Jóla- og áramótaförðunin: Ferskt og fínt yfir hátíðarnar 21. desember 2010 06:00 Jólaförðunin í ár einkennist af dökkum vörum og bleikum kinnum. Föstudagur fékk Hörpu Káradóttur hjá Mac til að sýna lesendum hvernig hægt er að farða sig um hátíðarnar og hvaða straumar og stefnur eru ráðandi um þessar mundir í förðun. Það er ágætt að hafa nokkur góð ráð bak við eyrað þegar síðustu tvær vikur ársins ganga í garð enda yfirleitt þétt dagskrá hjá flestum. Jólin Í jólaförðuninni vildi Harpa meina að dökkar varir og ljós augu með svörtum augnblýanti væri hátíðleg samsetning. „Ef maður vill verða fínn augabragði er dökkur varalitur besta leiðin," segir Harpa en hún notaði líka bleikan kinnalit og gerviaugnahár til að ná fram bæði fersku og fínu útliti. Eins og sjá má á myndinni er fyrirsætan, Eydís Helena Evensen frá Elite Models, með fallega fiskifléttu en hinar ýmsu fléttugreiðslur eru flottar og auðveldar í framkvæmd.Áramótin „Það er alltaf eitthvað við áramótin sem gerir það að verkum að maður vill vera fínni þá en aðra daga. Kannski setja á sig smá glimmer, en passa að ofgera því ekki," segir Harpa en í áramótaförðuninni gerði hún dökk augu með glansandi áferð og smá glimmeri. Svartur augnblýantur og gerviaugnahár setja svo punktinn yfir i-ið en Harpa notaði ljósbleikan varalit sem passar vel við augun.Augnahár eru ómissandi eign yfir hátíðarnar.Hin ýmsu blæbrigði af rauðum lit henta á varirnar um hátíðarnar.Alltaf að velja ljósari lit fremur en dökkan.Bleikir og ferskjulitaðir tónar gefa hressandi yfirbragð.Augnskuggar með glimmeráferð eru alltaf vinsælir um áramót.Kinnalitir eru vinsælir í ár og um að gera að nota nýja litatóna á borð við þessa bleiku yfir hátíðirnar. Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Föstudagur fékk Hörpu Káradóttur hjá Mac til að sýna lesendum hvernig hægt er að farða sig um hátíðarnar og hvaða straumar og stefnur eru ráðandi um þessar mundir í förðun. Það er ágætt að hafa nokkur góð ráð bak við eyrað þegar síðustu tvær vikur ársins ganga í garð enda yfirleitt þétt dagskrá hjá flestum. Jólin Í jólaförðuninni vildi Harpa meina að dökkar varir og ljós augu með svörtum augnblýanti væri hátíðleg samsetning. „Ef maður vill verða fínn augabragði er dökkur varalitur besta leiðin," segir Harpa en hún notaði líka bleikan kinnalit og gerviaugnahár til að ná fram bæði fersku og fínu útliti. Eins og sjá má á myndinni er fyrirsætan, Eydís Helena Evensen frá Elite Models, með fallega fiskifléttu en hinar ýmsu fléttugreiðslur eru flottar og auðveldar í framkvæmd.Áramótin „Það er alltaf eitthvað við áramótin sem gerir það að verkum að maður vill vera fínni þá en aðra daga. Kannski setja á sig smá glimmer, en passa að ofgera því ekki," segir Harpa en í áramótaförðuninni gerði hún dökk augu með glansandi áferð og smá glimmeri. Svartur augnblýantur og gerviaugnahár setja svo punktinn yfir i-ið en Harpa notaði ljósbleikan varalit sem passar vel við augun.Augnahár eru ómissandi eign yfir hátíðarnar.Hin ýmsu blæbrigði af rauðum lit henta á varirnar um hátíðarnar.Alltaf að velja ljósari lit fremur en dökkan.Bleikir og ferskjulitaðir tónar gefa hressandi yfirbragð.Augnskuggar með glimmeráferð eru alltaf vinsælir um áramót.Kinnalitir eru vinsælir í ár og um að gera að nota nýja litatóna á borð við þessa bleiku yfir hátíðirnar.
Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira