Körfubolti

Chris Paul vill losna - Knicks, Lakers og Magic á óskalistanum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Chris Paul.
Chris Paul. Mynd/Getty Images
Chris Paul, leikstjórnandi New Orleans Hornets í NBA-deildinni í körfubolta hefur óskað formlega eftir því að vera skipt til eitt af þremur eftirtöldum félögum áður en tímabilið hefst: New York Knicks, Los Angeles Lakers eða Orlando Magic.

Heimildamaður SportingNews segir að Chris Paul vilji losna frá New Orleans og leggi ofurkapp á það að fá tækifæri til að spila með annarri stórstjörnu og fylgi þar í kjölfarið á vini sínum LeBron James sem fór til Dwyane Wade í Miami.

Chris Paul vakti mikla athygli í brúðkaupi Carmelo Anthony í New York á dögunum þar sem hann talaði um hugsanlegt ofurþríeyki í New York þar sem hann, Carmelo Anthony og Amar'e Stoudemire myndu spila saman.

Chris Paul er einn allra besti leikstjórnandi NBA-deildarinnar en hann lék lítið með á síðasta tímabili vegna meiðsla. Hann hefur skorað 19.3 stig og gefið 10,0 stoðsendingar að meðaltali í 345 leikjum sínum í NBA-deildinni.



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×