002, en sú þótti afskaplega smekkleg.

Haustlína Balenciaga árið 2007 kemst einnig á listann og þótti mjög fjölmenningarleg og glæsileg.

Listann má sjá hér.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.