Fótbolti

Ævintýraleg eyðsla hjá Real Madrid

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ronaldo og Kaká eru tveir af þremur dýrustu leikmönnum í sögu Real Madrid.
Ronaldo og Kaká eru tveir af þremur dýrustu leikmönnum í sögu Real Madrid.

Það er ekkert félag í heiminum eins duglegt að eyða peningum og Real Madrid. Samkvæmt spænska blaðinu Marca hefur Real eytt yfir 1.000 milljónum evra í leikmenn síðasta áratuginn.

Ekkert félag kemst með tærnar þar sem Real Madrid hefur hælana í þessum efnum. Ekki einu sinni Chelsea.

Maðurinn sem er ábyrgur fyrir þessari eyðslu er Florentino Perez, forseti félagsins. Hann tók við árið 2000 og hefur verið forseti félagsins í sjö af þessum tíu árum.

Cristiano Ronaldo var dýrastur en hann kostaði 96 milljónir evra. Zinedine Zidane kostaði 72 og Kaká 64.

Til samanburðar má nefna að Barcelona hefur eytt 713 milljónum evra í leikmenn á sama tímabili og Chelsea 650 milljónum.

Man. City er síðan á hraðleið með að taka við af Madrid á markaðnum en City hefur eytt yfir 400 milljónum evra á síðustu þremur árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×