Fjármálaöskuhaugar Elísabet Brekkan skrifar 3. september 2010 09:50 Leikhús *** Nígeríusvindlið 16 elskendur 16 elskendur spruttu fram á sviðið í Kassanum þó þeir væru bara tíu. Það var kannski fyrsta svindlið. Þjóðleikhúsið hóf leikárið með því að bjóða upp á blandaðan hóp ungra áhugasamra leikara sem sjálfir settu saman hraðnámskeið í að græða á vitleysingum og beita þá brögðum sem þegar eru þekkt meðal svikahrappa. Nígeríusvindlið gerir hópurinn að sínu yrkisefni og heimfærir upp á Ísland. Að leysa öll þau vandamál sem nú hafa upp komið með svikum á svik ofan, er það sem þau sjá fyrir sér. Hópurinn bregður sér í ýmis gervi og það er bongotrommustuð þó þau veltist um á öskuhaugum þriðja heimsins í plastpokahrúgum sem mynda tvö fjöll á sviðinu. Að fá fólk til þess að borga inn á einhverja reikninga einhvers staðar í von um fúlgur á móti er jú fyrirbæri sem allflestir hafa lent í. Slíkar fúlgur komu fljúgandi í Nígeríusvindlinu, inn á reikninga hjá útsmognum (eða sjálfbjarga) aðilum sem buðu vesalingum í hinni heimsku Evrópu að ættleiða bóndagarm sem orðið hafði hvað verst úti í gosinu undir Eyjafjöllum. Hugmyndirnar voru margar hverjar brilljant og hlátrasköllin létu ekki á sér standa. Þau unnu verkið eins og dansverk og stundum með tækni kórsins. Margt var smart unnið en eins og oft vill verða þegar enginn einn er við stjórnvölinn voru sum atriði hreinlega of matreidd oní mannskapinn eins og þegar þau halda hvert sína ræðuna á námskeiði sem áhorfendum var boðið á; í stað þess að gera það kannski einu sinni eða tvisvar gerðu þau það sex sinnum. Frammistaða leikaranna var jöfn þó svo að þau Hlynur Páll og Aðalbjörg Þóra hefðu leikið einna best á salinn. Það verður athyglisvert að sjá hverjum þau vefja inn í leikinn síðar en á fyrstu sýningunni voru það Stefán Jónsson leikstjóri og Þórarinn Eldjárn skáld sem birtust og urðu hluti af verkinu fyrir svo utan að áherslupenninn Vilhjálmur Bjarnason bregður upp miklum mafíósahatti og vitnar í Stein Steinarr um draum sérhvers manns. Þetta var á köflum mjög fyndið og hugmyndin að gera eymd Afríku og allra þriðjaheimsvesalinga að okkar stórgróða er svo sem ekkert ný. Draumurinn rætist; við verðum fjármálaöskuhaugur. Hvað erum við ekki búin að gera mikið grín að vitlausum Ameríkönum sem ættleiða hvali? María þýska Volfendorf eða hvað hún nú hét sem ættleiddi íslenskan bónda var líklega sú sem kitlaði hláturtaugar áhorfenda hvað mest. Þetta var ágætt en hefði mátt vinna betur og með aðeins meiri auðmýkt gagnvart efninu. Öskur og gassagangur verður því miður oft bara öskur og gassagangur. Hugmyndaríkt verk og á köflum bráðfyndið en hefði mátt vinna betur. Tengdar fréttir Norrænt velferðarLókal Lókal, alþjóðlegri leiklistarhátíð í Reykjavík, var hleypt af stokkunum í gær og stendur hún fram á sunnudag. Norræn leikverk eru í öndvegi á hátíðinni, en norræn samtímaleikritun hefur átt erfitt uppdráttar í íslenskum leikhúsum undanfarin ár. 2. september 2010 20:00 Ósviknir Nígeríusvindlarar að störfum - lesið bréfin hér Vísir fékk send sprenghlægileg samskipti milli svindlara í Tógó og leikhópsins 16 elskendur, sem frumsýnir verkið Nígeríusvindlið í Þjóðleikhúsinu á föstudag. 18. ágúst 2010 16:30 Mest lesið Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Lífið Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lífið Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Lífið Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Lífið Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Lífið Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Lífið Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Lífið Ríða, drepa, giftast setti Ingu í ómögulega stöðu Lífið Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Lífið Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Lífið Fleiri fréttir The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Leikhús *** Nígeríusvindlið 16 elskendur 16 elskendur spruttu fram á sviðið í Kassanum þó þeir væru bara tíu. Það var kannski fyrsta svindlið. Þjóðleikhúsið hóf leikárið með því að bjóða upp á blandaðan hóp ungra áhugasamra leikara sem sjálfir settu saman hraðnámskeið í að græða á vitleysingum og beita þá brögðum sem þegar eru þekkt meðal svikahrappa. Nígeríusvindlið gerir hópurinn að sínu yrkisefni og heimfærir upp á Ísland. Að leysa öll þau vandamál sem nú hafa upp komið með svikum á svik ofan, er það sem þau sjá fyrir sér. Hópurinn bregður sér í ýmis gervi og það er bongotrommustuð þó þau veltist um á öskuhaugum þriðja heimsins í plastpokahrúgum sem mynda tvö fjöll á sviðinu. Að fá fólk til þess að borga inn á einhverja reikninga einhvers staðar í von um fúlgur á móti er jú fyrirbæri sem allflestir hafa lent í. Slíkar fúlgur komu fljúgandi í Nígeríusvindlinu, inn á reikninga hjá útsmognum (eða sjálfbjarga) aðilum sem buðu vesalingum í hinni heimsku Evrópu að ættleiða bóndagarm sem orðið hafði hvað verst úti í gosinu undir Eyjafjöllum. Hugmyndirnar voru margar hverjar brilljant og hlátrasköllin létu ekki á sér standa. Þau unnu verkið eins og dansverk og stundum með tækni kórsins. Margt var smart unnið en eins og oft vill verða þegar enginn einn er við stjórnvölinn voru sum atriði hreinlega of matreidd oní mannskapinn eins og þegar þau halda hvert sína ræðuna á námskeiði sem áhorfendum var boðið á; í stað þess að gera það kannski einu sinni eða tvisvar gerðu þau það sex sinnum. Frammistaða leikaranna var jöfn þó svo að þau Hlynur Páll og Aðalbjörg Þóra hefðu leikið einna best á salinn. Það verður athyglisvert að sjá hverjum þau vefja inn í leikinn síðar en á fyrstu sýningunni voru það Stefán Jónsson leikstjóri og Þórarinn Eldjárn skáld sem birtust og urðu hluti af verkinu fyrir svo utan að áherslupenninn Vilhjálmur Bjarnason bregður upp miklum mafíósahatti og vitnar í Stein Steinarr um draum sérhvers manns. Þetta var á köflum mjög fyndið og hugmyndin að gera eymd Afríku og allra þriðjaheimsvesalinga að okkar stórgróða er svo sem ekkert ný. Draumurinn rætist; við verðum fjármálaöskuhaugur. Hvað erum við ekki búin að gera mikið grín að vitlausum Ameríkönum sem ættleiða hvali? María þýska Volfendorf eða hvað hún nú hét sem ættleiddi íslenskan bónda var líklega sú sem kitlaði hláturtaugar áhorfenda hvað mest. Þetta var ágætt en hefði mátt vinna betur og með aðeins meiri auðmýkt gagnvart efninu. Öskur og gassagangur verður því miður oft bara öskur og gassagangur. Hugmyndaríkt verk og á köflum bráðfyndið en hefði mátt vinna betur.
Tengdar fréttir Norrænt velferðarLókal Lókal, alþjóðlegri leiklistarhátíð í Reykjavík, var hleypt af stokkunum í gær og stendur hún fram á sunnudag. Norræn leikverk eru í öndvegi á hátíðinni, en norræn samtímaleikritun hefur átt erfitt uppdráttar í íslenskum leikhúsum undanfarin ár. 2. september 2010 20:00 Ósviknir Nígeríusvindlarar að störfum - lesið bréfin hér Vísir fékk send sprenghlægileg samskipti milli svindlara í Tógó og leikhópsins 16 elskendur, sem frumsýnir verkið Nígeríusvindlið í Þjóðleikhúsinu á föstudag. 18. ágúst 2010 16:30 Mest lesið Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Lífið Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lífið Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Lífið Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Lífið Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Lífið Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Lífið Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Lífið Ríða, drepa, giftast setti Ingu í ómögulega stöðu Lífið Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Lífið Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Lífið Fleiri fréttir The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Norrænt velferðarLókal Lókal, alþjóðlegri leiklistarhátíð í Reykjavík, var hleypt af stokkunum í gær og stendur hún fram á sunnudag. Norræn leikverk eru í öndvegi á hátíðinni, en norræn samtímaleikritun hefur átt erfitt uppdráttar í íslenskum leikhúsum undanfarin ár. 2. september 2010 20:00
Ósviknir Nígeríusvindlarar að störfum - lesið bréfin hér Vísir fékk send sprenghlægileg samskipti milli svindlara í Tógó og leikhópsins 16 elskendur, sem frumsýnir verkið Nígeríusvindlið í Þjóðleikhúsinu á föstudag. 18. ágúst 2010 16:30