Körfubolti

NBA: Allt hrunið hjá Phoenix Suns og loksins útisigur hjá Lakers

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Það gengur´lítið hjá Steve Nash og félögum þessa daganna.
Það gengur´lítið hjá Steve Nash og félögum þessa daganna. Mynd/AP

Los Angeles Lakers vann loksins sigur á útivelli í NBA-deildinni í nótt þegar liðið vann 115-103 sigur á Washington Wizards. Það gengur hinsvegar lítið hjá Phoenix Suns sem tapaði í sjöunda sinn í síðustu níu leikjum og er á leiðinni út úr úrslitakeppninni með sama áframhaldi.

Pau Gasol og Kobe Bryant voru báðir með 26 stig í sigri Los Angeles Lakers en liðið hafði tapað sex af síðustu átta útileikjum sínum og var búið að missa Cleveland Cavaliers fram úr sér í baráttunni um besta árangurinn í NBA-deildinni. Kobe var einnig með 8 stoðsendingar og Gasol bætti við 10 fráköstum og 4 stoðsendingum.

Stephen Jackson skoraði 30 stig þegar Charlotte Bobcats vann 114-109 sigur á Phoenix Suns í framlengdum leik. Charlotte skoraði 9 af fyrstu 11 stigunum í framlengingunni. Steve Nash var með 23 stig og 9 stoðsendingar hjá Phoenix Suns sem setti niður 15 af 34 þriggja stiga skotum sínum.

David Lee var neð 28 stig og 10 fráköst í 132-105 sigri New York Knicks á Minnesota Timberwolves. Al Harrington skoraði 26 stig og Wilson Chandler var með 20 stig en New York hafði tapað með 50 stigum fyrir Dallas í leiknum á undan.

Dirk Nowitzki skoraði 28 stig og Jason Terry var með 21 stig í 108-107 sigri Dallas Mavericks á Milwaukee Bucks. Andrew Bogut skoraði 32 stig fyrir Bucks og setti niður 13 af 14 skotum sínum. Þetta var tíundi eins stigs sigur Dallas á tímabilinu.

Beno Udrih skoraði 24 stig þegar Sacramento Kings vann 99-96 sigur á Golden State Warriors. Þetta var fyrsti sigur liðsins í átta leikjum.

Stephen Curry var með 27 stig, 9 fráköst og 6 stoðsendingar hjá Golden State.



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×